Gunnlaugur: Högg í magann að tapa þessu Smári Jökull Jónsson skrifar 14. ágúst 2017 20:33 Gunnlaugur Jónsson segir að Skagamenn muni ekki gefast upp þrátt fyrir erfiða stöðu í Pepsi-deildinni. vísir/ernir „Fyrst og fremst eru þetta gríðarleg vonbrigði. Mér fannst við byrja leikinn vel og erum betri aðilinn fyrstu 30-35 mínúturnar. Við fáum ágæt færi en þeir fá síðan færi undir lok fyrri hálfleiks. Við byrjum síðan aftur sterkt og komust yfir og í stöðunni 2-1 hélt ég að við myndum loka hreinlega markinu. Því miður þá gefum við þetta frá okkur með frekar slökum varnarleik,“ sagði Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA eftir grátlegt tap hans manna gegn Grindavík í kvöld. Skagamenn komust tvisvar yfir í dag en misstu forystuna niður áður en Grindvíkingar skoruðu sigurmarkið þegar sex mínútur voru eftir. „Það sem við náum upp gegn KR er ofboðslegur þéttleiki og hrikaleg vinnusemi þar sem hjálparvörn var alltaf til staðar. Við erum opnir í dag full glannalega og við erum ekki eins þéttir og við vorum gegn KR. Það er eitthvað sem ég er ósáttur með og við þurfum að skoða það og laga.“ Grindvíkingar skoruðu úr tveimur vítaspyrnum í dag og voru Skagamenn sérstaklega ósáttir með seinna vítið sem annar aðstoðardómarinn dæmdi. Hvað fannst Gunnlaugi um þessa dóma? „Því miður er ég ekki í nógu góðri aðstöðu til að sjá það. Mér fannst seinna vítið frekar „soft“ eftir því sem leikmenn segja. Við eigum klárlega að fá víti í fyrri hálfleik en svona er þetta. Við þurfum bara að horfa í næsta leik og það er heldur betur stórleikur gegn ÍBV,“ en ÍA er þremur stigum á eftir Eyjamönnum í neðsta sæti deildarinnar og á ÍBV leik til góða gegn Ólsurum á miðvikudag. „Við ætluðum að koma hingað í dag og taka þrjú stig. Það er ljóst að við þurfum að gíra okkur hrikalega upp gegn ÍBV og vinnan í þessari viku snýst um það hvernig við ætlum að ná í þrjú stig.“ „Þetta er vissulega högg í magann að ná forystu tvisvar og tapa svo leiknum. Við þurfum að vera menn að taka því og vera menn að mæta til leiks á Akranesi. Það er enn von og á meðan hún er þá gefumst við ekki upp.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - ÍA 3-2 | Grindavík með langþráðan sigur ÍA situr á botni deildarinnar, sex stigum frá öruggu sæti. Þeir verða að sækja sigur í Grindavík. 14. ágúst 2017 21:15 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
„Fyrst og fremst eru þetta gríðarleg vonbrigði. Mér fannst við byrja leikinn vel og erum betri aðilinn fyrstu 30-35 mínúturnar. Við fáum ágæt færi en þeir fá síðan færi undir lok fyrri hálfleiks. Við byrjum síðan aftur sterkt og komust yfir og í stöðunni 2-1 hélt ég að við myndum loka hreinlega markinu. Því miður þá gefum við þetta frá okkur með frekar slökum varnarleik,“ sagði Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA eftir grátlegt tap hans manna gegn Grindavík í kvöld. Skagamenn komust tvisvar yfir í dag en misstu forystuna niður áður en Grindvíkingar skoruðu sigurmarkið þegar sex mínútur voru eftir. „Það sem við náum upp gegn KR er ofboðslegur þéttleiki og hrikaleg vinnusemi þar sem hjálparvörn var alltaf til staðar. Við erum opnir í dag full glannalega og við erum ekki eins þéttir og við vorum gegn KR. Það er eitthvað sem ég er ósáttur með og við þurfum að skoða það og laga.“ Grindvíkingar skoruðu úr tveimur vítaspyrnum í dag og voru Skagamenn sérstaklega ósáttir með seinna vítið sem annar aðstoðardómarinn dæmdi. Hvað fannst Gunnlaugi um þessa dóma? „Því miður er ég ekki í nógu góðri aðstöðu til að sjá það. Mér fannst seinna vítið frekar „soft“ eftir því sem leikmenn segja. Við eigum klárlega að fá víti í fyrri hálfleik en svona er þetta. Við þurfum bara að horfa í næsta leik og það er heldur betur stórleikur gegn ÍBV,“ en ÍA er þremur stigum á eftir Eyjamönnum í neðsta sæti deildarinnar og á ÍBV leik til góða gegn Ólsurum á miðvikudag. „Við ætluðum að koma hingað í dag og taka þrjú stig. Það er ljóst að við þurfum að gíra okkur hrikalega upp gegn ÍBV og vinnan í þessari viku snýst um það hvernig við ætlum að ná í þrjú stig.“ „Þetta er vissulega högg í magann að ná forystu tvisvar og tapa svo leiknum. Við þurfum að vera menn að taka því og vera menn að mæta til leiks á Akranesi. Það er enn von og á meðan hún er þá gefumst við ekki upp.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - ÍA 3-2 | Grindavík með langþráðan sigur ÍA situr á botni deildarinnar, sex stigum frá öruggu sæti. Þeir verða að sækja sigur í Grindavík. 14. ágúst 2017 21:15 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - ÍA 3-2 | Grindavík með langþráðan sigur ÍA situr á botni deildarinnar, sex stigum frá öruggu sæti. Þeir verða að sækja sigur í Grindavík. 14. ágúst 2017 21:15