Áhyggjufullur, í losti og talaði enga ensku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. ágúst 2017 09:15 Friðjón Snorrason, franski vinur þeirra og Sveinn Breki eftir að málunum hafði verið bjargað. Úr einkasafni Það voru íslenskir hjólreiðakappar í hálendisferð með 24 Bandaríkjamönnum sem komu áttavilltum frönskum ferðamanni til bjargar á Landsvegi vestan Heklu á laugardagskvöldið. Sá franski hafði orðið viðskila við samferðafólk sitt á Heklu fyrr um daginn og hófst formleg leit að honum um klukkan tíu um kvöldið. Sveinn Breki Hróbjartsson var einn Íslendinganna í hópnum sem kom að Frakkanum þar sem hann var að reyna að húkka sér far. Sveinn segir þann franska hafa verið afar áhyggjufullan. Ekki hafi bætt úr skák að hann talaði enga ensku og því reyndist erfitt að átta sig á vandræðum hans. Sveinn og félagar höfðu ekki hugmynd um að leit stæði yfir að manninum. „Hann hafði bullandi áhyggjur, var í smá losti og frekar illa klæddur. Hann var símalaus en reyndi að muna númerið hjá konunni sinni, en mundi það ekki,“ segir Sveinn Breki. Þeir hafi lítið skilið í honum og hringt í franskan vin sinn sem hafi reynt að setja sig í hlutverk túlks. Það skilaði litllu.Hekla gaus síðast árið 2000.Vísir/Vilhelm„Það gekk ekkert að fá upplýsingar fyrr en við hringjum í björgunarsveitirnar,“ segir Sveinn. Þá var þeim tjáð að leit stæði yfir að manninum. Björgunarsveitarfólk sem var á leið í leit að manninum kom honum til móts við samferðafólk hans. „Það lifnaði yfir honum og hann var farinn að grínast, orðinn kampakátur.“ Sveinn Breki var sem fyrr segir í sex daga hálendisferð á vegum Bike Company ásamt félaga sínum Friðjóni Snorrasyni og 24 Bandaríkjamönnum. Þeir voru komnir á áfangastað sinn um kvöldið en ákváðu að skjótast í kvöldferð að Þjófafossi. Hópurinn sneri þó við á leiðinni þangað, af tilviljun að sögn Sveins Breka, og hjóluðu í flasið á þeim franska. Sendu þeir hópinn á undan sér en þeir Sveinn og Friðjón urðu eftir með þeim franska og hjálpuðu honum að komast til vina sinna. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Týndur ferðamaður fannst þar sem hann var að húkka far Björgunarsveitarfólk leitaði að týndum ferðamanni á Heklu í gær. Maðurinn fannst eftir skamma leit vestan við fjallið þar sem hann var að reyna að húkka far. 13. ágúst 2017 08:49 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Það voru íslenskir hjólreiðakappar í hálendisferð með 24 Bandaríkjamönnum sem komu áttavilltum frönskum ferðamanni til bjargar á Landsvegi vestan Heklu á laugardagskvöldið. Sá franski hafði orðið viðskila við samferðafólk sitt á Heklu fyrr um daginn og hófst formleg leit að honum um klukkan tíu um kvöldið. Sveinn Breki Hróbjartsson var einn Íslendinganna í hópnum sem kom að Frakkanum þar sem hann var að reyna að húkka sér far. Sveinn segir þann franska hafa verið afar áhyggjufullan. Ekki hafi bætt úr skák að hann talaði enga ensku og því reyndist erfitt að átta sig á vandræðum hans. Sveinn og félagar höfðu ekki hugmynd um að leit stæði yfir að manninum. „Hann hafði bullandi áhyggjur, var í smá losti og frekar illa klæddur. Hann var símalaus en reyndi að muna númerið hjá konunni sinni, en mundi það ekki,“ segir Sveinn Breki. Þeir hafi lítið skilið í honum og hringt í franskan vin sinn sem hafi reynt að setja sig í hlutverk túlks. Það skilaði litllu.Hekla gaus síðast árið 2000.Vísir/Vilhelm„Það gekk ekkert að fá upplýsingar fyrr en við hringjum í björgunarsveitirnar,“ segir Sveinn. Þá var þeim tjáð að leit stæði yfir að manninum. Björgunarsveitarfólk sem var á leið í leit að manninum kom honum til móts við samferðafólk hans. „Það lifnaði yfir honum og hann var farinn að grínast, orðinn kampakátur.“ Sveinn Breki var sem fyrr segir í sex daga hálendisferð á vegum Bike Company ásamt félaga sínum Friðjóni Snorrasyni og 24 Bandaríkjamönnum. Þeir voru komnir á áfangastað sinn um kvöldið en ákváðu að skjótast í kvöldferð að Þjófafossi. Hópurinn sneri þó við á leiðinni þangað, af tilviljun að sögn Sveins Breka, og hjóluðu í flasið á þeim franska. Sendu þeir hópinn á undan sér en þeir Sveinn og Friðjón urðu eftir með þeim franska og hjálpuðu honum að komast til vina sinna.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Týndur ferðamaður fannst þar sem hann var að húkka far Björgunarsveitarfólk leitaði að týndum ferðamanni á Heklu í gær. Maðurinn fannst eftir skamma leit vestan við fjallið þar sem hann var að reyna að húkka far. 13. ágúst 2017 08:49 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Týndur ferðamaður fannst þar sem hann var að húkka far Björgunarsveitarfólk leitaði að týndum ferðamanni á Heklu í gær. Maðurinn fannst eftir skamma leit vestan við fjallið þar sem hann var að reyna að húkka far. 13. ágúst 2017 08:49