Varg- og vígöld í Virginíu-ríki Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. ágúst 2017 06:00 Einn lést þegar bíl var ekið inn í hóp fólks sem sýndi þjóðernissinnunum í Charlottesville andstöðu. vísir/epa Minnst einn lést og á fjórða tug er slasaður eftir átök milli þjóðernissinna og andstæðinga þeirra í Charlottesville í Virginíu um helgina. Ástandið í borginni er afar eldfimt. Forseti Bandaríkjanna liggur undir ámæli fyrir að hafa ekki fordæmt framgöngu þjóðernissinnanna nægilega. Frá því í apríl á þessu ári hafa nýnasistar, meðlimir Ku Klux Klan og annarra þjóðernishópa gengið reglulega í borginni til að mótmæla því að stytta af Robert E. Lee, hershöfðingja Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna, var fjarlægð. Með hverri göngunni hefur fjölgað í hópi þeirra sem mótmæla göngu þjóðernissinnanna. Gengið var undir kvöld á föstudegi og laust fylkingunum þá saman. Hið sama gerðist á laugardag. Hóparnir hrópuðu meðal annars slagorð um að þeir yrðu ekki fjarlægðir auk þess að heilsa að nasistasið. Þá voru einhverjir sem höfðu orð á því að þeir væru að uppfylla kosningaloforð Donalds Trump. Einn lést þegar tvítugur hryðjuverkamaður, James Alex Fields, ók bíl sínum inn í hóp fólks sem hafði komið saman til að mótmæla framgöngu nasistanna, rasistanna og annarra þjóðernissinnaðra hópa. Sú sem lést hét Heather Heyer og starfaði á lögmannsstofu. Neyðarástandi var í kjölfarið lýst yfir í ríkinu og bann lagt við samkomum utandyra. „Til allra hvítra þjóðernissinna og nasista sem komu til Charlottesville í dag: Farið heim. Þið eruð ekki velkomnir hér í þessu mikla ríki,“ sagði Terry McAuliffe, ríkisstjóri Virginíu, á blaðamannafundi sem haldinn var eftir voðaverkin. Skipuleggjandi göngu þjóðernissinnanna, Jason Kettler, hélt sjálfur blaðamannafund þar sem hann sagði að lögreglumenn borgarinnar hefðu ekki staðið sig í stykkinu við að koma í veg fyrir átökin. Hann náði ekki að klára að lesa yfirlýsingu sína eftir að almenningur gerði aðsúg að honum og hrópaði hann af sviðinu. Kröfðust menn þess meðal annars að Kettler yrði dreginn til ábyrgðar vegna handalögmálanna og fyrir að vera óbeint valdur að dauða áðurnefndrar Heyer. „Hatrinu og sundrunginni verður að linna ekki síðar en nú,“ sagði Donald Trump í ávarpi sínu. Hann fordæmdi einnig þessa birtingarmynd haturs, fordóma og ofbeldis „margra aðila“. Athygli vakti að forsetinn nefndi ekki sérstaklega rót átakanna, það er göngu þjóðernissinnanna. Stjórnmálamenn, bæði úr flokki Demókrata og Repúblikana, hafa sent forsetanum pillu fyrir að ganga ekki nægilega langt í yfirlýsingu sinni. „Hr. forseti – við verðum að kalla illsku sínu rétta nafni. Þetta voru hvítir þjóðernissinnar og þetta voru innlend hryðjuverk,“ sagði Cory Gardner, öldungardeildarþingmaður Repúblikana, meðal annars í tísti. Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58 Fleiri minnismerki um Þrælastríðið fjarlægð eftir átökin í Charlottesville Borgarstjóri Lexington í Kentucky, hyggst láta fjarlægja tvær styttur af leiðtogum af tímum Þrælastríðsins úr borginni eftir atburðina í Virginíu síðustu daga. 13. ágúst 2017 21:05 Telur að Trump hefði þurft að vera harðari við þjóðernisöfgamenn Trump er legið á hálsi fyrir að hafa sýnt tregðu við að fordæma sérstaklega hvíta þjóðernisöfgamenn í yfirlýsingu sinni. Í umræddri yfirlýsingu veigrar Trump sér við að tala sérstaklega um þjóðernisöfgamennina og sagðist hann þess í stað fordæma allt ofbeldi. Á meðal þjóðernisöfgamanna sem beittu ofbeldi í Charlottesville voru nýnasistar og meðlimir Klu Klux Klan. 13. ágúst 2017 19:06 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Minnst einn lést og á fjórða tug er slasaður eftir átök milli þjóðernissinna og andstæðinga þeirra í Charlottesville í Virginíu um helgina. Ástandið í borginni er afar eldfimt. Forseti Bandaríkjanna liggur undir ámæli fyrir að hafa ekki fordæmt framgöngu þjóðernissinnanna nægilega. Frá því í apríl á þessu ári hafa nýnasistar, meðlimir Ku Klux Klan og annarra þjóðernishópa gengið reglulega í borginni til að mótmæla því að stytta af Robert E. Lee, hershöfðingja Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna, var fjarlægð. Með hverri göngunni hefur fjölgað í hópi þeirra sem mótmæla göngu þjóðernissinnanna. Gengið var undir kvöld á föstudegi og laust fylkingunum þá saman. Hið sama gerðist á laugardag. Hóparnir hrópuðu meðal annars slagorð um að þeir yrðu ekki fjarlægðir auk þess að heilsa að nasistasið. Þá voru einhverjir sem höfðu orð á því að þeir væru að uppfylla kosningaloforð Donalds Trump. Einn lést þegar tvítugur hryðjuverkamaður, James Alex Fields, ók bíl sínum inn í hóp fólks sem hafði komið saman til að mótmæla framgöngu nasistanna, rasistanna og annarra þjóðernissinnaðra hópa. Sú sem lést hét Heather Heyer og starfaði á lögmannsstofu. Neyðarástandi var í kjölfarið lýst yfir í ríkinu og bann lagt við samkomum utandyra. „Til allra hvítra þjóðernissinna og nasista sem komu til Charlottesville í dag: Farið heim. Þið eruð ekki velkomnir hér í þessu mikla ríki,“ sagði Terry McAuliffe, ríkisstjóri Virginíu, á blaðamannafundi sem haldinn var eftir voðaverkin. Skipuleggjandi göngu þjóðernissinnanna, Jason Kettler, hélt sjálfur blaðamannafund þar sem hann sagði að lögreglumenn borgarinnar hefðu ekki staðið sig í stykkinu við að koma í veg fyrir átökin. Hann náði ekki að klára að lesa yfirlýsingu sína eftir að almenningur gerði aðsúg að honum og hrópaði hann af sviðinu. Kröfðust menn þess meðal annars að Kettler yrði dreginn til ábyrgðar vegna handalögmálanna og fyrir að vera óbeint valdur að dauða áðurnefndrar Heyer. „Hatrinu og sundrunginni verður að linna ekki síðar en nú,“ sagði Donald Trump í ávarpi sínu. Hann fordæmdi einnig þessa birtingarmynd haturs, fordóma og ofbeldis „margra aðila“. Athygli vakti að forsetinn nefndi ekki sérstaklega rót átakanna, það er göngu þjóðernissinnanna. Stjórnmálamenn, bæði úr flokki Demókrata og Repúblikana, hafa sent forsetanum pillu fyrir að ganga ekki nægilega langt í yfirlýsingu sinni. „Hr. forseti – við verðum að kalla illsku sínu rétta nafni. Þetta voru hvítir þjóðernissinnar og þetta voru innlend hryðjuverk,“ sagði Cory Gardner, öldungardeildarþingmaður Repúblikana, meðal annars í tísti.
Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58 Fleiri minnismerki um Þrælastríðið fjarlægð eftir átökin í Charlottesville Borgarstjóri Lexington í Kentucky, hyggst láta fjarlægja tvær styttur af leiðtogum af tímum Þrælastríðsins úr borginni eftir atburðina í Virginíu síðustu daga. 13. ágúst 2017 21:05 Telur að Trump hefði þurft að vera harðari við þjóðernisöfgamenn Trump er legið á hálsi fyrir að hafa sýnt tregðu við að fordæma sérstaklega hvíta þjóðernisöfgamenn í yfirlýsingu sinni. Í umræddri yfirlýsingu veigrar Trump sér við að tala sérstaklega um þjóðernisöfgamennina og sagðist hann þess í stað fordæma allt ofbeldi. Á meðal þjóðernisöfgamanna sem beittu ofbeldi í Charlottesville voru nýnasistar og meðlimir Klu Klux Klan. 13. ágúst 2017 19:06 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58
Fleiri minnismerki um Þrælastríðið fjarlægð eftir átökin í Charlottesville Borgarstjóri Lexington í Kentucky, hyggst láta fjarlægja tvær styttur af leiðtogum af tímum Þrælastríðsins úr borginni eftir atburðina í Virginíu síðustu daga. 13. ágúst 2017 21:05
Telur að Trump hefði þurft að vera harðari við þjóðernisöfgamenn Trump er legið á hálsi fyrir að hafa sýnt tregðu við að fordæma sérstaklega hvíta þjóðernisöfgamenn í yfirlýsingu sinni. Í umræddri yfirlýsingu veigrar Trump sér við að tala sérstaklega um þjóðernisöfgamennina og sagðist hann þess í stað fordæma allt ofbeldi. Á meðal þjóðernisöfgamanna sem beittu ofbeldi í Charlottesville voru nýnasistar og meðlimir Klu Klux Klan. 13. ágúst 2017 19:06
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent