Ólafur Þór: Betra liðið vann Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. ágúst 2017 19:27 Ólafur stýrði Stjörnunni til sigurs í dag. Það var að vonum glatt yfir Ólafi Þór Guðbjörnssyni, þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar, eftir sigur liðsins gegn Val í undanúrslitaleik Borgunarbikarsins sem fram fór í Garðabænum í dag. „Frábærlega ánægður með liðið, hvernig við spiluðum og hvernig planið gekk upp. Virkilega ánægður með að komast í stærsta leik tímabilsins. Það var markmiðið og það tókst.“ Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði sigurmarkið í leiknum á 113. mínútu, en framlengja þurfti leikinn eftir að hvorugt lið náði að skora að loknum 90 mínútum. „Við vorum að fá færi í þessu og mikið með boltann, þær lágu til baka. Það var gott að klára þetta í venjulegum leiktíma því vítakeppni er bara happa glappa og hefði getað farið hvernig sem er. Mér fannst betra liðið vinna í dag.“ „Þetta var mikið hlaup, hörku leikur og mikið um pústra. Dómarinn leyfði mikið, sem var bara fínt, þannig að það var aðeins farið að síga á seinni hlutann. Við sjáum Gummu koma inn með góðan kraft og klára þetta fyrir okkur og það var bara frábært.“ Úrslitaleikurinn fer fram föstudaginn 8. september klukkan 19:15, sem er óvenjuleg tímasetning. Ólafur hafði þó ekki miklar skoðanir á því. „Ég er bara ekki farinn að hugsa svo langt. Við erum að spila við þær aftur á fimmtudaginn og svo erum við að fara út á sunnudaginn svo það er bara næsti leikur. Ég er ekki búinn að hugsa hvernig það stendur, en það verður örugglega skemmtilegt. Vona að það verði fleiri áhorfendur heldur en í dag.“ Næsti deildarleikur Stjörnunnar er á móti Vals, og fannst Ólafi það ágætt að mæta þeim aftur eftir svo stuttan tíma. „Það er bara gaman að spila hörkuleiki, og þetta var hörkuleikur. Valur er með mjög gott lið svo það er bara skemmtilegt. Svo verða menn bara að standast pressuna og sjá hvort við getum unnið þær aftur þá.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan 1 - 0 Valur | Stjarnan í úrslitaleikinn eftir framlengingu | Sjáðu sigurmarkið Það þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit í undanúrslitaviðureign Stjörnunnar og Vals í Borgunarbikar kvenna í dag. Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði sigurmarkið á 113. mínútu. 13. ágúst 2017 19:30 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Það var að vonum glatt yfir Ólafi Þór Guðbjörnssyni, þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar, eftir sigur liðsins gegn Val í undanúrslitaleik Borgunarbikarsins sem fram fór í Garðabænum í dag. „Frábærlega ánægður með liðið, hvernig við spiluðum og hvernig planið gekk upp. Virkilega ánægður með að komast í stærsta leik tímabilsins. Það var markmiðið og það tókst.“ Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði sigurmarkið í leiknum á 113. mínútu, en framlengja þurfti leikinn eftir að hvorugt lið náði að skora að loknum 90 mínútum. „Við vorum að fá færi í þessu og mikið með boltann, þær lágu til baka. Það var gott að klára þetta í venjulegum leiktíma því vítakeppni er bara happa glappa og hefði getað farið hvernig sem er. Mér fannst betra liðið vinna í dag.“ „Þetta var mikið hlaup, hörku leikur og mikið um pústra. Dómarinn leyfði mikið, sem var bara fínt, þannig að það var aðeins farið að síga á seinni hlutann. Við sjáum Gummu koma inn með góðan kraft og klára þetta fyrir okkur og það var bara frábært.“ Úrslitaleikurinn fer fram föstudaginn 8. september klukkan 19:15, sem er óvenjuleg tímasetning. Ólafur hafði þó ekki miklar skoðanir á því. „Ég er bara ekki farinn að hugsa svo langt. Við erum að spila við þær aftur á fimmtudaginn og svo erum við að fara út á sunnudaginn svo það er bara næsti leikur. Ég er ekki búinn að hugsa hvernig það stendur, en það verður örugglega skemmtilegt. Vona að það verði fleiri áhorfendur heldur en í dag.“ Næsti deildarleikur Stjörnunnar er á móti Vals, og fannst Ólafi það ágætt að mæta þeim aftur eftir svo stuttan tíma. „Það er bara gaman að spila hörkuleiki, og þetta var hörkuleikur. Valur er með mjög gott lið svo það er bara skemmtilegt. Svo verða menn bara að standast pressuna og sjá hvort við getum unnið þær aftur þá.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan 1 - 0 Valur | Stjarnan í úrslitaleikinn eftir framlengingu | Sjáðu sigurmarkið Það þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit í undanúrslitaviðureign Stjörnunnar og Vals í Borgunarbikar kvenna í dag. Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði sigurmarkið á 113. mínútu. 13. ágúst 2017 19:30 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan 1 - 0 Valur | Stjarnan í úrslitaleikinn eftir framlengingu | Sjáðu sigurmarkið Það þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit í undanúrslitaviðureign Stjörnunnar og Vals í Borgunarbikar kvenna í dag. Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði sigurmarkið á 113. mínútu. 13. ágúst 2017 19:30