Bað son sinn að mótmæla friðsamlega Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. ágúst 2017 15:54 James FIelds er ákærður fyrir manndráp, líkamstjón og fleiri brot. Hann er grunaður um að hafa ekið niður fólk sem mótmælti öfgamönnunum. Vísir/AFP James Alex Fields Jr., sem ók bíl sínum á mótmælendur í Charlottesville í gær með þeim afleiðingum að ein kona lést, sendi móður sinni skilaboð á föstudag og bað hana að hugsa um köttinn sinn því hann væri á leið á mótmæli. Hann gaf henni aldrei neinar upplýsingar um hvers eðlis mótmælin væru. „Ég hélt að þetta hefði eitthvað að gera með Trump,“ sagði Samantha Bloom, móðir Fields, í samtali við bæjarblaðið The Toledo Blade. „Ég reyni að skipta mér ekki af hans pólitísku skoðunum.“ Hún segist þó hafa beðið son sinn að fara varlega. „Ég sagði honum að passa sig og ef að þeir ætluðu að mótmæla að gera það friðsamlega.“Sjá einnig: Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fields hefur verið ákærður fyrir manndráp og fleiri brot. Aríkislögreglan FBI segist nú rannsaka málið sem brot á borgararéttindum. Slíkar rannsóknir FBI beinast meðal annars að hatursglæpum. Hundruð hvítra þjóðernissinna, þar á meðal nýnasistar og meðlimir Ku Klux Klan, höfðu komið saman í Charlottesville til að taka þátt í stærsta viðburði þeirra í áratugi. Fjöldi þeirra gekk með kyndla í anda Ku Klux Klan til að mótmæla því að stytta af Robert E. Lee, herforingja Suðurríkjanna í Þrælastríðinu, yrði fjarlægð í Háskólanum í Virginíu á föstudagskvöld. Fjöldi fólks kom hins vegar einnig til Charlottesville til þess að mótmæla hvítu þjóðernissinnunum. Strax í gærmorgun slóst í brýnu á milli andstæðra fylkinga. Fólk slóst á götum úti, lausamunum var kastað og ertandi efnum var sprautað. Alls eru þrír sagðir látnir eftir átök gærdagsins og 19 slasaðir, þar af eru fimm í lífshættu. Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58 Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43 Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan ákallar Trump Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan, David Duke, ákallaði Donald Trump þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við atburðum dagsins í Charlottesville. 13. ágúst 2017 00:54 Mest lesið Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Fleiri fréttir Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Sjá meira
James Alex Fields Jr., sem ók bíl sínum á mótmælendur í Charlottesville í gær með þeim afleiðingum að ein kona lést, sendi móður sinni skilaboð á föstudag og bað hana að hugsa um köttinn sinn því hann væri á leið á mótmæli. Hann gaf henni aldrei neinar upplýsingar um hvers eðlis mótmælin væru. „Ég hélt að þetta hefði eitthvað að gera með Trump,“ sagði Samantha Bloom, móðir Fields, í samtali við bæjarblaðið The Toledo Blade. „Ég reyni að skipta mér ekki af hans pólitísku skoðunum.“ Hún segist þó hafa beðið son sinn að fara varlega. „Ég sagði honum að passa sig og ef að þeir ætluðu að mótmæla að gera það friðsamlega.“Sjá einnig: Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fields hefur verið ákærður fyrir manndráp og fleiri brot. Aríkislögreglan FBI segist nú rannsaka málið sem brot á borgararéttindum. Slíkar rannsóknir FBI beinast meðal annars að hatursglæpum. Hundruð hvítra þjóðernissinna, þar á meðal nýnasistar og meðlimir Ku Klux Klan, höfðu komið saman í Charlottesville til að taka þátt í stærsta viðburði þeirra í áratugi. Fjöldi þeirra gekk með kyndla í anda Ku Klux Klan til að mótmæla því að stytta af Robert E. Lee, herforingja Suðurríkjanna í Þrælastríðinu, yrði fjarlægð í Háskólanum í Virginíu á föstudagskvöld. Fjöldi fólks kom hins vegar einnig til Charlottesville til þess að mótmæla hvítu þjóðernissinnunum. Strax í gærmorgun slóst í brýnu á milli andstæðra fylkinga. Fólk slóst á götum úti, lausamunum var kastað og ertandi efnum var sprautað. Alls eru þrír sagðir látnir eftir átök gærdagsins og 19 slasaðir, þar af eru fimm í lífshættu.
Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58 Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43 Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan ákallar Trump Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan, David Duke, ákallaði Donald Trump þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við atburðum dagsins í Charlottesville. 13. ágúst 2017 00:54 Mest lesið Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Fleiri fréttir Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Sjá meira
Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58
Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43
Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan ákallar Trump Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan, David Duke, ákallaði Donald Trump þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við atburðum dagsins í Charlottesville. 13. ágúst 2017 00:54