Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2017 07:58 Hvítir þjóðernissinnar og mótmælendur þeirra slógust á götum úti í Charlottesville í gær. Neyðarástandi var lýst yfir. Vísir/AFP Tvítugur karlmaður sem er grunaður um að hafa valdið dauða konu þegar hann ók í gegnum hóp andstæðinga hvítra þjóðernisöfgamanna í Charlottesville í gær er nú í haldi lögreglu. Ríkisstjóri Virginíuríki skipar hvítum þjóðernissinnum og nýnasistum að hafa sig á brott. Þrír eru látnir eftir að til harðra átaka kom á milli hvítra þjóðernissinna og mótmælenda þeirra í bænum Charlottesville í Virginíu í gær. Rúmlega þrítug kona lést þegar maðurinn sem er nú í haldi ók bíl sínum á mótmælendur í göngugötu. Þá fórust tveir ríkislögreglumenn sem tóku þátt í aðgerðum í bænum í þyrluslysi. Nítján manns til viðbótar eru sagðir særðir eftir að maðurinn, sem hefur verið nafngreindur sem James Alex Fields yngri, ók niður götuna á miklum hraða og bakkaði svo aftur yfir fleira fólk. Washington Post hefur eftir vitnum að gatan hafi verið full af andstæðingum hvítu þjóðernissinnanna.James FIelds er ákærður fyrir manndráp, líkamstjón og fleiri brot. Hann er grunaður um að hafa ekið niður fólk sem mótmælti öfgamönnunum.Vísir/AFPFields hefur verið ákærður fyrir manndráp og fleiri brot. Aríkislögreglan FBI segist nú rannsaka málið sem brot á borgararéttindum. Slíkar rannsóknir FBI beinast meðal annars að hatursglæpum. Stærsti viðburður hvítra þjóðernissinna í áratugi Hundruð hvítra þjóðernissinna, þar á meðal nýnasistar og meðlimir Ku Klux Klan, höfðu komið saman í Charlottesville til að taka þátt í stærsta viðburði þeirra í áratugi. Fjöldi þeirra gekk með kyndla í anda Ku Klux Klan til að mótmæla því að stytta af Robert E. Lee, herforingja Suðurríkjanna í Þrælastríðinu, yrði fjarlægð í Háskólanum í Virginíu á föstudagskvöld. Fjöldi fólks kom hins vegar einnig til Charlottesville til þess að mótmæla hvítu þjóðernissinnunum. Strax í gærmorgun slóst í brýnu á milli andstæðra fylkinga. Fólk slóst á götum úti, lausamunum var kastað og ertandi efnum var sprautað.Sumir öfgamannanna báru fánu nasista og Suðuríkjanna úr Þrælastríðinu.Vísir/AFPHvítir þjóðernissinnar og nasistar ekki velkomnir Terry McAuliffe, ríkisstjóri Virginíu, lýsti yfir neyðarástandi vegna óeirðanna í gær. Á fréttamannafundi í gærkvöldi senda hann þau skilaboð til „allra hvítra þjóðernissinna og nasista sem komu til Charlottesville í dag: Farið heim. Þið eru ekki velkomnir í þessu mikla ríki.“ „Þið komuð hingað til að særa fólk og þið særðuð fólk. Mín skilaboð eru skýr: við erum sterkari en þið,“ sagði McAuliffe jafnframt. „Hatur kom til bæjarins okkar í dag á hátt sem við óttuðumst en við höfðum aldrei raunverulega leyft okkur að ímynda okkur að myndi gera,“ sagði Maurice Jones, framkvæmdastjóri Charlottesville í gær.Hundruð hvítra þjóðernissinna og mótmælenda þeirra söfnuðust saman í Charlottesville. Fljótlega sauð upp úr á milli þeirra.Vísir/AFPTrump vildi ekki fordæma öfgamenninaÞrátt fyrir að átökin hafi brotist út snemma dags í gær heyrðist ekkert frá Donald Trump forseta fyrr en kl. 13 eftir hádegi. Þá tísti hann um að hann fordæmdi hatur og ofbeldi. Á blaðamannafundi síðar um daginn nefndi Trump hvíta þjóðernissinna aldrei á nafn og og fordæmdi aðeins hatur, fordóma og ofbeldi „úr mörgum áttum“. Forsetinn svaraði ekki þegar hann var spurður hvort hann kærði sig um stuðning hvítra þjóðernissinna. Margir þeirra eru sagðar hafa klæðst derhúfum með slagorði Trump „Gerum Bandaríkin frábær aftur“.Öfgamennirnir báru sumir hverjir rauðar derhúfur með þekktasta slagorði Donalds Trump Bandaríkjaforseta.Vísir/AFPKalli það illa sínu rétta nafniTrump hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að fordæma ekki hvíta þjóðernissinna og skoðanir þeirra, þar á meðal frá þingmönnum eigin flokks. Öfgamennirnir eru sagðir hafa fagnað því að forsetinn hafi ekki talað gegn þeim. Fjöldi þingmanna Repúblikanaflokksins fordæmi hvíta þjóðernissinna í yfirlýsingum í gær. Cory Gardner, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Koloradó, setti ofan í við Trump á Twitter. „Herra forseti, við verðum að kalla það illa sínu raunverulega nafni. Þetta voru hvítir þjóðernissinnar og þetta voru innlend hryðjuverk,“ tísti þingmaðurinn.Mr. President - we must call evil by its name. These were white supremacists and this was domestic terrorism. https://t.co/PaPNiPPAoW— Cory Gardner (@SenCoryGardner) August 12, 2017 Víða hefur verið rifjað upp að Donald Trump neitaði að fordæma David Duke, fyrrverandi leiðtoga Ku Klux Klan, einna alræmdustu samtaka kynþáttahatara í sögu Bandaríkjanna, sem hafði þá lýst stuðningi við hann í kosningabaráttunni. Þóttist Trump ekki vita hver Duke var þegar gengið var á hann með stuðning hreyfingar hvítra þjóðernisöfgamanna við framboð hans.Verulega sá á bílnum sem var ekið á miklum hraða í gegnum hóp friðsamra mótmælenda.Vísir/AFP Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í Charlottesville vegna mótmæla hvítra þjóðernissinna Yfirvöld í Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkujunum hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna fjölmennra mótmæla. 12. ágúst 2017 17:34 Einn látinn eftir að bíl var ekið inn í hóp mótmælenda í Charlottesville Bíl var ekið inn í hóp mótmælenda á götum borgarinnar Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkjunum í dag með þeim afleiðingum að fjöldi fólks slasaðist og ein manneskja lést. 12. ágúst 2017 19:39 Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Slagorð gegn gyðingum voru á meðal þess sem hvítir þjóðernissinnar hrópuðu í fjölmennri mótmælagöngu í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 12. ágúst 2017 11:12 Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan ákallar Trump Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan, David Duke, ákallaði Donald Trump þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við atburðum dagsins í Charlottesville. 13. ágúst 2017 00:54 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Tvítugur karlmaður sem er grunaður um að hafa valdið dauða konu þegar hann ók í gegnum hóp andstæðinga hvítra þjóðernisöfgamanna í Charlottesville í gær er nú í haldi lögreglu. Ríkisstjóri Virginíuríki skipar hvítum þjóðernissinnum og nýnasistum að hafa sig á brott. Þrír eru látnir eftir að til harðra átaka kom á milli hvítra þjóðernissinna og mótmælenda þeirra í bænum Charlottesville í Virginíu í gær. Rúmlega þrítug kona lést þegar maðurinn sem er nú í haldi ók bíl sínum á mótmælendur í göngugötu. Þá fórust tveir ríkislögreglumenn sem tóku þátt í aðgerðum í bænum í þyrluslysi. Nítján manns til viðbótar eru sagðir særðir eftir að maðurinn, sem hefur verið nafngreindur sem James Alex Fields yngri, ók niður götuna á miklum hraða og bakkaði svo aftur yfir fleira fólk. Washington Post hefur eftir vitnum að gatan hafi verið full af andstæðingum hvítu þjóðernissinnanna.James FIelds er ákærður fyrir manndráp, líkamstjón og fleiri brot. Hann er grunaður um að hafa ekið niður fólk sem mótmælti öfgamönnunum.Vísir/AFPFields hefur verið ákærður fyrir manndráp og fleiri brot. Aríkislögreglan FBI segist nú rannsaka málið sem brot á borgararéttindum. Slíkar rannsóknir FBI beinast meðal annars að hatursglæpum. Stærsti viðburður hvítra þjóðernissinna í áratugi Hundruð hvítra þjóðernissinna, þar á meðal nýnasistar og meðlimir Ku Klux Klan, höfðu komið saman í Charlottesville til að taka þátt í stærsta viðburði þeirra í áratugi. Fjöldi þeirra gekk með kyndla í anda Ku Klux Klan til að mótmæla því að stytta af Robert E. Lee, herforingja Suðurríkjanna í Þrælastríðinu, yrði fjarlægð í Háskólanum í Virginíu á föstudagskvöld. Fjöldi fólks kom hins vegar einnig til Charlottesville til þess að mótmæla hvítu þjóðernissinnunum. Strax í gærmorgun slóst í brýnu á milli andstæðra fylkinga. Fólk slóst á götum úti, lausamunum var kastað og ertandi efnum var sprautað.Sumir öfgamannanna báru fánu nasista og Suðuríkjanna úr Þrælastríðinu.Vísir/AFPHvítir þjóðernissinnar og nasistar ekki velkomnir Terry McAuliffe, ríkisstjóri Virginíu, lýsti yfir neyðarástandi vegna óeirðanna í gær. Á fréttamannafundi í gærkvöldi senda hann þau skilaboð til „allra hvítra þjóðernissinna og nasista sem komu til Charlottesville í dag: Farið heim. Þið eru ekki velkomnir í þessu mikla ríki.“ „Þið komuð hingað til að særa fólk og þið særðuð fólk. Mín skilaboð eru skýr: við erum sterkari en þið,“ sagði McAuliffe jafnframt. „Hatur kom til bæjarins okkar í dag á hátt sem við óttuðumst en við höfðum aldrei raunverulega leyft okkur að ímynda okkur að myndi gera,“ sagði Maurice Jones, framkvæmdastjóri Charlottesville í gær.Hundruð hvítra þjóðernissinna og mótmælenda þeirra söfnuðust saman í Charlottesville. Fljótlega sauð upp úr á milli þeirra.Vísir/AFPTrump vildi ekki fordæma öfgamenninaÞrátt fyrir að átökin hafi brotist út snemma dags í gær heyrðist ekkert frá Donald Trump forseta fyrr en kl. 13 eftir hádegi. Þá tísti hann um að hann fordæmdi hatur og ofbeldi. Á blaðamannafundi síðar um daginn nefndi Trump hvíta þjóðernissinna aldrei á nafn og og fordæmdi aðeins hatur, fordóma og ofbeldi „úr mörgum áttum“. Forsetinn svaraði ekki þegar hann var spurður hvort hann kærði sig um stuðning hvítra þjóðernissinna. Margir þeirra eru sagðar hafa klæðst derhúfum með slagorði Trump „Gerum Bandaríkin frábær aftur“.Öfgamennirnir báru sumir hverjir rauðar derhúfur með þekktasta slagorði Donalds Trump Bandaríkjaforseta.Vísir/AFPKalli það illa sínu rétta nafniTrump hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að fordæma ekki hvíta þjóðernissinna og skoðanir þeirra, þar á meðal frá þingmönnum eigin flokks. Öfgamennirnir eru sagðir hafa fagnað því að forsetinn hafi ekki talað gegn þeim. Fjöldi þingmanna Repúblikanaflokksins fordæmi hvíta þjóðernissinna í yfirlýsingum í gær. Cory Gardner, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Koloradó, setti ofan í við Trump á Twitter. „Herra forseti, við verðum að kalla það illa sínu raunverulega nafni. Þetta voru hvítir þjóðernissinnar og þetta voru innlend hryðjuverk,“ tísti þingmaðurinn.Mr. President - we must call evil by its name. These were white supremacists and this was domestic terrorism. https://t.co/PaPNiPPAoW— Cory Gardner (@SenCoryGardner) August 12, 2017 Víða hefur verið rifjað upp að Donald Trump neitaði að fordæma David Duke, fyrrverandi leiðtoga Ku Klux Klan, einna alræmdustu samtaka kynþáttahatara í sögu Bandaríkjanna, sem hafði þá lýst stuðningi við hann í kosningabaráttunni. Þóttist Trump ekki vita hver Duke var þegar gengið var á hann með stuðning hreyfingar hvítra þjóðernisöfgamanna við framboð hans.Verulega sá á bílnum sem var ekið á miklum hraða í gegnum hóp friðsamra mótmælenda.Vísir/AFP
Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í Charlottesville vegna mótmæla hvítra þjóðernissinna Yfirvöld í Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkujunum hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna fjölmennra mótmæla. 12. ágúst 2017 17:34 Einn látinn eftir að bíl var ekið inn í hóp mótmælenda í Charlottesville Bíl var ekið inn í hóp mótmælenda á götum borgarinnar Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkjunum í dag með þeim afleiðingum að fjöldi fólks slasaðist og ein manneskja lést. 12. ágúst 2017 19:39 Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Slagorð gegn gyðingum voru á meðal þess sem hvítir þjóðernissinnar hrópuðu í fjölmennri mótmælagöngu í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 12. ágúst 2017 11:12 Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan ákallar Trump Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan, David Duke, ákallaði Donald Trump þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við atburðum dagsins í Charlottesville. 13. ágúst 2017 00:54 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Neyðarástandi lýst yfir í Charlottesville vegna mótmæla hvítra þjóðernissinna Yfirvöld í Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkujunum hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna fjölmennra mótmæla. 12. ágúst 2017 17:34
Einn látinn eftir að bíl var ekið inn í hóp mótmælenda í Charlottesville Bíl var ekið inn í hóp mótmælenda á götum borgarinnar Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkjunum í dag með þeim afleiðingum að fjöldi fólks slasaðist og ein manneskja lést. 12. ágúst 2017 19:39
Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Slagorð gegn gyðingum voru á meðal þess sem hvítir þjóðernissinnar hrópuðu í fjölmennri mótmælagöngu í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 12. ágúst 2017 11:12
Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan ákallar Trump Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan, David Duke, ákallaði Donald Trump þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við atburðum dagsins í Charlottesville. 13. ágúst 2017 00:54