Einn látinn eftir að bíl var ekið inn í hóp mótmælenda í Charlottesville Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. ágúst 2017 19:39 Minnst nítján eru slasaðir eftir átökin í Charlottesville í dag. Vísir/Getty Bíl var ekið inn í hóp mótmælenda á götum borgarinnar Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkjunum í dag með þeim afleiðingum að fjöldi fólks slasaðist. Mike Signer, borgarstjóri Charlottesville, staðfesti á Twitter síðu sinni að minnst ein manneskja hafi látist í átökunum í borginni í dag. Áður hafði neyðarástandi verið lýst yfir í borginni vegna mótmæla í borginni. I am heartbroken that a life has been lost here. I urge all people of good will--go home.— Mike Signer (@MikeSigner) August 12, 2017 Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu á götur borgarinnar í gær til að mótmæla því að styttu af hershöfðingja úr Þrælastríðinu verði fjarlægð og gengur þeir aftur fylktu liði í dag. Hópur fólks blés til gagnmótmæla í dag til að lýsa yfir stuðningi við að styttan verði fjarlægð, sem mörgum þykir vera merki um svartan blett á sögu Suðurríkjanna.Sjá einnig: Neyðarástandi lýst yfir í Charlottesville vegna mótmæla hvítra þjóðernissinna Fylkingunum tveimur laust fljótlega saman og köstuðu þær lausamunum og ertandi efnum hvor að annarri. Donald Trump bandaríkjaforseti fordæmdi ofbeldið í Charlottesville á Twitter síðu sinni í dag. „Við verðum ÖLL að standa saman og fordæma allt hatur. Það er ekki pláss fyrir ofbeldi af þessu tagi í Bandaríkjunum. Við skulum standa saman!“ skrifaði forsetinn meðal annars.We ALL must be united & condemn all that hate stands for. There is no place for this kind of violence in America. Lets come together as one!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 12, 2017 Am in Bedminster for meetings & press conference on V.A. & all that we have done, and are doing, to make it better-but Charlottesville sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 12, 2017 Af vettvangi í Charlottesville í dag.Vísir/GettyJeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna sagðist í yfirlýsingu vera í sambandi við dómsyfirvöld í Virginíu og taki undir orð forsetans um að fordæma ofbeldi, hatur og umburðarleysi. Borgarstjóri Charlottesville fordæmdi gönguna í gærkvöldi og kallaði þátttakendurnar kynþáttahatara. Margir töldu kyndlana sem göngumenn báru í gærkvöldi vísun í Ku Klux Klan, haturssamtökin alræmdu. Uppfært kl. 00:11: Fréttastofur CNN og AFP hafa nú staðfest að þrír létu lífið í Charlottesville í dag. Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í Charlottesville vegna mótmæla hvítra þjóðernissinna Yfirvöld í Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkujunum hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna fjölmennra mótmæla. 12. ágúst 2017 17:34 Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Slagorð gegn gyðingum voru á meðal þess sem hvítir þjóðernissinnar hrópuðu í fjölmennri mótmælagöngu í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 12. ágúst 2017 11:12 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Bíl var ekið inn í hóp mótmælenda á götum borgarinnar Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkjunum í dag með þeim afleiðingum að fjöldi fólks slasaðist. Mike Signer, borgarstjóri Charlottesville, staðfesti á Twitter síðu sinni að minnst ein manneskja hafi látist í átökunum í borginni í dag. Áður hafði neyðarástandi verið lýst yfir í borginni vegna mótmæla í borginni. I am heartbroken that a life has been lost here. I urge all people of good will--go home.— Mike Signer (@MikeSigner) August 12, 2017 Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu á götur borgarinnar í gær til að mótmæla því að styttu af hershöfðingja úr Þrælastríðinu verði fjarlægð og gengur þeir aftur fylktu liði í dag. Hópur fólks blés til gagnmótmæla í dag til að lýsa yfir stuðningi við að styttan verði fjarlægð, sem mörgum þykir vera merki um svartan blett á sögu Suðurríkjanna.Sjá einnig: Neyðarástandi lýst yfir í Charlottesville vegna mótmæla hvítra þjóðernissinna Fylkingunum tveimur laust fljótlega saman og köstuðu þær lausamunum og ertandi efnum hvor að annarri. Donald Trump bandaríkjaforseti fordæmdi ofbeldið í Charlottesville á Twitter síðu sinni í dag. „Við verðum ÖLL að standa saman og fordæma allt hatur. Það er ekki pláss fyrir ofbeldi af þessu tagi í Bandaríkjunum. Við skulum standa saman!“ skrifaði forsetinn meðal annars.We ALL must be united & condemn all that hate stands for. There is no place for this kind of violence in America. Lets come together as one!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 12, 2017 Am in Bedminster for meetings & press conference on V.A. & all that we have done, and are doing, to make it better-but Charlottesville sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 12, 2017 Af vettvangi í Charlottesville í dag.Vísir/GettyJeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna sagðist í yfirlýsingu vera í sambandi við dómsyfirvöld í Virginíu og taki undir orð forsetans um að fordæma ofbeldi, hatur og umburðarleysi. Borgarstjóri Charlottesville fordæmdi gönguna í gærkvöldi og kallaði þátttakendurnar kynþáttahatara. Margir töldu kyndlana sem göngumenn báru í gærkvöldi vísun í Ku Klux Klan, haturssamtökin alræmdu. Uppfært kl. 00:11: Fréttastofur CNN og AFP hafa nú staðfest að þrír létu lífið í Charlottesville í dag.
Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í Charlottesville vegna mótmæla hvítra þjóðernissinna Yfirvöld í Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkujunum hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna fjölmennra mótmæla. 12. ágúst 2017 17:34 Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Slagorð gegn gyðingum voru á meðal þess sem hvítir þjóðernissinnar hrópuðu í fjölmennri mótmælagöngu í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 12. ágúst 2017 11:12 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Neyðarástandi lýst yfir í Charlottesville vegna mótmæla hvítra þjóðernissinna Yfirvöld í Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkujunum hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna fjölmennra mótmæla. 12. ágúst 2017 17:34
Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Slagorð gegn gyðingum voru á meðal þess sem hvítir þjóðernissinnar hrópuðu í fjölmennri mótmælagöngu í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 12. ágúst 2017 11:12