Umhverfisstofnunin fer yfir „pólitíska“ loftslagsskýrslu Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2017 14:43 Scott Pruitt vill að vísindaleg skýrsla vísindamanna alríkisstofnana sem byggir á ritrýndum rannsóknum verði ritrýnd ítarlega áður en hann samþykkir hana. Vísir/AFP Starfsmenn bandarísku Umhverfisstofnunarinnar (EPA) munu fara yfir sannleiksgildi nýrrar loftslagsskýrslu sem vísindamenn þrettán alríkisstofnana hafa tekið saman, að sögn forstjóra stofnunarinnar. Scott Pruitt, forstjóri EPA, er kunnur afneitari loftslagsvísinda og sagði meðal annars eftir að hann tók við stöðunni að hann tryði því ekki að koltvísýringur væri aðalorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar, þvert á vísindalega þekkingu þess efnis. Í vikunni fjallaði New York Times um drög að stórri loftslagsskýrslu sem vísindamenn alríkisstofnana vinna á fjögurra ára fresti að beiðni Bandaríkjaþings. Fátt nýtt kom fram í skýrslunni en þar voru dregnar saman orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga í Bandaríkjunum og hvernig þær eru þegar byrjaðar að hafa áhrif á líf landsmanna. Þó að skýrslan hafi verið vistuð á netinu eftir að hún var gerð opinber tímabundið fyrr á árinu þegar hún var í umsagnarferli töldu vísindamenn sig leka henni til blaðsins af ótta við að ríkisstjórn Donalds Trump myndi sitja á henni. Sjá einnig:Loftslagsskýrslu lekið af ótta við að hún verði þögguð niður Ekkert hefur komið fram um að skýrslan verði þögguð niður en vísindamenn eru sagðir uggandi um það vegna andstöðu ríkisstjórnarinnar við loftslagsaðgerðir og höfnun á loftslagsvísindum. Trump ætlar meðal annars að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu.Vill ekki að vísindi hafi áhrif á stefnumótun stjórnvaldaNú segir Pruitt að starfsmenn EPA muni fara yfir hvort að skýrslan sé nákvæm, jafnvel þó að stofnunin hafi þegar átt aðkomu að gerð skýrslunnar. „Þessi skýrsla ætti hreinlega að fara í gegnum ritrýni, hlutlæga skoðun á aðferðafræði og mat,“ sagði Pruitt í útvarpsþætti í Texas á fimmtudag, að sögn Politico. „Það ætti ekki að blanda pólitík í vísindi. Vísindi er ekki eitthvað sem menn ættu bara að grípa í til að hafa áhrif á stefnumótun í Washington-borg,“ sagði hann ennfremur. Vísindamenn frá virtum stofnunum eins og geimvísindastofnuninni NASA og Haf- og loftslagsstofnuninni NOAA eru á meðal aðalhöfunda loftslagsskýrslunnar.Í skýrslu alríkisstofnanna er lýst hvernig loftslagsbreytingar eru þegar byrjaðar að hafa áhrif á Bandaríkin, til dæmis með skógareldum.Vísir/AFPÁratugir rannsókna sem hafa verið ritrýndar ítarlegaÞrátt fyrir orð Pruitt byggist skýrslan á niðurstöðum rannsókna vísindamanna sem hafa verið ritrýndar. Fjórtán manna nefnd hjá Bandarísku vísindaakademíunni hefur þegar farið yfir innihald skýrslunnar og lagt blessun sína yfir hana. Vísindamenn sem Politico ræddi við vegna ummæli Pruitt voru klumsa og sögðust ekki vita á hverju þeir mættu eiga von frá honum. „Þetta er miklu viðameira ferli en hefðbundin ritrýni en hún kemur venjulega ekki út sem kilja,“ segir Bob Kopp, aðalhöfundur skýrslunnar og loftslagsvísindamaður við Rutgers-háskóla. Eric Davidson, forseti Bandaríska jarðfræðisambandsins, segir að skýrslan hafi farið í gegnum stífa ritrýni og hún byggist á birtum vísindarannsóknum frá hálfrar aldar tímabili sem fóru hver og ein í gegnum ritrýni. „Spurning er hvort að það verði fólk sem eru sérfræðingar í vísindum sem fara yfir skýrsluna eða verður það fólk sem er með pólitískt markmið?“ segir Kathy Jacobs sem hafði umsjón með loftslagsmatsverkefninu sem skýrslan er hluti af í tíð Baracks Obama fyrrverandi forseta. Alríkisstofnanirnar þrettán sem leggja nafn sitt við skýrsluna hafa fram til 18. ágúst til þess að skrifa upp á hana. Loftslagsmál Tengdar fréttir Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01 Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57 Glóandi símalínur Umhverfisstofnunar eftir afneitun forstjórans Hundruð símtala og tölvupósta hafi borist bandarísku Umhverfisstofnuninni eftir að forstjóri hennar neitaði því að menn bæru mesta ábyrgð á hnattrænni hlýnun í viðtali. 12. mars 2017 15:09 Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56 Blóðugur niðurskurður í vændum hjá Umhverfisstofnuninni Loftslagsaðgerðir og hreinsunarstarf bandarísku Umhverfisstofnunarinnar í hættu í boðuðum niðurskurði Hvíta hússins. 2. mars 2017 14:30 Þrýst á vísindamann að breyta framburði fyrir þingnefnd Starfsmannastjóri bandaríska umhverfisráðuneytisins vildi að vísindamaður talaði gegn betri vitund um að stofnunin væri að láta vísindaráðgjafa fara þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í síðasta mánuði. 27. júní 2017 15:00 Trump drepur loftslagsaðgerðir Bandaríkjanna TIlskipun Trump um að vinda ofan af loftslagsaðgerðum Obama á að tryggja orkusjálfstæði Bandaríkjanna og endurvekja störf í kolaiðnaðinum. Sérfræðingar segja hvorugt þessa líklegt til að gerast. Þá geri tilskipunin ólíklegt að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. 28. mars 2017 20:11 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira
Starfsmenn bandarísku Umhverfisstofnunarinnar (EPA) munu fara yfir sannleiksgildi nýrrar loftslagsskýrslu sem vísindamenn þrettán alríkisstofnana hafa tekið saman, að sögn forstjóra stofnunarinnar. Scott Pruitt, forstjóri EPA, er kunnur afneitari loftslagsvísinda og sagði meðal annars eftir að hann tók við stöðunni að hann tryði því ekki að koltvísýringur væri aðalorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar, þvert á vísindalega þekkingu þess efnis. Í vikunni fjallaði New York Times um drög að stórri loftslagsskýrslu sem vísindamenn alríkisstofnana vinna á fjögurra ára fresti að beiðni Bandaríkjaþings. Fátt nýtt kom fram í skýrslunni en þar voru dregnar saman orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga í Bandaríkjunum og hvernig þær eru þegar byrjaðar að hafa áhrif á líf landsmanna. Þó að skýrslan hafi verið vistuð á netinu eftir að hún var gerð opinber tímabundið fyrr á árinu þegar hún var í umsagnarferli töldu vísindamenn sig leka henni til blaðsins af ótta við að ríkisstjórn Donalds Trump myndi sitja á henni. Sjá einnig:Loftslagsskýrslu lekið af ótta við að hún verði þögguð niður Ekkert hefur komið fram um að skýrslan verði þögguð niður en vísindamenn eru sagðir uggandi um það vegna andstöðu ríkisstjórnarinnar við loftslagsaðgerðir og höfnun á loftslagsvísindum. Trump ætlar meðal annars að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu.Vill ekki að vísindi hafi áhrif á stefnumótun stjórnvaldaNú segir Pruitt að starfsmenn EPA muni fara yfir hvort að skýrslan sé nákvæm, jafnvel þó að stofnunin hafi þegar átt aðkomu að gerð skýrslunnar. „Þessi skýrsla ætti hreinlega að fara í gegnum ritrýni, hlutlæga skoðun á aðferðafræði og mat,“ sagði Pruitt í útvarpsþætti í Texas á fimmtudag, að sögn Politico. „Það ætti ekki að blanda pólitík í vísindi. Vísindi er ekki eitthvað sem menn ættu bara að grípa í til að hafa áhrif á stefnumótun í Washington-borg,“ sagði hann ennfremur. Vísindamenn frá virtum stofnunum eins og geimvísindastofnuninni NASA og Haf- og loftslagsstofnuninni NOAA eru á meðal aðalhöfunda loftslagsskýrslunnar.Í skýrslu alríkisstofnanna er lýst hvernig loftslagsbreytingar eru þegar byrjaðar að hafa áhrif á Bandaríkin, til dæmis með skógareldum.Vísir/AFPÁratugir rannsókna sem hafa verið ritrýndar ítarlegaÞrátt fyrir orð Pruitt byggist skýrslan á niðurstöðum rannsókna vísindamanna sem hafa verið ritrýndar. Fjórtán manna nefnd hjá Bandarísku vísindaakademíunni hefur þegar farið yfir innihald skýrslunnar og lagt blessun sína yfir hana. Vísindamenn sem Politico ræddi við vegna ummæli Pruitt voru klumsa og sögðust ekki vita á hverju þeir mættu eiga von frá honum. „Þetta er miklu viðameira ferli en hefðbundin ritrýni en hún kemur venjulega ekki út sem kilja,“ segir Bob Kopp, aðalhöfundur skýrslunnar og loftslagsvísindamaður við Rutgers-háskóla. Eric Davidson, forseti Bandaríska jarðfræðisambandsins, segir að skýrslan hafi farið í gegnum stífa ritrýni og hún byggist á birtum vísindarannsóknum frá hálfrar aldar tímabili sem fóru hver og ein í gegnum ritrýni. „Spurning er hvort að það verði fólk sem eru sérfræðingar í vísindum sem fara yfir skýrsluna eða verður það fólk sem er með pólitískt markmið?“ segir Kathy Jacobs sem hafði umsjón með loftslagsmatsverkefninu sem skýrslan er hluti af í tíð Baracks Obama fyrrverandi forseta. Alríkisstofnanirnar þrettán sem leggja nafn sitt við skýrsluna hafa fram til 18. ágúst til þess að skrifa upp á hana.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01 Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57 Glóandi símalínur Umhverfisstofnunar eftir afneitun forstjórans Hundruð símtala og tölvupósta hafi borist bandarísku Umhverfisstofnuninni eftir að forstjóri hennar neitaði því að menn bæru mesta ábyrgð á hnattrænni hlýnun í viðtali. 12. mars 2017 15:09 Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56 Blóðugur niðurskurður í vændum hjá Umhverfisstofnuninni Loftslagsaðgerðir og hreinsunarstarf bandarísku Umhverfisstofnunarinnar í hættu í boðuðum niðurskurði Hvíta hússins. 2. mars 2017 14:30 Þrýst á vísindamann að breyta framburði fyrir þingnefnd Starfsmannastjóri bandaríska umhverfisráðuneytisins vildi að vísindamaður talaði gegn betri vitund um að stofnunin væri að láta vísindaráðgjafa fara þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í síðasta mánuði. 27. júní 2017 15:00 Trump drepur loftslagsaðgerðir Bandaríkjanna TIlskipun Trump um að vinda ofan af loftslagsaðgerðum Obama á að tryggja orkusjálfstæði Bandaríkjanna og endurvekja störf í kolaiðnaðinum. Sérfræðingar segja hvorugt þessa líklegt til að gerast. Þá geri tilskipunin ólíklegt að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. 28. mars 2017 20:11 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira
Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01
Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57
Glóandi símalínur Umhverfisstofnunar eftir afneitun forstjórans Hundruð símtala og tölvupósta hafi borist bandarísku Umhverfisstofnuninni eftir að forstjóri hennar neitaði því að menn bæru mesta ábyrgð á hnattrænni hlýnun í viðtali. 12. mars 2017 15:09
Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56
Blóðugur niðurskurður í vændum hjá Umhverfisstofnuninni Loftslagsaðgerðir og hreinsunarstarf bandarísku Umhverfisstofnunarinnar í hættu í boðuðum niðurskurði Hvíta hússins. 2. mars 2017 14:30
Þrýst á vísindamann að breyta framburði fyrir þingnefnd Starfsmannastjóri bandaríska umhverfisráðuneytisins vildi að vísindamaður talaði gegn betri vitund um að stofnunin væri að láta vísindaráðgjafa fara þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í síðasta mánuði. 27. júní 2017 15:00
Trump drepur loftslagsaðgerðir Bandaríkjanna TIlskipun Trump um að vinda ofan af loftslagsaðgerðum Obama á að tryggja orkusjálfstæði Bandaríkjanna og endurvekja störf í kolaiðnaðinum. Sérfræðingar segja hvorugt þessa líklegt til að gerast. Þá geri tilskipunin ólíklegt að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. 28. mars 2017 20:11