Trans fólk ætti ekki að þurfa greiningu Ólöf Skaftadóttir skrifar 12. ágúst 2017 09:15 Ugla og Fox fyrir utan Downingstræti 10. Aðsendmynd/FoxFisher Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, transaktivisti, segist vilja breyta því að transfólk þurfi að fá greiningu á kynama (e. gender dysphoria) til þess að geta breytt fæðingarvottorði sínu og lifa samkvæmt sinni kynvitund í að minnsta kosti tvö ár áður en hægt er að gangast undir kynleiðréttingu. „Sömuleiðis eru biðlistar til að fá heilbrigðisþjónustu sem tengist aðlögunarferli transfólks allt að tveggja ára bið. Það þurfa að verða miklar breytingar og transfólk ætti að geta breytt öllum skjölum og skilríkjum án þess að þurfa greiningu eða þurfa að bíða í tvö ár.”Fái að skrá kyn sitt sem X Sömuleiðis er mikilvægt að kynsegin fólk fá lagaleg réttindi og geti skráð kyn sitt sem 'x' á opinber skjöl og skilríki. Það þarf að tryggja þeim aðgang að heilbrigðiskerfinu og sjá til þess að allt fólk hafi aðgang burtséð frá kynvitund. Sömuleiðis þarf að tryggja heilbrigðisþjónustu fyrir transbörn og -unglinga og byggja þá þjónustu betur upp svo hún sé styðjandi og mun opnari og auðveldari til að koma í veg fyrir frekari vanlíðan transbarna og -unglinga. Samkvæmt nýrri rannsókn eru hátt í 50% transnemenda í Bretlandi sem hafa reynt eða íhugað sjálfsvíg vegna fordóma og eineltis," segir Ugla. Ugla býr í Bretlandi með maka sínum, Fox Fisher, sem einnig er aktivisti. Saman fengu hún og hán boð frá forsætisráðherra Bretlands, Theresu May, um að koma í móttöku tileinkaða hinsegin fólki þann 19. júlí síðastliðinn. Slík móttaka er haldin árlega og er aktivistum og forystufólki hinseginhreyfinga boðið.Framarlega í umræðunni „Maki minn hefur verið mjög sýnilegur í þjóðfélagsumræðunni um transmálefni í Bretlandi síðan 2011 og ég hef líka látið á mér bera eftir að ég flutti þangað," útskýrir Ugla. „Forsætisráðherra hélt ræðu þar sem hún talaði um stöðu hinsegin fólks og nefndi þar mismunun gagnvart transfólki væri stórt vandamál í Bretlandi. Hún nefndi að flokkurinn hennar væri að endurskoða núgildandi lög, The Gender Recognition Act (2004), sem er mikið fagnaðarefni og mikil þörf á.Málefni transfólks í höndum Íhaldsflokksins undir forystu May – bindur þú miklar vonir við að eitthvað verði gert? „Flokkurinn hefur ekki verið þekktur fyrir að vera hinsegin fólki mjög vænn og þau hafa einnig farið í samstarf með DUP flokknum á Írlandi sem elur á hinsegin hatri, útlendingaandúð og vinnur gagngert gegn réttindum kvenna. Slíkt samstarf getur aldrei leitt til góðs og segir ýmislegt um siðferðisvitund Íhaldsflokksins að vilja vera kennd við DUP í formlegu samstarfi. Ef vegamiklar breytingar eiga sér stað mun það koma mér á óvart,“ segir Ugla. „Ísland og Bretland eru að mörgu leyti samstíga og til að tryggja transfólk hérlendis þarf sömuleiðis að lyfta sjúkdómsgreiningu burt hérlendis, sjá til þess að heilbrigðiskerfið sé aðgengilegt fyrir kynsegin fólk og það séu skýrar verklagsreglur í kringum heilbrigðisþjónustu. Sömuleiðis þarf að sjá til þess að heilbrigðisþjónusta fyrir transungmenni sé skýr, fagleg og aðgengileg. Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira
Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, transaktivisti, segist vilja breyta því að transfólk þurfi að fá greiningu á kynama (e. gender dysphoria) til þess að geta breytt fæðingarvottorði sínu og lifa samkvæmt sinni kynvitund í að minnsta kosti tvö ár áður en hægt er að gangast undir kynleiðréttingu. „Sömuleiðis eru biðlistar til að fá heilbrigðisþjónustu sem tengist aðlögunarferli transfólks allt að tveggja ára bið. Það þurfa að verða miklar breytingar og transfólk ætti að geta breytt öllum skjölum og skilríkjum án þess að þurfa greiningu eða þurfa að bíða í tvö ár.”Fái að skrá kyn sitt sem X Sömuleiðis er mikilvægt að kynsegin fólk fá lagaleg réttindi og geti skráð kyn sitt sem 'x' á opinber skjöl og skilríki. Það þarf að tryggja þeim aðgang að heilbrigðiskerfinu og sjá til þess að allt fólk hafi aðgang burtséð frá kynvitund. Sömuleiðis þarf að tryggja heilbrigðisþjónustu fyrir transbörn og -unglinga og byggja þá þjónustu betur upp svo hún sé styðjandi og mun opnari og auðveldari til að koma í veg fyrir frekari vanlíðan transbarna og -unglinga. Samkvæmt nýrri rannsókn eru hátt í 50% transnemenda í Bretlandi sem hafa reynt eða íhugað sjálfsvíg vegna fordóma og eineltis," segir Ugla. Ugla býr í Bretlandi með maka sínum, Fox Fisher, sem einnig er aktivisti. Saman fengu hún og hán boð frá forsætisráðherra Bretlands, Theresu May, um að koma í móttöku tileinkaða hinsegin fólki þann 19. júlí síðastliðinn. Slík móttaka er haldin árlega og er aktivistum og forystufólki hinseginhreyfinga boðið.Framarlega í umræðunni „Maki minn hefur verið mjög sýnilegur í þjóðfélagsumræðunni um transmálefni í Bretlandi síðan 2011 og ég hef líka látið á mér bera eftir að ég flutti þangað," útskýrir Ugla. „Forsætisráðherra hélt ræðu þar sem hún talaði um stöðu hinsegin fólks og nefndi þar mismunun gagnvart transfólki væri stórt vandamál í Bretlandi. Hún nefndi að flokkurinn hennar væri að endurskoða núgildandi lög, The Gender Recognition Act (2004), sem er mikið fagnaðarefni og mikil þörf á.Málefni transfólks í höndum Íhaldsflokksins undir forystu May – bindur þú miklar vonir við að eitthvað verði gert? „Flokkurinn hefur ekki verið þekktur fyrir að vera hinsegin fólki mjög vænn og þau hafa einnig farið í samstarf með DUP flokknum á Írlandi sem elur á hinsegin hatri, útlendingaandúð og vinnur gagngert gegn réttindum kvenna. Slíkt samstarf getur aldrei leitt til góðs og segir ýmislegt um siðferðisvitund Íhaldsflokksins að vilja vera kennd við DUP í formlegu samstarfi. Ef vegamiklar breytingar eiga sér stað mun það koma mér á óvart,“ segir Ugla. „Ísland og Bretland eru að mörgu leyti samstíga og til að tryggja transfólk hérlendis þarf sömuleiðis að lyfta sjúkdómsgreiningu burt hérlendis, sjá til þess að heilbrigðiskerfið sé aðgengilegt fyrir kynsegin fólk og það séu skýrar verklagsreglur í kringum heilbrigðisþjónustu. Sömuleiðis þarf að sjá til þess að heilbrigðisþjónusta fyrir transungmenni sé skýr, fagleg og aðgengileg.
Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira