Framkvæmdastjóri HIV-samtakanna: Stærstu sigrarnir í höfn - en bara fyrir suma Ólöf Skaftadóttir skrifar 12. ágúst 2017 09:30 Einar Þór Jónsson framkvæmdastjóri HIV samtakanna „Stærstu sigrarnir eru í höfn fyrir homma og lesbíur. Við njótum lagalegs jafnréttis á við aðra og sýnileikinn er til staðar, unga fólkið kemur fyrr út og samfélagið allt og skólar til fyrirmyndar,“ segir Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV-samtakanna. „En við þurfum að standa vörð um réttindi jaðarhópa. Reynslan segir okkur að þau eru ekki sjálfsögð og Ísland hefur dregist aftur úr hvað varðar réttindi hinsegin fólks miðað við hin Evrópulöndin. Í dag standa spjótin sem dæmi á stöðu transfólks, sérstaklega unglinga og barna.“ Einar kom út úr skápnum fyrir 33 árum og segir ekki hægt að líkja saman lífi samkynhneigðra nú og á níunda áratugnum. „Fordómar voru miklir svo og þekkingarskortur. Það var mikið álag að koma út á þessum árum en jafnframt persónulegur léttir þrátt fyrir tíðarandann. Við nutum ekki mannréttinda á við aðra og ég segi stundum „hommar voru réttdræpir í gamla daga“. Það var hreinlega barist upp á líf og dauða fyrir tilveru samkynhneigða samfélagsins. Úthald, kjarkur, eldmóður og þrautseigja þeirra sem stóðu í stafni á þessum árum var svo öflug að þess verður lengi minnst. Ekki má gleymast að þakka og gleðjast yfir því sem hefur áunnist á ekki lengri tíma, í raun ótrúlegt kraftaverk.“ Einar segir Hinsegin daga mjög mikilvæga hátíð enn í dag. „Það er þetta með sýnileikann, stoltið, ástina og kærleikann og samkenndina. Ég græt oft af gleði og þakklæti á Gay Pride, það er svo ótrúlega stórt, fallegt og dýrmætt fyrir okkur eldri að sjá og finna velviljann og allt sem hefur áunnist í réttindabaráttunni.“ HIV ísland tekur þátt í göngunni í ár. „Við vonumst til að vera hópur sem gengur saman og vera sýnileg. Við höfum látið útbúa skilti með skilaboðum „HIV jákvæðir á lyfjum – smita ekki“ „Jákvæð og ósmitandi“, „Jákvæð og gordjöss“, „Bless fordómar – halló gordjöss“, „HIV jákvæðir á lyfjameðferð =ósmitandi“.“ Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Draumaferðin gæti verið nær en þú heldur Lífið samstarf Fleiri fréttir Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Sjá meira
„Stærstu sigrarnir eru í höfn fyrir homma og lesbíur. Við njótum lagalegs jafnréttis á við aðra og sýnileikinn er til staðar, unga fólkið kemur fyrr út og samfélagið allt og skólar til fyrirmyndar,“ segir Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV-samtakanna. „En við þurfum að standa vörð um réttindi jaðarhópa. Reynslan segir okkur að þau eru ekki sjálfsögð og Ísland hefur dregist aftur úr hvað varðar réttindi hinsegin fólks miðað við hin Evrópulöndin. Í dag standa spjótin sem dæmi á stöðu transfólks, sérstaklega unglinga og barna.“ Einar kom út úr skápnum fyrir 33 árum og segir ekki hægt að líkja saman lífi samkynhneigðra nú og á níunda áratugnum. „Fordómar voru miklir svo og þekkingarskortur. Það var mikið álag að koma út á þessum árum en jafnframt persónulegur léttir þrátt fyrir tíðarandann. Við nutum ekki mannréttinda á við aðra og ég segi stundum „hommar voru réttdræpir í gamla daga“. Það var hreinlega barist upp á líf og dauða fyrir tilveru samkynhneigða samfélagsins. Úthald, kjarkur, eldmóður og þrautseigja þeirra sem stóðu í stafni á þessum árum var svo öflug að þess verður lengi minnst. Ekki má gleymast að þakka og gleðjast yfir því sem hefur áunnist á ekki lengri tíma, í raun ótrúlegt kraftaverk.“ Einar segir Hinsegin daga mjög mikilvæga hátíð enn í dag. „Það er þetta með sýnileikann, stoltið, ástina og kærleikann og samkenndina. Ég græt oft af gleði og þakklæti á Gay Pride, það er svo ótrúlega stórt, fallegt og dýrmætt fyrir okkur eldri að sjá og finna velviljann og allt sem hefur áunnist í réttindabaráttunni.“ HIV ísland tekur þátt í göngunni í ár. „Við vonumst til að vera hópur sem gengur saman og vera sýnileg. Við höfum látið útbúa skilti með skilaboðum „HIV jákvæðir á lyfjum – smita ekki“ „Jákvæð og ósmitandi“, „Jákvæð og gordjöss“, „Bless fordómar – halló gordjöss“, „HIV jákvæðir á lyfjameðferð =ósmitandi“.“
Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Draumaferðin gæti verið nær en þú heldur Lífið samstarf Fleiri fréttir Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Sjá meira