RIF plata lítur loksins dagsins ljós Stefán Þór Hjartarson skrifar 11. ágúst 2017 09:45 Andri Ásgrímsson úr RIF náði loksins að klára og gefa út plötuna Yfir djúpin dagur skín. Vísir/Ernir „Þetta er plata sem ég hef verið að vinna að í frekar langan tíma, átakanlegt verkefni sem ég þurfti að klára. Það var aðallega peningaleysi sem olli því að þetta tók svona langan tíma – það kostar að fara í stúdíó, og svo bara lífið, lífið tekur meiri tíma heldur en að gera tónlist – tónlist er ekki söluvæn vara í dag og er alltaf á kantinum,“ segir Andri Ásgrímsson tónlistarmaður en hann ásamt Haraldi Þorsteinssyni sendi frá sér plötuna Yfir djúpin dagur skín. Þeir starfa sem hljómsveitin RIF en hafa þó ýmislegt brallað í tónlistinni gegnum tíðina – Andri hefur lengi spilað með Leaves og með Haraldi í hljómsveitinni Náttfara. „þetta er dálítið þjóðleg plata – ég er að syngja á íslensku. Það var eiginlega konseptið, ég hef aðallega verið í „instrumental“ tónlist; Náttfara og svo gerði ég sólóplötu 2009 sem hét Orrustan um Esjuna sem var bara „instrumental“. Svo þetta var smá „challenge“ fyrir mig, að fara út í þennan anga tónlistar og syngja á íslensku. Ég var að gera lög við texta eftir Stein Steinarr og út frá því fór ég að gera eigin texta. Þannig að þetta var svolítið spennandi á tímabili en síðan var þetta sett í skúffu. En núna er þetta loksins komið.“ RIF spilar í Lucky Records í dag klukkan fimm. Plötuna má kaupa á geisladisk og vínyl í Smekkleysu, Lucky Records og Kaffi Vínyl auk þess sem hlusta má á hana á Spotify og iTunes. Tónlist Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Þetta er plata sem ég hef verið að vinna að í frekar langan tíma, átakanlegt verkefni sem ég þurfti að klára. Það var aðallega peningaleysi sem olli því að þetta tók svona langan tíma – það kostar að fara í stúdíó, og svo bara lífið, lífið tekur meiri tíma heldur en að gera tónlist – tónlist er ekki söluvæn vara í dag og er alltaf á kantinum,“ segir Andri Ásgrímsson tónlistarmaður en hann ásamt Haraldi Þorsteinssyni sendi frá sér plötuna Yfir djúpin dagur skín. Þeir starfa sem hljómsveitin RIF en hafa þó ýmislegt brallað í tónlistinni gegnum tíðina – Andri hefur lengi spilað með Leaves og með Haraldi í hljómsveitinni Náttfara. „þetta er dálítið þjóðleg plata – ég er að syngja á íslensku. Það var eiginlega konseptið, ég hef aðallega verið í „instrumental“ tónlist; Náttfara og svo gerði ég sólóplötu 2009 sem hét Orrustan um Esjuna sem var bara „instrumental“. Svo þetta var smá „challenge“ fyrir mig, að fara út í þennan anga tónlistar og syngja á íslensku. Ég var að gera lög við texta eftir Stein Steinarr og út frá því fór ég að gera eigin texta. Þannig að þetta var svolítið spennandi á tímabili en síðan var þetta sett í skúffu. En núna er þetta loksins komið.“ RIF spilar í Lucky Records í dag klukkan fimm. Plötuna má kaupa á geisladisk og vínyl í Smekkleysu, Lucky Records og Kaffi Vínyl auk þess sem hlusta má á hana á Spotify og iTunes.
Tónlist Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira