ESB frystir fleiri eignir Norður-Kóreumanna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. ágúst 2017 06:00 Ekki er að sjá að íbúar Gvam óttist að ráðist verði á þá. Lífið í borginni Tamuning gekk sinn vanagang í gær. Nordicphotos/AFP Evrópusambandið tilkynnti í gær að eignir níu Norður-Kóreumanna og fjögurra norðurkóreskra fyrirtækja hefðu verið frystar til viðbótar við þær viðskiptaþvinganir sem eru nú þegar í gildi. Segir í tilkynningunni að það hafi verið gert til að fylgja eftir tilmælum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þýðir þetta að eignir 62 Norður-Kóreumanna og fimmtíu fyrirtækja og stofnana innan Evrópusambandsins hafa nú verið frystar í samræmi við tilmæli öryggisráðsins. Til viðbótar hefur Evrópusambandið upp á eigin spýtur fryst eignir 41 Norður-Kóreumanns og sjö fyrirtækja og stofnana. Þessi nýjasta bylgja í Norður-Kóreudeilunni, sem rekja má til eldflaugatilraunar ríkisins í lok júlímánaðar, hélt áfram að vinda upp á sig í gær þegar yfirvöld í Norður-Kóreu tilkynntu að áætlun um fyrirhugaða árás á bandarísku eyjuna Gvam myndi liggja fyrir á allra næstu dögum. KCNA, ríkissjónvarp Norður-Kóreu, greindi frá því í gær að fjórum Hwasong-12 eldflaugum yrði skotið frá Norður-Kóreu. Myndu eldflaugarnar svífa yfir Japan og loks springa í sjónum um þrjátíu kílómetra frá strönd Gvam.Yoshihide Suga, upplýsingafulltrúi japönsku ríkisstjórnarinnarBandaríkjamenn eru vitaskuld ekki hrifnir af þessum áformum en auk bandarískra herstöðva búa 163.000 manns á eyjunni. Í gær sagði James Mattis varnarmálaráðherra að kæmi til stríðs myndi Norður-Kórea eiga við ofurefli að etja. Ef af árásinni á Gvam yrði myndi það marka endalok stjórnartíðar einræðisherrans Kims Jong-un. Ef marka má fréttaflutning KCNA hafa yfirvöld í Norður-Kóreu þó ekki áhyggjur af slíkum yfirlýsingum. Í gær greindi KCNA frá því að ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þess efnis að Norður-Kóreumenn myndu þurfa að þola eld og brennistein geri þeir árás, væru „algjört rugl“. „Það er ekki hægt að eiga uppbyggilegar samræður við svona mann. Hann hundsar öll rök,“ segir í frétt KCNA. BBC greindi frá því í gær að íbúar eyjunnar hefðu þó ekki miklar áhyggjur af hótuninni. Sagði blaðamaðurinn Rupert Wingfield-Hayes að íbúar teldu hótunina ekki raunverulega og að þeir væru sannfærðir um að yfirvöld í Norður-Kóreu áttuðu sig á því að slík árás jafngilti sjálfsvígi ríkisstjórnarinnar. Þá tjáði Eddie Calvo, ríkisstjóri Gvam, sig um málið á nýjan leik í gær. Sagði hann við Reuters að greina mætti ótta í aðgerðum einræðisríkisins. „Þeir eru að sjónvarpa öllu sem þeir gera núna. Það þýðir að þeir vilja ekki að neinn misskilji þá og ég tel það vera til marks um að þeir séu hræddir,“ sagði Calvo. Það eru þó fleiri ósáttir við áform Kims en Bandaríkjamenn. Yoshihide Suga, upplýsingafulltrúi japönsku ríkisstjórnarinnar, sagði í gær algjörlega óboðlegt að skjóta eldflaugum í gegnum japanska lofthelgi. „Aðgerðir stjórnvalda í Pjongjang ögra öllu svæðinu, meðal annars Japan, sem og öryggi alþjóðasamfélagsins. Þetta verður ekki liðið.“ Þá sagði varnarmálaráðherrann Itsunori Onodera í gær að löglegt væri fyrir Japana að skjóta niður norðurkóreskar eldflaugar þar sem þær ógnuðu öryggi þjóðarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Evrópusambandið tilkynnti í gær að eignir níu Norður-Kóreumanna og fjögurra norðurkóreskra fyrirtækja hefðu verið frystar til viðbótar við þær viðskiptaþvinganir sem eru nú þegar í gildi. Segir í tilkynningunni að það hafi verið gert til að fylgja eftir tilmælum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þýðir þetta að eignir 62 Norður-Kóreumanna og fimmtíu fyrirtækja og stofnana innan Evrópusambandsins hafa nú verið frystar í samræmi við tilmæli öryggisráðsins. Til viðbótar hefur Evrópusambandið upp á eigin spýtur fryst eignir 41 Norður-Kóreumanns og sjö fyrirtækja og stofnana. Þessi nýjasta bylgja í Norður-Kóreudeilunni, sem rekja má til eldflaugatilraunar ríkisins í lok júlímánaðar, hélt áfram að vinda upp á sig í gær þegar yfirvöld í Norður-Kóreu tilkynntu að áætlun um fyrirhugaða árás á bandarísku eyjuna Gvam myndi liggja fyrir á allra næstu dögum. KCNA, ríkissjónvarp Norður-Kóreu, greindi frá því í gær að fjórum Hwasong-12 eldflaugum yrði skotið frá Norður-Kóreu. Myndu eldflaugarnar svífa yfir Japan og loks springa í sjónum um þrjátíu kílómetra frá strönd Gvam.Yoshihide Suga, upplýsingafulltrúi japönsku ríkisstjórnarinnarBandaríkjamenn eru vitaskuld ekki hrifnir af þessum áformum en auk bandarískra herstöðva búa 163.000 manns á eyjunni. Í gær sagði James Mattis varnarmálaráðherra að kæmi til stríðs myndi Norður-Kórea eiga við ofurefli að etja. Ef af árásinni á Gvam yrði myndi það marka endalok stjórnartíðar einræðisherrans Kims Jong-un. Ef marka má fréttaflutning KCNA hafa yfirvöld í Norður-Kóreu þó ekki áhyggjur af slíkum yfirlýsingum. Í gær greindi KCNA frá því að ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þess efnis að Norður-Kóreumenn myndu þurfa að þola eld og brennistein geri þeir árás, væru „algjört rugl“. „Það er ekki hægt að eiga uppbyggilegar samræður við svona mann. Hann hundsar öll rök,“ segir í frétt KCNA. BBC greindi frá því í gær að íbúar eyjunnar hefðu þó ekki miklar áhyggjur af hótuninni. Sagði blaðamaðurinn Rupert Wingfield-Hayes að íbúar teldu hótunina ekki raunverulega og að þeir væru sannfærðir um að yfirvöld í Norður-Kóreu áttuðu sig á því að slík árás jafngilti sjálfsvígi ríkisstjórnarinnar. Þá tjáði Eddie Calvo, ríkisstjóri Gvam, sig um málið á nýjan leik í gær. Sagði hann við Reuters að greina mætti ótta í aðgerðum einræðisríkisins. „Þeir eru að sjónvarpa öllu sem þeir gera núna. Það þýðir að þeir vilja ekki að neinn misskilji þá og ég tel það vera til marks um að þeir séu hræddir,“ sagði Calvo. Það eru þó fleiri ósáttir við áform Kims en Bandaríkjamenn. Yoshihide Suga, upplýsingafulltrúi japönsku ríkisstjórnarinnar, sagði í gær algjörlega óboðlegt að skjóta eldflaugum í gegnum japanska lofthelgi. „Aðgerðir stjórnvalda í Pjongjang ögra öllu svæðinu, meðal annars Japan, sem og öryggi alþjóðasamfélagsins. Þetta verður ekki liðið.“ Þá sagði varnarmálaráðherrann Itsunori Onodera í gær að löglegt væri fyrir Japana að skjóta niður norðurkóreskar eldflaugar þar sem þær ógnuðu öryggi þjóðarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira