ESB frystir fleiri eignir Norður-Kóreumanna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. ágúst 2017 06:00 Ekki er að sjá að íbúar Gvam óttist að ráðist verði á þá. Lífið í borginni Tamuning gekk sinn vanagang í gær. Nordicphotos/AFP Evrópusambandið tilkynnti í gær að eignir níu Norður-Kóreumanna og fjögurra norðurkóreskra fyrirtækja hefðu verið frystar til viðbótar við þær viðskiptaþvinganir sem eru nú þegar í gildi. Segir í tilkynningunni að það hafi verið gert til að fylgja eftir tilmælum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þýðir þetta að eignir 62 Norður-Kóreumanna og fimmtíu fyrirtækja og stofnana innan Evrópusambandsins hafa nú verið frystar í samræmi við tilmæli öryggisráðsins. Til viðbótar hefur Evrópusambandið upp á eigin spýtur fryst eignir 41 Norður-Kóreumanns og sjö fyrirtækja og stofnana. Þessi nýjasta bylgja í Norður-Kóreudeilunni, sem rekja má til eldflaugatilraunar ríkisins í lok júlímánaðar, hélt áfram að vinda upp á sig í gær þegar yfirvöld í Norður-Kóreu tilkynntu að áætlun um fyrirhugaða árás á bandarísku eyjuna Gvam myndi liggja fyrir á allra næstu dögum. KCNA, ríkissjónvarp Norður-Kóreu, greindi frá því í gær að fjórum Hwasong-12 eldflaugum yrði skotið frá Norður-Kóreu. Myndu eldflaugarnar svífa yfir Japan og loks springa í sjónum um þrjátíu kílómetra frá strönd Gvam.Yoshihide Suga, upplýsingafulltrúi japönsku ríkisstjórnarinnarBandaríkjamenn eru vitaskuld ekki hrifnir af þessum áformum en auk bandarískra herstöðva búa 163.000 manns á eyjunni. Í gær sagði James Mattis varnarmálaráðherra að kæmi til stríðs myndi Norður-Kórea eiga við ofurefli að etja. Ef af árásinni á Gvam yrði myndi það marka endalok stjórnartíðar einræðisherrans Kims Jong-un. Ef marka má fréttaflutning KCNA hafa yfirvöld í Norður-Kóreu þó ekki áhyggjur af slíkum yfirlýsingum. Í gær greindi KCNA frá því að ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þess efnis að Norður-Kóreumenn myndu þurfa að þola eld og brennistein geri þeir árás, væru „algjört rugl“. „Það er ekki hægt að eiga uppbyggilegar samræður við svona mann. Hann hundsar öll rök,“ segir í frétt KCNA. BBC greindi frá því í gær að íbúar eyjunnar hefðu þó ekki miklar áhyggjur af hótuninni. Sagði blaðamaðurinn Rupert Wingfield-Hayes að íbúar teldu hótunina ekki raunverulega og að þeir væru sannfærðir um að yfirvöld í Norður-Kóreu áttuðu sig á því að slík árás jafngilti sjálfsvígi ríkisstjórnarinnar. Þá tjáði Eddie Calvo, ríkisstjóri Gvam, sig um málið á nýjan leik í gær. Sagði hann við Reuters að greina mætti ótta í aðgerðum einræðisríkisins. „Þeir eru að sjónvarpa öllu sem þeir gera núna. Það þýðir að þeir vilja ekki að neinn misskilji þá og ég tel það vera til marks um að þeir séu hræddir,“ sagði Calvo. Það eru þó fleiri ósáttir við áform Kims en Bandaríkjamenn. Yoshihide Suga, upplýsingafulltrúi japönsku ríkisstjórnarinnar, sagði í gær algjörlega óboðlegt að skjóta eldflaugum í gegnum japanska lofthelgi. „Aðgerðir stjórnvalda í Pjongjang ögra öllu svæðinu, meðal annars Japan, sem og öryggi alþjóðasamfélagsins. Þetta verður ekki liðið.“ Þá sagði varnarmálaráðherrann Itsunori Onodera í gær að löglegt væri fyrir Japana að skjóta niður norðurkóreskar eldflaugar þar sem þær ógnuðu öryggi þjóðarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Evrópusambandið tilkynnti í gær að eignir níu Norður-Kóreumanna og fjögurra norðurkóreskra fyrirtækja hefðu verið frystar til viðbótar við þær viðskiptaþvinganir sem eru nú þegar í gildi. Segir í tilkynningunni að það hafi verið gert til að fylgja eftir tilmælum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þýðir þetta að eignir 62 Norður-Kóreumanna og fimmtíu fyrirtækja og stofnana innan Evrópusambandsins hafa nú verið frystar í samræmi við tilmæli öryggisráðsins. Til viðbótar hefur Evrópusambandið upp á eigin spýtur fryst eignir 41 Norður-Kóreumanns og sjö fyrirtækja og stofnana. Þessi nýjasta bylgja í Norður-Kóreudeilunni, sem rekja má til eldflaugatilraunar ríkisins í lok júlímánaðar, hélt áfram að vinda upp á sig í gær þegar yfirvöld í Norður-Kóreu tilkynntu að áætlun um fyrirhugaða árás á bandarísku eyjuna Gvam myndi liggja fyrir á allra næstu dögum. KCNA, ríkissjónvarp Norður-Kóreu, greindi frá því í gær að fjórum Hwasong-12 eldflaugum yrði skotið frá Norður-Kóreu. Myndu eldflaugarnar svífa yfir Japan og loks springa í sjónum um þrjátíu kílómetra frá strönd Gvam.Yoshihide Suga, upplýsingafulltrúi japönsku ríkisstjórnarinnarBandaríkjamenn eru vitaskuld ekki hrifnir af þessum áformum en auk bandarískra herstöðva búa 163.000 manns á eyjunni. Í gær sagði James Mattis varnarmálaráðherra að kæmi til stríðs myndi Norður-Kórea eiga við ofurefli að etja. Ef af árásinni á Gvam yrði myndi það marka endalok stjórnartíðar einræðisherrans Kims Jong-un. Ef marka má fréttaflutning KCNA hafa yfirvöld í Norður-Kóreu þó ekki áhyggjur af slíkum yfirlýsingum. Í gær greindi KCNA frá því að ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þess efnis að Norður-Kóreumenn myndu þurfa að þola eld og brennistein geri þeir árás, væru „algjört rugl“. „Það er ekki hægt að eiga uppbyggilegar samræður við svona mann. Hann hundsar öll rök,“ segir í frétt KCNA. BBC greindi frá því í gær að íbúar eyjunnar hefðu þó ekki miklar áhyggjur af hótuninni. Sagði blaðamaðurinn Rupert Wingfield-Hayes að íbúar teldu hótunina ekki raunverulega og að þeir væru sannfærðir um að yfirvöld í Norður-Kóreu áttuðu sig á því að slík árás jafngilti sjálfsvígi ríkisstjórnarinnar. Þá tjáði Eddie Calvo, ríkisstjóri Gvam, sig um málið á nýjan leik í gær. Sagði hann við Reuters að greina mætti ótta í aðgerðum einræðisríkisins. „Þeir eru að sjónvarpa öllu sem þeir gera núna. Það þýðir að þeir vilja ekki að neinn misskilji þá og ég tel það vera til marks um að þeir séu hræddir,“ sagði Calvo. Það eru þó fleiri ósáttir við áform Kims en Bandaríkjamenn. Yoshihide Suga, upplýsingafulltrúi japönsku ríkisstjórnarinnar, sagði í gær algjörlega óboðlegt að skjóta eldflaugum í gegnum japanska lofthelgi. „Aðgerðir stjórnvalda í Pjongjang ögra öllu svæðinu, meðal annars Japan, sem og öryggi alþjóðasamfélagsins. Þetta verður ekki liðið.“ Þá sagði varnarmálaráðherrann Itsunori Onodera í gær að löglegt væri fyrir Japana að skjóta niður norðurkóreskar eldflaugar þar sem þær ógnuðu öryggi þjóðarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira