Starfshópur um lélega mætingu í efstu deild Benedikt Bóas skrifar 10. ágúst 2017 06:00 Fulltrúar KSÍ, Íslensks toppfótbolta, 365 og Ölgerðarinnar eiga að komast að því hvað þurfi að taka til bragðs til að fá fólk á völlinn. vísir/eyþór Knattspyrnusamband Íslands hefur sett af stað starfshóp sem á að skoða hvernig eigi að fjölga áhorfendum á leikjum í Pepsi-deild karla. Þrátt fyrir að Pepsi-deild karla hafi sjaldan verið jafn spennandi og skemmtileg hefur mætingin á vellina tólf verið undir væntingum. Rúnar V. Arnarson mun stýra verkefninu og hefur hann þegar kallað starfshópinn á einn fund. „Það er mál manna hjá úrvalsdeildarfélögunum að betur mætti fara og félögin hefðu viljað sjá fleira fólk í stúkunni. Við erum búin að sitja einn fund og setja eitthvað af stað. Við fórum yfir stöðuna, hvað er til ráða og hvað er hægt að gera,“ segir Rúnar. Hann býst við að þráðurinn verði tekinn aftur upp núna þegar verslunarmannahelgin er liðin. Þeir sem komu að fundinum voru Íslenskur toppfótbolti, hagsmunasamtök félaga í efstu deild, Ölgerðin og 365, rétthafi deildarinnar. „Það voru allir jákvæðir og allir af vilja gerðir að bæta í,“ bætir hann við. Íslenskur toppfótbolti ákvað fyrir tímabilið að lágmarksverð á leiki í Pepsi-deild karla verði 2.000 krónur og hækkaði miðaverð um 500 krónur. Frítt er inn fyrir 16 ára og yngri. Var hækkunin töluvert gagnrýnd. Rúnar segir að það séu fleiri breytur í dæminu en það að miðaverð hafi hækkað. „Þeir sem ákváðu það, Íslenskur toppfótbolti, verða að svara fyrir það, ég ætla ekki að blanda mér í það. KSÍ vill hjálpa félögunum og deildinni að verða betri og auka aðsóknina og gera hana söluvænni fyrir alla.“ Þrátt fyrir mikla spennu á toppi sem botni, mikið af mörkum og mikla skemmtun hefur aðsókn verið dræm. Aðsóknartölur voru ekki gefnar upp fyrir stórleik FH og Vals en nýja stúkan var heldur tómleg að sjá. Innan við 500 mættu í Víkina að sjá slag Víkinga og ÍBV og 671 kom á viðureign ÍA og KR. Í 13. umferð var aðeins einn leikur með yfir þúsund áhorfendur. „Ég held að fólk geti ekki kvartað að fá ekki skemmtilega leiki. Við vonum að þegar fólk fer að skila sér úr fríum og öðru að aðsóknin aukist. Það er ekkert sjálfgefið í þessu og menn verða að vinna í þessu áfram,“ segir Rúnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands hefur sett af stað starfshóp sem á að skoða hvernig eigi að fjölga áhorfendum á leikjum í Pepsi-deild karla. Þrátt fyrir að Pepsi-deild karla hafi sjaldan verið jafn spennandi og skemmtileg hefur mætingin á vellina tólf verið undir væntingum. Rúnar V. Arnarson mun stýra verkefninu og hefur hann þegar kallað starfshópinn á einn fund. „Það er mál manna hjá úrvalsdeildarfélögunum að betur mætti fara og félögin hefðu viljað sjá fleira fólk í stúkunni. Við erum búin að sitja einn fund og setja eitthvað af stað. Við fórum yfir stöðuna, hvað er til ráða og hvað er hægt að gera,“ segir Rúnar. Hann býst við að þráðurinn verði tekinn aftur upp núna þegar verslunarmannahelgin er liðin. Þeir sem komu að fundinum voru Íslenskur toppfótbolti, hagsmunasamtök félaga í efstu deild, Ölgerðin og 365, rétthafi deildarinnar. „Það voru allir jákvæðir og allir af vilja gerðir að bæta í,“ bætir hann við. Íslenskur toppfótbolti ákvað fyrir tímabilið að lágmarksverð á leiki í Pepsi-deild karla verði 2.000 krónur og hækkaði miðaverð um 500 krónur. Frítt er inn fyrir 16 ára og yngri. Var hækkunin töluvert gagnrýnd. Rúnar segir að það séu fleiri breytur í dæminu en það að miðaverð hafi hækkað. „Þeir sem ákváðu það, Íslenskur toppfótbolti, verða að svara fyrir það, ég ætla ekki að blanda mér í það. KSÍ vill hjálpa félögunum og deildinni að verða betri og auka aðsóknina og gera hana söluvænni fyrir alla.“ Þrátt fyrir mikla spennu á toppi sem botni, mikið af mörkum og mikla skemmtun hefur aðsókn verið dræm. Aðsóknartölur voru ekki gefnar upp fyrir stórleik FH og Vals en nýja stúkan var heldur tómleg að sjá. Innan við 500 mættu í Víkina að sjá slag Víkinga og ÍBV og 671 kom á viðureign ÍA og KR. Í 13. umferð var aðeins einn leikur með yfir þúsund áhorfendur. „Ég held að fólk geti ekki kvartað að fá ekki skemmtilega leiki. Við vonum að þegar fólk fer að skila sér úr fríum og öðru að aðsóknin aukist. Það er ekkert sjálfgefið í þessu og menn verða að vinna í þessu áfram,“ segir Rúnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Sjá meira