Stefnum að því að tryggja okkur 2. sætið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. ágúst 2017 07:00 Freyr Alexandersson og Ásmundur Haraldsson, aðstoðarmaður hans, á blaðamannafundinum í gær. vísir/vilhelm Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, valdi einn nýliða í íslenska landsliðshópinn sem mætir Færeyjum í undankeppni HM 14. september næstkomandi. Það er Anna Rakel Pétursdóttir sem hefur spilað vel með Þór/KA í sumar. Henni er ætlað að veita Hallberu Guðnýju Gísladóttur samkeppni um stöðu vinstri kantbakvarðar. Fjórir leikmenn detta út úr hópnum frá EM; Sonný Lára Þráinsdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir og Harpa Þorsteinsdóttir sem hefur ekki spilað mikið með Stjörnunni eftir EM. Leikurinn gegn Færeyjum er fyrsti leikur Íslands í undankeppni HM. Auk Íslands og Færeyja eru Þýskaland, Tékkland og Slóvenía í riðli 5. Fyrirfram má búast við því að Þjóðverjar vinni riðilinn og fari beint á HM. Þau fjögur lið sem eru með bestan árangur í 2. sæti riðlanna sjö fara svo í umspil um tvö laus sæti á HM. „Þetta er erfitt en það hentar íslensku hugarfari ágætlega að takast á við erfiðleika. Við stefnum að því að tryggja okkur þetta 2. sæti og komast í umspil þar sem allt getur gerst. Á sama tíma ætlum við að stríða Þjóðverjunum aðeins og láta þá hafa fyrir hlutunum,“ sagði Freyr í samtali við íþróttadeild eftir blaðamannafundinn í gær. Á dögunum ýjaði Freyr að því að hann gæti hætt þjálfun íslenska landsliðsins í haust. En miðað við orð hans í gær ætlar hann að halda áfram. „Minn hugur er að klára undankeppnina. Ég vil sjá til þess að allir séu að fara í sömu átt, vinni að sömu markmiðum og hugsi stórt. Ég finn ekki annað en að svo sé og ef það heldur áfram mun ég klára þessa undankeppni með landsliðinu,“ sagði Freyr. En hvaða lærdóm dró hann af frammistöðu Íslands á EM? „Tæknileg þróun er búin að vera gríðarlega mikil á síðustu árum og við þurfum að spyrna við þar, alveg frá yngstu flokkum og upp í A-landsliðið. Við þurfum að halda í við þá þróun. Líkamlegt atgervi er fínt en við þurfum að bæta kraft leikmanna,“ sagði Freyr.Landsliðshópinn allan má sjá með því að smella hér. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Stór lið hafa sýnt íslenskum leikmönnum áhuga Freyr Alexandersson segir að það sé áhugi á íslenskum landsliðskonum í knattspyrnu meðal stórliða í Evrópu. 29. ágúst 2017 13:58 Svona var blaðamannafundur Freys Freyr Alexandersson tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir fyrsta leik Íslands í undankeppni HM 2019. 29. ágúst 2017 11:57 Einn nýliði í landsliðinu Fjórir EM-farar eru ekki í íslenska landsliðinu sem var valið í dag. 29. ágúst 2017 13:45 Fanndís ekki búin að skrifa undir Fanndís Friðriksdóttir er ekki búin að semja við Marseille í Frakklandi, eins og greint var frá um síðustu helgi. Þetta staðfesti Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, á blaðamannafundi í Laugardalnum í dag. 29. ágúst 2017 13:56 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, valdi einn nýliða í íslenska landsliðshópinn sem mætir Færeyjum í undankeppni HM 14. september næstkomandi. Það er Anna Rakel Pétursdóttir sem hefur spilað vel með Þór/KA í sumar. Henni er ætlað að veita Hallberu Guðnýju Gísladóttur samkeppni um stöðu vinstri kantbakvarðar. Fjórir leikmenn detta út úr hópnum frá EM; Sonný Lára Þráinsdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir og Harpa Þorsteinsdóttir sem hefur ekki spilað mikið með Stjörnunni eftir EM. Leikurinn gegn Færeyjum er fyrsti leikur Íslands í undankeppni HM. Auk Íslands og Færeyja eru Þýskaland, Tékkland og Slóvenía í riðli 5. Fyrirfram má búast við því að Þjóðverjar vinni riðilinn og fari beint á HM. Þau fjögur lið sem eru með bestan árangur í 2. sæti riðlanna sjö fara svo í umspil um tvö laus sæti á HM. „Þetta er erfitt en það hentar íslensku hugarfari ágætlega að takast á við erfiðleika. Við stefnum að því að tryggja okkur þetta 2. sæti og komast í umspil þar sem allt getur gerst. Á sama tíma ætlum við að stríða Þjóðverjunum aðeins og láta þá hafa fyrir hlutunum,“ sagði Freyr í samtali við íþróttadeild eftir blaðamannafundinn í gær. Á dögunum ýjaði Freyr að því að hann gæti hætt þjálfun íslenska landsliðsins í haust. En miðað við orð hans í gær ætlar hann að halda áfram. „Minn hugur er að klára undankeppnina. Ég vil sjá til þess að allir séu að fara í sömu átt, vinni að sömu markmiðum og hugsi stórt. Ég finn ekki annað en að svo sé og ef það heldur áfram mun ég klára þessa undankeppni með landsliðinu,“ sagði Freyr. En hvaða lærdóm dró hann af frammistöðu Íslands á EM? „Tæknileg þróun er búin að vera gríðarlega mikil á síðustu árum og við þurfum að spyrna við þar, alveg frá yngstu flokkum og upp í A-landsliðið. Við þurfum að halda í við þá þróun. Líkamlegt atgervi er fínt en við þurfum að bæta kraft leikmanna,“ sagði Freyr.Landsliðshópinn allan má sjá með því að smella hér.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Stór lið hafa sýnt íslenskum leikmönnum áhuga Freyr Alexandersson segir að það sé áhugi á íslenskum landsliðskonum í knattspyrnu meðal stórliða í Evrópu. 29. ágúst 2017 13:58 Svona var blaðamannafundur Freys Freyr Alexandersson tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir fyrsta leik Íslands í undankeppni HM 2019. 29. ágúst 2017 11:57 Einn nýliði í landsliðinu Fjórir EM-farar eru ekki í íslenska landsliðinu sem var valið í dag. 29. ágúst 2017 13:45 Fanndís ekki búin að skrifa undir Fanndís Friðriksdóttir er ekki búin að semja við Marseille í Frakklandi, eins og greint var frá um síðustu helgi. Þetta staðfesti Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, á blaðamannafundi í Laugardalnum í dag. 29. ágúst 2017 13:56 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Freyr: Stór lið hafa sýnt íslenskum leikmönnum áhuga Freyr Alexandersson segir að það sé áhugi á íslenskum landsliðskonum í knattspyrnu meðal stórliða í Evrópu. 29. ágúst 2017 13:58
Svona var blaðamannafundur Freys Freyr Alexandersson tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir fyrsta leik Íslands í undankeppni HM 2019. 29. ágúst 2017 11:57
Einn nýliði í landsliðinu Fjórir EM-farar eru ekki í íslenska landsliðinu sem var valið í dag. 29. ágúst 2017 13:45
Fanndís ekki búin að skrifa undir Fanndís Friðriksdóttir er ekki búin að semja við Marseille í Frakklandi, eins og greint var frá um síðustu helgi. Þetta staðfesti Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, á blaðamannafundi í Laugardalnum í dag. 29. ágúst 2017 13:56