Hagnaður af sölu BMW hærri en hjá Benz og Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 29. ágúst 2017 09:51 BMW 7-línan. Hagnaður BMW af sölu á fyrri helmingi ársins er hærri en bæði hjá Volkswagen og Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz. Það fer því ekkert endilega saman sölumagn og hagnaður. Hagnaður BMW nam 698 milljörðum króna á þessum fyrri helmingiu ársins og var hagnaður af sölu 11,3%. Engum öðrum bílaframleiðanda hefur tekist að ná fram samskonar hlutfalli hagnaðar af sölu á þessu tímabili. Það gæti ef til vill komið mörgum á óvart að sá bílaframleiðandi sem næst kemst BMW hvað hagnað af sölu varðar er Suzuki, en þar á bæ náðist 10,3% hagnaður. Þar á eftir kemur svo Daimler með 9,7% hagnað af sölu. GM og Volkswagen koma svo í fjórða og fimmta sæti hvað hagnað af sölu varðar. Gott gengi BMW og mikill hagnaður verður helst rekinn til góðrar sölu í Kína og á það einnig við ágætan hagnað Daimler. Sem dæmi þá selur BMW 26,9% af BMW 7 línu bíl sínum í Kína. Allt stefnir í methagnað hjá BMW á þessu ári. Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent
Hagnaður BMW af sölu á fyrri helmingi ársins er hærri en bæði hjá Volkswagen og Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz. Það fer því ekkert endilega saman sölumagn og hagnaður. Hagnaður BMW nam 698 milljörðum króna á þessum fyrri helmingiu ársins og var hagnaður af sölu 11,3%. Engum öðrum bílaframleiðanda hefur tekist að ná fram samskonar hlutfalli hagnaðar af sölu á þessu tímabili. Það gæti ef til vill komið mörgum á óvart að sá bílaframleiðandi sem næst kemst BMW hvað hagnað af sölu varðar er Suzuki, en þar á bæ náðist 10,3% hagnaður. Þar á eftir kemur svo Daimler með 9,7% hagnað af sölu. GM og Volkswagen koma svo í fjórða og fimmta sæti hvað hagnað af sölu varðar. Gott gengi BMW og mikill hagnaður verður helst rekinn til góðrar sölu í Kína og á það einnig við ágætan hagnað Daimler. Sem dæmi þá selur BMW 26,9% af BMW 7 línu bíl sínum í Kína. Allt stefnir í methagnað hjá BMW á þessu ári.
Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent