Toyota kynnir nýja sportbílalínu Finnur Thorlacius skrifar 28. ágúst 2017 10:11 Toyota S-FR tilraunabíllinn gæti orðið fyrirmynd nýs MR2 bíls. Heyrst hefur úr herbúðum Toyota að fyrirtækið muni kynna nýja línu sportbíla í næsta mánuði. Þar fer fremst ný gerð Toyota Supra, bíls sem þróaður var í samstarfi við BMW. Hann á víst að vera með V6 forþjöppuvél sem er norðanmegin við 400 hestöflin og ætti því að vera ári sprækur. Leitt hefur einnig verið að því getum að Toyota ætli að kynna arftaka MR2 sportbílsins og gæti hann erft útlitið frá S-FR tilraunabílnum sem hér sést á mynd. Þá eru bæði Yaris GRMN og GT86 bílarnir í sportbílalínu Toyota og sést hefur til 5 dyra útgáfu Yaris GRMN bílsins í prufunum. Líklegt er að Toyota muni kynna hann í næsta mánuði, en Toyota hafði áður kynnt 3 dyra útgáfu hans í fyrra. Yaris GRMN er með 1,8 lítra vél sem skilar 205 hestöflum. Toyota ætlar þessari sportbílalínu sinni stærsta hlutverkið á heimamarkaði í Japan, en þó er alls ekki loku fyrir það skotið að allir þessir sportbílar verði boðnir á öðrum mörkuðum og víst er að GT86, Yaris GRMN og nýja Supran standi Evrópubúum til boða. Toyota horfir einnig nokkuð til Kína með sölu sportbíla sinna. Toyota hefur á undanförnum árum ekki lagt höfuðáherslu á sportbíla í framleiðslu sinni, en nú virðist sem ný stefna hafi verið tekin og að sportbílar muni leika mun stærra hlutverk í framleiðslu fyrirtæksins. Fagna því margir að vonum. Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent
Heyrst hefur úr herbúðum Toyota að fyrirtækið muni kynna nýja línu sportbíla í næsta mánuði. Þar fer fremst ný gerð Toyota Supra, bíls sem þróaður var í samstarfi við BMW. Hann á víst að vera með V6 forþjöppuvél sem er norðanmegin við 400 hestöflin og ætti því að vera ári sprækur. Leitt hefur einnig verið að því getum að Toyota ætli að kynna arftaka MR2 sportbílsins og gæti hann erft útlitið frá S-FR tilraunabílnum sem hér sést á mynd. Þá eru bæði Yaris GRMN og GT86 bílarnir í sportbílalínu Toyota og sést hefur til 5 dyra útgáfu Yaris GRMN bílsins í prufunum. Líklegt er að Toyota muni kynna hann í næsta mánuði, en Toyota hafði áður kynnt 3 dyra útgáfu hans í fyrra. Yaris GRMN er með 1,8 lítra vél sem skilar 205 hestöflum. Toyota ætlar þessari sportbílalínu sinni stærsta hlutverkið á heimamarkaði í Japan, en þó er alls ekki loku fyrir það skotið að allir þessir sportbílar verði boðnir á öðrum mörkuðum og víst er að GT86, Yaris GRMN og nýja Supran standi Evrópubúum til boða. Toyota horfir einnig nokkuð til Kína með sölu sportbíla sinna. Toyota hefur á undanförnum árum ekki lagt höfuðáherslu á sportbíla í framleiðslu sinni, en nú virðist sem ný stefna hafi verið tekin og að sportbílar muni leika mun stærra hlutverk í framleiðslu fyrirtæksins. Fagna því margir að vonum.
Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent