Veitingar á Skálafelli og kláfur upp á topp Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. ágúst 2017 07:00 Það er víðsýnt af Skálafelli. Hér er litið til höfuðborgarinnar. Vísir/GVA Verkfræðistofan Mannvit fyrir hönd Þórdísar Jóhannesdóttur, eiganda jarðarinnar Stardals, skoðar nú möguleika á því að koma fyrir kláfi á Skálafelli og byggja veitingastað ofan á fjallinu. „Tilgangur með uppsetningu kláfs á Skálafelli er að gefa fólki tækifæri á að komast upp á tind fjallsins og njóta þess þar hversu víðsýnt er til allra átta,“ vitnar Skipulagsstofnun í erindi frá Mannviti vegna verkefnisins. Auk þess sem fólk geti notið útsýnisins opnist möguleikar á gönguleiðum sem ekki séu aðgengilegar öllum í dag. „Þá mun kláfurinn einnig gegna hlutverki skíðalyftu á vetrum þegar nægur snjór er í fjallinu en þannig fengjust talsvert lengri skíðabrekkur en svæðið býður upp á í dag. Á toppi Skálafells er gert ráð fyrir móttöku ferðamanna auk veitingstaðar, samtengt toppstöð kláfsins,“ segir Skipulagsstofnun í bréfi sem fylgir erindi Mannvits til Reykjavíkurborgar. Þar er greint er frá áformunum og hvernig þau horfa við stofnuninni í skipulagslegu tilliti. Miðað við umfangið þurfi verkefnið að fara í mat á umhverfisáhrifum. Nánar segir um framkvæmdina að kláfurinn eigi að fara um tveggja kílómetra leið frá bílastæði upp á topp fjallsins. Fyrir það þurfi tólf möstur auk endamastra. Í umfjöllun sinni bendir Skipulagstofnun á svo virðist sem misstök hafi orðið við gerð aðalskipulags Reykjavíkur þannig að skíðasvæðið í Skálafelli sé skilgreint sem óbyggt svæði. Þá virðist sem mannvirki á toppi Skálafells eigi að vera innan marka Kjósarhrepps en ekki Reykjavíkur. „Væntanlega færi best á því að vinna nýtt heildstætt deiliskipulag sem tæki til beggja sveitarfélaganna, sem kæmi í stað gildandi deiliskipulags fyrir svæðið,“ segir stofnunin. Erindi Mannvits fyrir hönd eiganda Stardals var tekið fyrir hjá skipulagsstjóra Reykjavíkur í annað sinn 22. ágúst síðastliðinn. Búast má við að það verði síðan tekið fyrir á næsta fundi umhverfis- og skipulagsráðs og að þá verði lögð fram umsögn frá verkefnisstjóra hjá borginni. Í erindi sínu gerir Haukur Einarsson hjá Mannviti sérstaklega að umtalsefni þau mistök sem Skipulagsstofnun segir að orðið hafi við aðalskipulagsgerðina. „Að mínu viti finnst mér vera íþyngjandi fyrir þá sem hyggja á uppsetningu kláfs að þurfa að breyta aðalskipulagi svæðisins vegna mistaka sem kunna að hafa verið gerð.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjósarhreppur Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Verkfræðistofan Mannvit fyrir hönd Þórdísar Jóhannesdóttur, eiganda jarðarinnar Stardals, skoðar nú möguleika á því að koma fyrir kláfi á Skálafelli og byggja veitingastað ofan á fjallinu. „Tilgangur með uppsetningu kláfs á Skálafelli er að gefa fólki tækifæri á að komast upp á tind fjallsins og njóta þess þar hversu víðsýnt er til allra átta,“ vitnar Skipulagsstofnun í erindi frá Mannviti vegna verkefnisins. Auk þess sem fólk geti notið útsýnisins opnist möguleikar á gönguleiðum sem ekki séu aðgengilegar öllum í dag. „Þá mun kláfurinn einnig gegna hlutverki skíðalyftu á vetrum þegar nægur snjór er í fjallinu en þannig fengjust talsvert lengri skíðabrekkur en svæðið býður upp á í dag. Á toppi Skálafells er gert ráð fyrir móttöku ferðamanna auk veitingstaðar, samtengt toppstöð kláfsins,“ segir Skipulagsstofnun í bréfi sem fylgir erindi Mannvits til Reykjavíkurborgar. Þar er greint er frá áformunum og hvernig þau horfa við stofnuninni í skipulagslegu tilliti. Miðað við umfangið þurfi verkefnið að fara í mat á umhverfisáhrifum. Nánar segir um framkvæmdina að kláfurinn eigi að fara um tveggja kílómetra leið frá bílastæði upp á topp fjallsins. Fyrir það þurfi tólf möstur auk endamastra. Í umfjöllun sinni bendir Skipulagstofnun á svo virðist sem misstök hafi orðið við gerð aðalskipulags Reykjavíkur þannig að skíðasvæðið í Skálafelli sé skilgreint sem óbyggt svæði. Þá virðist sem mannvirki á toppi Skálafells eigi að vera innan marka Kjósarhrepps en ekki Reykjavíkur. „Væntanlega færi best á því að vinna nýtt heildstætt deiliskipulag sem tæki til beggja sveitarfélaganna, sem kæmi í stað gildandi deiliskipulags fyrir svæðið,“ segir stofnunin. Erindi Mannvits fyrir hönd eiganda Stardals var tekið fyrir hjá skipulagsstjóra Reykjavíkur í annað sinn 22. ágúst síðastliðinn. Búast má við að það verði síðan tekið fyrir á næsta fundi umhverfis- og skipulagsráðs og að þá verði lögð fram umsögn frá verkefnisstjóra hjá borginni. Í erindi sínu gerir Haukur Einarsson hjá Mannviti sérstaklega að umtalsefni þau mistök sem Skipulagsstofnun segir að orðið hafi við aðalskipulagsgerðina. „Að mínu viti finnst mér vera íþyngjandi fyrir þá sem hyggja á uppsetningu kláfs að þurfa að breyta aðalskipulagi svæðisins vegna mistaka sem kunna að hafa verið gerð.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjósarhreppur Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira