Íslenskt Ali Dia-mál á Króknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. ágúst 2017 11:16 Stólarnir sitja í 7. sæti 2. deildar. mynd/facebook-síða tindastóls Lið Tindastóls í 2. deild karla í fótbolta var blekkt til að semja við leikmann rétt áður en félagaskiptaglugginn lokaði um síðustu mánaðarmót. Fótbolti.net greinir frá þessu sérkennilega máli í dag. Tindastóll samdi við leikmann að nafni Jonathan Ayotunde Olaleye en af myndböndunum sem Stólarnir fengu send að dæma virtist ýmislegt í hann spunnið. Fljótlega kom ljós að svo var ekki enda fengu Stólararnir send myndbönd af öðrum leikmanni en Jonathan. Þetta mál minnir óneitanlega á það þegar Southampton samdi við Senegalann Ali Dia árið 1996. Greame Souness, knattspyrnustjóri Dýrlinganna, fékk þá símtal frá manni sem þóttist vera George Weah og mælti með því að Southampton myndi semja við „frænda“ sinn. Souness grunaði ekki neitt og samdi við Dia. Hann lék einn leik fyrir Southampton þar sem það kom bersýnilega í ljós að maðurinn gat ekkert í fótbolta. Dia var svo leystur undan samningi við Southampton.Þurftu leikmenn eftir þjálfaraskipti Tindastóll skipti um þjálfara seinni partinn í júlí. Annar brottreknu þjálfaranna, Stephen Walmsley, var einnig leikmaður liðsins. Tindastóll missti tvo erlenda leikmenn til viðbótar. Stólarnir þurftu því að hafa hraðar hendur við að finna leikmenn áður en félagskiptaglugginn lokaði um mánaðarmótin. Tindastóll fékk þrjá nýja leikmenn fyrir lok félagskiptagluggans. Tveir þeirra hafa reynst liðinu vel en Jonathan reyndist ekki sá leikmaður sem Stólarnir töldu sig hafa fengið. „Við vorum með tölvupósta og myndbönd af fullt af leikmönnum og einn heillaði okkur meira og höfðum við samband við umboðsmann hans sem var búinn að senda okkur „profile“ af fleiri leikmönnum og trúðum því að hann væri 100%. Við heyrðum í leikmanninum í síma ásamt bréfaskrifum og lýsti hann sér sem þeim leikmanni sem stemmdi við videoið sem við vorum búnir að sjá. Þessi leikmaður var með írskt vegabréf en nafnið var afrískt,“ sagði Stefán Arnar Ómarsson, þjálfari Tindastóls, í samtali við Fótbolta.net. „Hann kom síðan til landsins frá London tveimur dögum seinna og síðan þegar fyrsta æfing var búin sáu allir sem voru á þeirri æfingu að þetta var ekki leikmaður sem myndi styrkja liðið, veikja það ef eitthvað væri.“Ekki sami leikmaður og í myndbandinu Fljótlega komust Stólarnir að því að það var maðkur í mysunni. „Við fengum síðan vísbendingu frá góðum manni að mögulega væri þessi leikmaður ekki sá sem hann segðist vera á myndbandinu. Fengum við sent myndband af öðrum leikmanni og í því voru sömu klippurnar og við höfðum séð hjá þeim sem við fengum til okkar. Við höfðum samband við þann leikmann og fengum við sönnur á það að það væri „rétti“ leikmaðurinn,“ sagði Stefán Arnar. „Þá kom líka í ljós að leikmaðurinn sem við höfðum fengið hafði tekið út ákveðna grafík úr upprunalega myndbandinu sem villti enn frekar fyrir okkur. Um leið og þetta svindl og persónuþjófnaður var uppgötvaður var maðurinn sendur heim með næstu vél.“ Að sögn Stefáns Arnars segist umboðsmaður Jonathans vera alsaklaus. Stólarnir séu hins vegar reynslunni ríkari eftir þetta mál. Umræddur Jonathan spilaði aðeins einn leik fyrir Tindastól. Hann kom inn á sem varamaður á 84. mínútu í 6-1 sigri á Hetti á laugardaginn. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Sjá meira
Lið Tindastóls í 2. deild karla í fótbolta var blekkt til að semja við leikmann rétt áður en félagaskiptaglugginn lokaði um síðustu mánaðarmót. Fótbolti.net greinir frá þessu sérkennilega máli í dag. Tindastóll samdi við leikmann að nafni Jonathan Ayotunde Olaleye en af myndböndunum sem Stólarnir fengu send að dæma virtist ýmislegt í hann spunnið. Fljótlega kom ljós að svo var ekki enda fengu Stólararnir send myndbönd af öðrum leikmanni en Jonathan. Þetta mál minnir óneitanlega á það þegar Southampton samdi við Senegalann Ali Dia árið 1996. Greame Souness, knattspyrnustjóri Dýrlinganna, fékk þá símtal frá manni sem þóttist vera George Weah og mælti með því að Southampton myndi semja við „frænda“ sinn. Souness grunaði ekki neitt og samdi við Dia. Hann lék einn leik fyrir Southampton þar sem það kom bersýnilega í ljós að maðurinn gat ekkert í fótbolta. Dia var svo leystur undan samningi við Southampton.Þurftu leikmenn eftir þjálfaraskipti Tindastóll skipti um þjálfara seinni partinn í júlí. Annar brottreknu þjálfaranna, Stephen Walmsley, var einnig leikmaður liðsins. Tindastóll missti tvo erlenda leikmenn til viðbótar. Stólarnir þurftu því að hafa hraðar hendur við að finna leikmenn áður en félagskiptaglugginn lokaði um mánaðarmótin. Tindastóll fékk þrjá nýja leikmenn fyrir lok félagskiptagluggans. Tveir þeirra hafa reynst liðinu vel en Jonathan reyndist ekki sá leikmaður sem Stólarnir töldu sig hafa fengið. „Við vorum með tölvupósta og myndbönd af fullt af leikmönnum og einn heillaði okkur meira og höfðum við samband við umboðsmann hans sem var búinn að senda okkur „profile“ af fleiri leikmönnum og trúðum því að hann væri 100%. Við heyrðum í leikmanninum í síma ásamt bréfaskrifum og lýsti hann sér sem þeim leikmanni sem stemmdi við videoið sem við vorum búnir að sjá. Þessi leikmaður var með írskt vegabréf en nafnið var afrískt,“ sagði Stefán Arnar Ómarsson, þjálfari Tindastóls, í samtali við Fótbolta.net. „Hann kom síðan til landsins frá London tveimur dögum seinna og síðan þegar fyrsta æfing var búin sáu allir sem voru á þeirri æfingu að þetta var ekki leikmaður sem myndi styrkja liðið, veikja það ef eitthvað væri.“Ekki sami leikmaður og í myndbandinu Fljótlega komust Stólarnir að því að það var maðkur í mysunni. „Við fengum síðan vísbendingu frá góðum manni að mögulega væri þessi leikmaður ekki sá sem hann segðist vera á myndbandinu. Fengum við sent myndband af öðrum leikmanni og í því voru sömu klippurnar og við höfðum séð hjá þeim sem við fengum til okkar. Við höfðum samband við þann leikmann og fengum við sönnur á það að það væri „rétti“ leikmaðurinn,“ sagði Stefán Arnar. „Þá kom líka í ljós að leikmaðurinn sem við höfðum fengið hafði tekið út ákveðna grafík úr upprunalega myndbandinu sem villti enn frekar fyrir okkur. Um leið og þetta svindl og persónuþjófnaður var uppgötvaður var maðurinn sendur heim með næstu vél.“ Að sögn Stefáns Arnars segist umboðsmaður Jonathans vera alsaklaus. Stólarnir séu hins vegar reynslunni ríkari eftir þetta mál. Umræddur Jonathan spilaði aðeins einn leik fyrir Tindastól. Hann kom inn á sem varamaður á 84. mínútu í 6-1 sigri á Hetti á laugardaginn.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Sjá meira