Kaupverð á Geysi liggi fyrir á næstu mánuðum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. ágúst 2017 06:00 Landeigendur vildu rukka inn á Geysissvæðið í trássi við ríkið. vísir/anton brink Ekki liggur fyrir hve hátt verð ríkið kemur til með að greiða fyrir kaup á Geysi. Vonast er til þess að matsmenn skili niðurstöðu sinni í október. Þá verður eitt ár liðið frá því að kaupsamningurinn var undirritaður.Hjörleifur B. Kvaran, lögmaður landeigendaVÍSIR/VALLIDeilt hafði verið um landsvæði við Geysi í nokkur ár en félag landeigenda vildi rukka gesti fyrir aðgang að hverasvæðinu. Á endanum varð það úr að samkomulag um kaup ríkisins var undirritað en landeigendur sögðu það hafa verið gert til að komast hjá eignarnámi. Kaupverð var háð mati matsmanna. Hvor aðili um sig tilnefndi einn mann í matsnefndina. Fyrir hönd ríkisins situr þar Sigurður Harðarson hagfræðingur en Vífill Oddsson verkfræðingur situr fyrir landeigendur. Sátt náðist um að Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður, yrði oddamaður í nefndinni. „Þetta hefur allt verið í eðlilegum farvegi. Ríkið skilaði inn greinargerð og ég skilaði inn annarri fyrir landeigendur,“ segir Hjörleifur B. Kvaran, lögmaður landeigenda. Báðum aðilum gafst síðan kostur á að skila inn athugasemdum við greinargerð hins. Matsmenn gengu um svæðið ásamt aðilum samningsins fyrr á árinu en málið hefur síðan tafist vegna sumarleyfa. „Við vonumst til að niðurstaða liggi fyrir ekki síðar en í október,“ segir Hjörleifur. Hann vill ekki upplýsa um innihald greinargerðanna enda ríki trúnaður um þær. Sætti annað hvort ríkið eða landeigendur sig ekki við niðurstöðu matsnefndarinnar verður hægt að skjóta henni til yfirmatsnefndar. Ákvörðun þeirrar nefndar verður hins vegar endanleg. Ekki er unnt að skjóta málinu til dómstóla. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Landeigendur við Geysi segjast neyddir til sölu Lögmaður landeigenda Geysis segir þá hafa verið tilneydda að selja ríkinu Geysissvæðið til að forðast eignarnám. Skiptar skoðanir eru innan félagsins. 8. október 2016 07:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Ekki liggur fyrir hve hátt verð ríkið kemur til með að greiða fyrir kaup á Geysi. Vonast er til þess að matsmenn skili niðurstöðu sinni í október. Þá verður eitt ár liðið frá því að kaupsamningurinn var undirritaður.Hjörleifur B. Kvaran, lögmaður landeigendaVÍSIR/VALLIDeilt hafði verið um landsvæði við Geysi í nokkur ár en félag landeigenda vildi rukka gesti fyrir aðgang að hverasvæðinu. Á endanum varð það úr að samkomulag um kaup ríkisins var undirritað en landeigendur sögðu það hafa verið gert til að komast hjá eignarnámi. Kaupverð var háð mati matsmanna. Hvor aðili um sig tilnefndi einn mann í matsnefndina. Fyrir hönd ríkisins situr þar Sigurður Harðarson hagfræðingur en Vífill Oddsson verkfræðingur situr fyrir landeigendur. Sátt náðist um að Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður, yrði oddamaður í nefndinni. „Þetta hefur allt verið í eðlilegum farvegi. Ríkið skilaði inn greinargerð og ég skilaði inn annarri fyrir landeigendur,“ segir Hjörleifur B. Kvaran, lögmaður landeigenda. Báðum aðilum gafst síðan kostur á að skila inn athugasemdum við greinargerð hins. Matsmenn gengu um svæðið ásamt aðilum samningsins fyrr á árinu en málið hefur síðan tafist vegna sumarleyfa. „Við vonumst til að niðurstaða liggi fyrir ekki síðar en í október,“ segir Hjörleifur. Hann vill ekki upplýsa um innihald greinargerðanna enda ríki trúnaður um þær. Sætti annað hvort ríkið eða landeigendur sig ekki við niðurstöðu matsnefndarinnar verður hægt að skjóta henni til yfirmatsnefndar. Ákvörðun þeirrar nefndar verður hins vegar endanleg. Ekki er unnt að skjóta málinu til dómstóla.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Landeigendur við Geysi segjast neyddir til sölu Lögmaður landeigenda Geysis segir þá hafa verið tilneydda að selja ríkinu Geysissvæðið til að forðast eignarnám. Skiptar skoðanir eru innan félagsins. 8. október 2016 07:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Landeigendur við Geysi segjast neyddir til sölu Lögmaður landeigenda Geysis segir þá hafa verið tilneydda að selja ríkinu Geysissvæðið til að forðast eignarnám. Skiptar skoðanir eru innan félagsins. 8. október 2016 07:00