Afkoma N1 veldur vonbrigðum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 25. ágúst 2017 06:00 EBIDTA N1 dróst saman um 30% á milli ára. vísir/vilhelm Sala og framlegð olíufélagsins N1 á öðrum fjórðungi ársins olli vonbrigðum að mati hagfræðideildar Landsbankans sem segir að svo virðist sem félagið finni fyrir áhrifum af samkeppninni við bandaríska risann Costco. Rekstrarhagnaður félagsins á tímabilinu var rúmlega 300 milljónum króna lægri en sérfræðingar Landsbankans og IFS greiningar höfðu spáð. Fjárfestar virðast ekki hafa tekið vel í uppgjör olíufélagsins fyrir annan fjórðung ársins, en til marks um það lækkuðu hlutabréf í félaginu um 5,8 prósent í verði í gær. Fjárfestar sem Fréttablaðið ræddi við furða sig á því af hverju stjórnendur N1 hafi ákveðið að halda afkomuspá sinni óbreyttri fyrir árið, en stjórnendurnir gera áfram ráð fyrir að EBIDTA – rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – verði á bilinu 3.500 til 3.600 milljónir króna á árinu, að undanskildum kostnaði við fyrirhuguð kaup félagsins á Festi. EBIDTA félagsins var 768 milljónir króna á öðrum fjórðungi ársins og lækkaði um heil þrjátíu prósent á milli ára. Hagfræðideild Landsbankans og IFS greining gerðu hins vegar ráð fyrir að rekstrarhagnaðurinn myndi haldast nokkuð óbreyttur eða lækka um örfá prósent á milli ára. Hagfræðideild Landsbankans bendir á að í ljósi afkomu N1 á öðrum fjórðungi ársins þurfi EBIDTA á seinni helmingi þessa árs að vera 64 milljónum króna hærri en hún var á seinni helmingi síðasta árs til þess að spá stjórnendanna gangi eftir. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hlutabréf í N1 taka dýfu Gengi hlutabréfa í olíufélaginu N1 hefur lækkað um 5,81 prósent í 242 milljóna viðskiptum það sem af er degi. 24. ágúst 2017 10:58 Hagnaður N1 minnkaði um fimmtung á milli ára Dróst EBITDA félagsins – rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, skatta og fjármagnsliði – saman um 12,7 prósent og nam 1.478 milljónum króna. 24. ágúst 2017 06:00 GAMMA með 263 milljóna skortstöðu í N1 Fjármálafyrirtækið GAMMA Capital Management er með 263 milljóna króna skortstöðu í olíufélaginu N1, samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu. Fyrirtækið tilkynnti eftirlitinu um skortstöðuna 10. ágúst síðastliðinn. 17. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Sala og framlegð olíufélagsins N1 á öðrum fjórðungi ársins olli vonbrigðum að mati hagfræðideildar Landsbankans sem segir að svo virðist sem félagið finni fyrir áhrifum af samkeppninni við bandaríska risann Costco. Rekstrarhagnaður félagsins á tímabilinu var rúmlega 300 milljónum króna lægri en sérfræðingar Landsbankans og IFS greiningar höfðu spáð. Fjárfestar virðast ekki hafa tekið vel í uppgjör olíufélagsins fyrir annan fjórðung ársins, en til marks um það lækkuðu hlutabréf í félaginu um 5,8 prósent í verði í gær. Fjárfestar sem Fréttablaðið ræddi við furða sig á því af hverju stjórnendur N1 hafi ákveðið að halda afkomuspá sinni óbreyttri fyrir árið, en stjórnendurnir gera áfram ráð fyrir að EBIDTA – rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – verði á bilinu 3.500 til 3.600 milljónir króna á árinu, að undanskildum kostnaði við fyrirhuguð kaup félagsins á Festi. EBIDTA félagsins var 768 milljónir króna á öðrum fjórðungi ársins og lækkaði um heil þrjátíu prósent á milli ára. Hagfræðideild Landsbankans og IFS greining gerðu hins vegar ráð fyrir að rekstrarhagnaðurinn myndi haldast nokkuð óbreyttur eða lækka um örfá prósent á milli ára. Hagfræðideild Landsbankans bendir á að í ljósi afkomu N1 á öðrum fjórðungi ársins þurfi EBIDTA á seinni helmingi þessa árs að vera 64 milljónum króna hærri en hún var á seinni helmingi síðasta árs til þess að spá stjórnendanna gangi eftir.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hlutabréf í N1 taka dýfu Gengi hlutabréfa í olíufélaginu N1 hefur lækkað um 5,81 prósent í 242 milljóna viðskiptum það sem af er degi. 24. ágúst 2017 10:58 Hagnaður N1 minnkaði um fimmtung á milli ára Dróst EBITDA félagsins – rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, skatta og fjármagnsliði – saman um 12,7 prósent og nam 1.478 milljónum króna. 24. ágúst 2017 06:00 GAMMA með 263 milljóna skortstöðu í N1 Fjármálafyrirtækið GAMMA Capital Management er með 263 milljóna króna skortstöðu í olíufélaginu N1, samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu. Fyrirtækið tilkynnti eftirlitinu um skortstöðuna 10. ágúst síðastliðinn. 17. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Hlutabréf í N1 taka dýfu Gengi hlutabréfa í olíufélaginu N1 hefur lækkað um 5,81 prósent í 242 milljóna viðskiptum það sem af er degi. 24. ágúst 2017 10:58
Hagnaður N1 minnkaði um fimmtung á milli ára Dróst EBITDA félagsins – rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, skatta og fjármagnsliði – saman um 12,7 prósent og nam 1.478 milljónum króna. 24. ágúst 2017 06:00
GAMMA með 263 milljóna skortstöðu í N1 Fjármálafyrirtækið GAMMA Capital Management er með 263 milljóna króna skortstöðu í olíufélaginu N1, samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu. Fyrirtækið tilkynnti eftirlitinu um skortstöðuna 10. ágúst síðastliðinn. 17. ágúst 2017 06:00