Segir stöðu Framsóknarflokksins ekki góða Jóhann K. Jóhannsson skrifar 24. ágúst 2017 19:23 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir oddviti Framsóknar og flugvallarvina í borgarstjórn sagði sig úr Framsóknarflokknum í dag og ætlar sér að starfa áfram sem óháður borgarfulltrúi. Hún segir Framsóknarflokkinn ekki vera tilbúinn fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Sveinbjörg Birna sendi frá sér yfirlýsingu um hádegisbil í dag þar sem hún sagði skilið við Framsóknarflokkinn en í yfirlýsingunni segir hún flokksmenn raga við að tjá eigin skoðanir. Í yfirlýsingunni segir: „Stjórnmálamenn komast ekki hjá því að ræða málefni líðandi stundar. Á meðan sumir tjá skoðanir sem þeir byggja á eigin sannfæringu sætta aðrir sig við að enduróma skoðanir annarra." Þá segir Sveinbjörg einnig :„Flokksmenn eru hins vegar ragir við að tjá skoðanir sínar opinberlega. Af einhverjum ástæðum eru Framsóknarmenn sérstaklega viðkvæmir þegar að þessu kemur." Nýlega var Sveinbjörg harðlega gagnrýnd, meðal annars af forystu Framsóknarflokksins, fyrir að hafa sagt að Reykjavíkurborg sitjo uppi með „sokkinn kostnað“ vegna barna hælisleitenda og velti fyrir sér hvort eðlilegt væri að börn hælisleitenda verði sett í sérstakan skóla þar til að ákvörðun um dvalarleyfi liggi fyrir. Í framhaldinu lýsti stjórn félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík vantrausti á Sveinbjörgu Birnu.Fór þessi vantraustsyfirlýsing fyrir brjóstið á þér? „Nei, ég er nú ýmsu vön í þessu öllu saman.“Finnst þér þú hafa orðið fyrir meiri gagnrýni en aðrir borgarfulltrúar fyrir þín störf? „Nei, ég er nú ekki í neinu þolendahlutverki með það og ætla ekki að fara setja mig í þær stellingar.“ Formaður Framsóknarflokksins segir ákvörðun Sveinbjargar rökrétt framhald af því sem á undan hafi gengið hjá borgarstjórnarflokknum í sumar. Sveinbjörg segir ekki vita hvert framhaldið verði en hún komi til með að sitja áfram í umboði kjósenda sinna. Hún segist ekki vera horfa til annarra flokka og segir tímann leiða það í ljós hvort hún komi til með að færa sig yfir í landsmálin. „Staða Framsóknarflokksins er ekki góð og það er mikil sundrung innan hópsins. Ég kveið því að það yrði flokksþing í janúar sem er ekki endilega þess að þjappa Framsóknarfólki á landinu saman. Kannski er þetta fyrsta skrefið hjá mér í þá veru að sýna það.“ Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir „Hefur legið fyrir í nokkurn tíma að hún ætti ekki samleið með Framsóknarflokknum“ Það kom Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, ekki á óvart að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, sem einnig var borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, skuli hafa sagt sig úr Framsóknarflokknum 24. ágúst 2017 15:31 Sveinbjörg Birna kveður Framsókn og mun starfa sem óháður borgarfulltrúi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir í yfirlýsingu að henni finnist að Framsóknarmenn séu "sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. 24. ágúst 2017 12:20 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir oddviti Framsóknar og flugvallarvina í borgarstjórn sagði sig úr Framsóknarflokknum í dag og ætlar sér að starfa áfram sem óháður borgarfulltrúi. Hún segir Framsóknarflokkinn ekki vera tilbúinn fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Sveinbjörg Birna sendi frá sér yfirlýsingu um hádegisbil í dag þar sem hún sagði skilið við Framsóknarflokkinn en í yfirlýsingunni segir hún flokksmenn raga við að tjá eigin skoðanir. Í yfirlýsingunni segir: „Stjórnmálamenn komast ekki hjá því að ræða málefni líðandi stundar. Á meðan sumir tjá skoðanir sem þeir byggja á eigin sannfæringu sætta aðrir sig við að enduróma skoðanir annarra." Þá segir Sveinbjörg einnig :„Flokksmenn eru hins vegar ragir við að tjá skoðanir sínar opinberlega. Af einhverjum ástæðum eru Framsóknarmenn sérstaklega viðkvæmir þegar að þessu kemur." Nýlega var Sveinbjörg harðlega gagnrýnd, meðal annars af forystu Framsóknarflokksins, fyrir að hafa sagt að Reykjavíkurborg sitjo uppi með „sokkinn kostnað“ vegna barna hælisleitenda og velti fyrir sér hvort eðlilegt væri að börn hælisleitenda verði sett í sérstakan skóla þar til að ákvörðun um dvalarleyfi liggi fyrir. Í framhaldinu lýsti stjórn félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík vantrausti á Sveinbjörgu Birnu.Fór þessi vantraustsyfirlýsing fyrir brjóstið á þér? „Nei, ég er nú ýmsu vön í þessu öllu saman.“Finnst þér þú hafa orðið fyrir meiri gagnrýni en aðrir borgarfulltrúar fyrir þín störf? „Nei, ég er nú ekki í neinu þolendahlutverki með það og ætla ekki að fara setja mig í þær stellingar.“ Formaður Framsóknarflokksins segir ákvörðun Sveinbjargar rökrétt framhald af því sem á undan hafi gengið hjá borgarstjórnarflokknum í sumar. Sveinbjörg segir ekki vita hvert framhaldið verði en hún komi til með að sitja áfram í umboði kjósenda sinna. Hún segist ekki vera horfa til annarra flokka og segir tímann leiða það í ljós hvort hún komi til með að færa sig yfir í landsmálin. „Staða Framsóknarflokksins er ekki góð og það er mikil sundrung innan hópsins. Ég kveið því að það yrði flokksþing í janúar sem er ekki endilega þess að þjappa Framsóknarfólki á landinu saman. Kannski er þetta fyrsta skrefið hjá mér í þá veru að sýna það.“
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir „Hefur legið fyrir í nokkurn tíma að hún ætti ekki samleið með Framsóknarflokknum“ Það kom Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, ekki á óvart að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, sem einnig var borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, skuli hafa sagt sig úr Framsóknarflokknum 24. ágúst 2017 15:31 Sveinbjörg Birna kveður Framsókn og mun starfa sem óháður borgarfulltrúi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir í yfirlýsingu að henni finnist að Framsóknarmenn séu "sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. 24. ágúst 2017 12:20 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
„Hefur legið fyrir í nokkurn tíma að hún ætti ekki samleið með Framsóknarflokknum“ Það kom Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, ekki á óvart að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, sem einnig var borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, skuli hafa sagt sig úr Framsóknarflokknum 24. ágúst 2017 15:31
Sveinbjörg Birna kveður Framsókn og mun starfa sem óháður borgarfulltrúi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir í yfirlýsingu að henni finnist að Framsóknarmenn séu "sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. 24. ágúst 2017 12:20