Íslenski boltinn

Ármann Smári ráðinn aðstoðarþjálfari ÍA

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ármann Smári spilaði með ÍA síðustu ár ferilsins.
Ármann Smári spilaði með ÍA síðustu ár ferilsins. vísir/ernir
Ármann Smári Björnsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá ÍA.

Gunnlaugur Jónsson sagði af sér sem þjálfari ÍA í gær og aðstoðarmaður hans, Jón Þór Hauksson, mun stýra liðinu út tímabilið.

Jón Þór mun njóta aðstoðar Ármanns Smára en einnig verða Þórður Guðjónsson og Sigurður Jónsson honum til halds og trausts. Það vantar því ekki reynsluna í þjálfarateymið Skagamanna.

„Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu því þetta eru reynslumiklir menn með mikinn karakter. Það er mikilvægt fyrir okkur að þeir svöruðu kallinu fljótt og vel. Allir með Skagahjartað á réttum stað og tilbúnir að hjálpa liðinu,“ er haft eftir Jóni Þór í fréttatilkynningu frá ÍA.

Ármann Smári lék með ÍA í fimm ár og var um tíma fyrirliði liðsins. Hann lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil.

Rætt verður við Jón Þór Hauksson í kvöldfréttum Stöðvar 2.


Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: ÍA-ÍBV 0-1 | Slysalegt sigurmark fór langt með að fella Skagamenn

Bikarmeistarar Eyjamanna fóru í burtu með þrjú dýrmæt stig frá Skaganum og skilja Skagamenn eftir í mjög slæmum málum á botni deildarinnar. Brian Stuart McLean skoraði sigurmarkið með skalla sem fór á einhvern óskiljanlegan hátt í gegnum klofið á Árna Snæ Ólafssyni, markverði ÍA. Þetta var fyrsti deildarsigur Eyjamanna síðan í júní.

Gunnlaugur hættur með Skagamenn

Knattspyrnudeild ÍA greindi frá því í kvöld að Gunnlaugur Jónsson væri hættur sem þjálfari liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×