Íslenski boltinn

Lagði upp fimm mörk gegn Fjölni í sumar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jósef í leik gegn sínum gömlu félögum í Grindavík.
Jósef í leik gegn sínum gömlu félögum í Grindavík. vísir/andri marinó
Jósef Kristinn Jósefsson var besti maður vallarins þegar Stjarnan vann 4-0 sigur á Fjölni í 16. umferð Pepsi-deildar karla.

Jósef var síógnandi á vinstri kantinum og gaf tvær stoðsendingar í leiknum. Hann lagði annað mark Stjörnunnar upp fyrir Ólaf Karl Finsen og það fjórða fyrir Guðjón Baldvinsson.

Jósef virðist kunna sérstaklega vel við gegn Fjölni en hann lagði upp öll þrjú mörk Stjörnunnar í 0-3 sigri í fyrri leik liðanna í sumar.

Jósef var hársbreidd frá því að ná annarri stoðsendingaþrennu í gær en í fyrri hálfleik átti hann eitraða fyrirgjöf á Guðjón sem skaut í slána.

Jósef, sem kom til Stjörnunnar frá Grindavík fyrir tímabilið, hefur lagt upp sjö mörk í sumar, flest allra í Pepsi-deildinni.

Allar stoðsendingar Jósefs nema tvær hafa komið gegn Fjölni sem virðist vera uppáhaldsliðið hans.


Tengdar fréttir

Rúnar Páll: Vantaði neista í okkur

Þrátt fyrir 4-0 sigur á Fjölni í kvöld var Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, ekkert hoppandi kátur með frammistöðu sinna manna í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×