Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Fjölnir 4-0 | Stjörnumenn í stuði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. ágúst 2017 21:45 Stjörnumenn fagna fyrsta marki sínu í kvöld. vísir/stefán Stjarnan vann öruggan 4-0 sigur á Fjölni á Samsung-vellinum í 16. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Stjarnan er áfram í 2. sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir toppliði Vals. Fjölnir er hins vegar í 10. sætinu með 16 stig, jafn mörg og ÍBV sem er í því ellefta og næst neðsta. Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnumönnum á bragðið þegar hann skoraði úr vítaspyrnu eftir 15 mínútna leik. Á 36. mínútu bætti Ólafur Karl Finsen öðru marki við og staðan því 2-0 í hálfleik. Stjarnan hafði góð tök á leiknum í seinni hálfleik og bætti tveimur mörkum við áður en yfir lauk. Jóhann Laxdal skoraði þriðja mark Garðbæinga á 73. mínútu og tveimur mínútum síðar bætti Guðjón Baldvinsson því fjórða við. Lokatölur 4-0, Stjörnunni í vil.Af hverju vann Stjarnan? Fyrri hálfleikurinn var að mörgu leyti frekar sérstakur. Stjörnumenn áttu þrjár hættulegar sóknir; skoruðu tvö mörk og Guðjón skaut svo í slá úr dauðafæri. Fyrsta markið gaf heimamönnum ákveðna öryggistilfinningu og þeir spiluðu af skynsemi eftir það, létu boltann ganga vel og voru þéttir til baka. Fjölnismenn byrjuðu seinni hálfleikinn á því að hápressa. Stjörnumenn áttu hins vegar of auðvelt með að leysa pressu gestanna og spila sig út úr henni. Heimamenn skoruðu svo tvö mörk á þriggja mínútna kafla og gerðu endanlega út um leikinn.Þessir stóðu upp úr: Jósef Kristinn Jósefsson var frábær á vinstri kantinum hjá Stjörnunni. Grindvíkingurinn lagði upp tvö mörk og var ávallt ógnandi. Guðjón skoraði, gaf stoðsendingu og skaut tvisvar í slána. Hilmar Árni var að venju góður og Ólafur Karl Finsen átti sinn besta leik á tímabilinu. Jóhann skoraði laglegt mark og Hörður Árnason átti skínandi leik vinstra megin í þriggja manna vörn Stjörnunnar. Birnir Snær Ingason var eini Fjölnismaðurinn með lífsmarki. Hann átti skot í stöng í fyrri hálfleik og annað hættulegt skot rétt framhjá marki heimamanna. Það kom því mjög á óvart þegar hann var tekinn af velli eftir 64 mínútur.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Fjölnis var afar fyrirsjáanlegur í kvöld. Gestunum úr Grafarvoginum gekk ekkert að spila sig í gegnum Stjörnuvörnina og freistuðust því oft til að senda langar sendingar sem skiluðu litlu. Þórður Ingason hefur átt gott sumar í marki Fjölnis en hann átti ekki sinn besta dag og leit afar illa út í öðru marki Stjörnunnar.Hvað gerist næst? Stjarnan fær Íslandsmeistara FH í heimsókn á sunnudaginn. Með sigri í þeim leik halda Stjörnumenn pressunni á Valsmönnum og styrkja stöðu sína í baráttunni um Evrópusæti enn frekar. Fjölnir, sem hefur aðeins uppskorið eitt stig úr síðustu fjórum leikjum, tekur á móti Víkingi R. á sunnudaginn. Þar á eftir koma svo leikir gegn Víkingi Ó. og ÍA sem verða einfaldlega að vinnast.Maður leiksins: Jósef Kristinn Jósefsson, StjörnunniEinkunnir má sjá með því að smella á flipann Liðin hér fyrir ofanÞórður Ingason, markvörður Fjölnis, fær gula spjaldið í kvöld.vísir/stefánRúnar Páll: Ætlum að vinna FH á sunnudaginn Þrátt fyrir 4-0 sigur á Fjölni í kvöld var Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, ekkert hoppandi kátur með frammistöðu sinna manna í leiknum. „Þetta frábær sigur. Þetta var svolítið skrítinn leikur. Þrátt fyrir að við höfum unnið 4-0 fannst mér vanta neista í okkur. En það var gott að vinna og frammistaðan var góð sem slík,“ sagði Rúnar Páll í samtali við Vísi eftir leik. En hvað lagði grunninn að sigri Stjörnumanna í kvöld? „Skipulag og vinnusemi. Svo skoruðum við fjögur mörk,“ sagði Rúnar Páll sem kvaðst ánægður með frammistöðu Ólafs Karls Finsen sem skoraði annað mark Stjörnunnar og var líflegur þann tíma sem hann var inni á vellinum. „Það er frábært fyrir hann og liðið að byrja inn á og standa sig vel,“ sagði Rúnar Páll. Stjarnan er áfram í 2. sæti Pepsi-deildarinnar, fimm stigum á eftir toppliði Vals. Eltingaleikurinn heldur því áfram. „Við eigum FH hérna á sunnudaginn og þann leik ætlum við að vinna. Það er framhaldið,“ sagði Rúnar Páll að lokum.Úr leik liðanna í kvöld.vísir/stefánÁgúst: Erfitt að standa upp þegar þú ert sleginn í rot Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, hafði ýmislegt við dómgæsluna að athuga eftir 4-0 tap fyrir Stjörnunni í Garðabænum í kvöld. „Við lögðum allt í þennan leik. Við komum vel skipulagðir til leiks en fengum svo mark á okkur. Mér fannst það vera gefins aukaspyrna og mjög vægt víti. Menn eru að toga í teignum og í annað eða þriðja skiptið í sumar fáum við á okkur svona víti,“ sagði Ágúst eftir leikinn. „Við ákváðum í hálfleik að koma mjög sterkir til baka og vorum allir samstíga í því. Við skoruðum að ég held löglegt mark sem hefði minnkað þetta í 2-1. En það var tekið af okkur og menn misstu svolítið móðinn og Stjörnumenn gengu á lagið. Það var mjög svekkjandi að tapa og það svona stórt.“ Þrátt fyrir slæm úrslit sá Ágúst eitt og annað jákvætt við frammistöðu Fjölnismanna í kvöld. „Við áttum möguleika á að komast inn í leikinn. En þegar þú ert sleginn í rot er mjög erfitt að standa upp. Það var þannig í dag,“ sagði Ágúst. Tólf dagar eru frá síðasta leik Fjölnis. Þetta er í annað sinn í sumar sem Grafarvogsliðið fær svona langt hlé á milli leikja og Ágúst segir það óþægilegt. „Við lentum í þessu fyrr í sumar en þá komum við og unnum tvo leiki í röð. En auðvitað er vont að lenda alltaf í þessum fríum. Það er alltaf eitt lið sem lendir í þeim. Það er hundfúlt en engin afsökun. Það eru sjö leikir eftir hjá okkur og við þurfum að fara að hala inn stig,“ sagði Ágúst að endingu. Pepsi Max-deild karla
Stjarnan vann öruggan 4-0 sigur á Fjölni á Samsung-vellinum í 16. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Stjarnan er áfram í 2. sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir toppliði Vals. Fjölnir er hins vegar í 10. sætinu með 16 stig, jafn mörg og ÍBV sem er í því ellefta og næst neðsta. Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnumönnum á bragðið þegar hann skoraði úr vítaspyrnu eftir 15 mínútna leik. Á 36. mínútu bætti Ólafur Karl Finsen öðru marki við og staðan því 2-0 í hálfleik. Stjarnan hafði góð tök á leiknum í seinni hálfleik og bætti tveimur mörkum við áður en yfir lauk. Jóhann Laxdal skoraði þriðja mark Garðbæinga á 73. mínútu og tveimur mínútum síðar bætti Guðjón Baldvinsson því fjórða við. Lokatölur 4-0, Stjörnunni í vil.Af hverju vann Stjarnan? Fyrri hálfleikurinn var að mörgu leyti frekar sérstakur. Stjörnumenn áttu þrjár hættulegar sóknir; skoruðu tvö mörk og Guðjón skaut svo í slá úr dauðafæri. Fyrsta markið gaf heimamönnum ákveðna öryggistilfinningu og þeir spiluðu af skynsemi eftir það, létu boltann ganga vel og voru þéttir til baka. Fjölnismenn byrjuðu seinni hálfleikinn á því að hápressa. Stjörnumenn áttu hins vegar of auðvelt með að leysa pressu gestanna og spila sig út úr henni. Heimamenn skoruðu svo tvö mörk á þriggja mínútna kafla og gerðu endanlega út um leikinn.Þessir stóðu upp úr: Jósef Kristinn Jósefsson var frábær á vinstri kantinum hjá Stjörnunni. Grindvíkingurinn lagði upp tvö mörk og var ávallt ógnandi. Guðjón skoraði, gaf stoðsendingu og skaut tvisvar í slána. Hilmar Árni var að venju góður og Ólafur Karl Finsen átti sinn besta leik á tímabilinu. Jóhann skoraði laglegt mark og Hörður Árnason átti skínandi leik vinstra megin í þriggja manna vörn Stjörnunnar. Birnir Snær Ingason var eini Fjölnismaðurinn með lífsmarki. Hann átti skot í stöng í fyrri hálfleik og annað hættulegt skot rétt framhjá marki heimamanna. Það kom því mjög á óvart þegar hann var tekinn af velli eftir 64 mínútur.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Fjölnis var afar fyrirsjáanlegur í kvöld. Gestunum úr Grafarvoginum gekk ekkert að spila sig í gegnum Stjörnuvörnina og freistuðust því oft til að senda langar sendingar sem skiluðu litlu. Þórður Ingason hefur átt gott sumar í marki Fjölnis en hann átti ekki sinn besta dag og leit afar illa út í öðru marki Stjörnunnar.Hvað gerist næst? Stjarnan fær Íslandsmeistara FH í heimsókn á sunnudaginn. Með sigri í þeim leik halda Stjörnumenn pressunni á Valsmönnum og styrkja stöðu sína í baráttunni um Evrópusæti enn frekar. Fjölnir, sem hefur aðeins uppskorið eitt stig úr síðustu fjórum leikjum, tekur á móti Víkingi R. á sunnudaginn. Þar á eftir koma svo leikir gegn Víkingi Ó. og ÍA sem verða einfaldlega að vinnast.Maður leiksins: Jósef Kristinn Jósefsson, StjörnunniEinkunnir má sjá með því að smella á flipann Liðin hér fyrir ofanÞórður Ingason, markvörður Fjölnis, fær gula spjaldið í kvöld.vísir/stefánRúnar Páll: Ætlum að vinna FH á sunnudaginn Þrátt fyrir 4-0 sigur á Fjölni í kvöld var Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, ekkert hoppandi kátur með frammistöðu sinna manna í leiknum. „Þetta frábær sigur. Þetta var svolítið skrítinn leikur. Þrátt fyrir að við höfum unnið 4-0 fannst mér vanta neista í okkur. En það var gott að vinna og frammistaðan var góð sem slík,“ sagði Rúnar Páll í samtali við Vísi eftir leik. En hvað lagði grunninn að sigri Stjörnumanna í kvöld? „Skipulag og vinnusemi. Svo skoruðum við fjögur mörk,“ sagði Rúnar Páll sem kvaðst ánægður með frammistöðu Ólafs Karls Finsen sem skoraði annað mark Stjörnunnar og var líflegur þann tíma sem hann var inni á vellinum. „Það er frábært fyrir hann og liðið að byrja inn á og standa sig vel,“ sagði Rúnar Páll. Stjarnan er áfram í 2. sæti Pepsi-deildarinnar, fimm stigum á eftir toppliði Vals. Eltingaleikurinn heldur því áfram. „Við eigum FH hérna á sunnudaginn og þann leik ætlum við að vinna. Það er framhaldið,“ sagði Rúnar Páll að lokum.Úr leik liðanna í kvöld.vísir/stefánÁgúst: Erfitt að standa upp þegar þú ert sleginn í rot Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, hafði ýmislegt við dómgæsluna að athuga eftir 4-0 tap fyrir Stjörnunni í Garðabænum í kvöld. „Við lögðum allt í þennan leik. Við komum vel skipulagðir til leiks en fengum svo mark á okkur. Mér fannst það vera gefins aukaspyrna og mjög vægt víti. Menn eru að toga í teignum og í annað eða þriðja skiptið í sumar fáum við á okkur svona víti,“ sagði Ágúst eftir leikinn. „Við ákváðum í hálfleik að koma mjög sterkir til baka og vorum allir samstíga í því. Við skoruðum að ég held löglegt mark sem hefði minnkað þetta í 2-1. En það var tekið af okkur og menn misstu svolítið móðinn og Stjörnumenn gengu á lagið. Það var mjög svekkjandi að tapa og það svona stórt.“ Þrátt fyrir slæm úrslit sá Ágúst eitt og annað jákvætt við frammistöðu Fjölnismanna í kvöld. „Við áttum möguleika á að komast inn í leikinn. En þegar þú ert sleginn í rot er mjög erfitt að standa upp. Það var þannig í dag,“ sagði Ágúst. Tólf dagar eru frá síðasta leik Fjölnis. Þetta er í annað sinn í sumar sem Grafarvogsliðið fær svona langt hlé á milli leikja og Ágúst segir það óþægilegt. „Við lentum í þessu fyrr í sumar en þá komum við og unnum tvo leiki í röð. En auðvitað er vont að lenda alltaf í þessum fríum. Það er alltaf eitt lið sem lendir í þeim. Það er hundfúlt en engin afsökun. Það eru sjö leikir eftir hjá okkur og við þurfum að fara að hala inn stig,“ sagði Ágúst að endingu.