Handbolti

Penninn á lofti í Eyjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristrún, Ester og Magnús ásamt Guðjóni Erni Sigtryggsyni og Valgerði Guðjónsdóttur úr handknattleiksráði ÍBV.
Kristrún, Ester og Magnús ásamt Guðjóni Erni Sigtryggsyni og Valgerði Guðjónsdóttur úr handknattleiksráði ÍBV. mynd/íbv
Ester Óskarsdóttir, Kristrún Ósk Hlynsdóttir og Magnús Stefánsson hafa skrifað undir nýja samninga við ÍBV.

Kristrún skrifaði undir tveggja ára samning við ÍBV en handboltaparið Ester og Magnús undir eins árs samning.

Ester var langmarkahæsti leikmaður ÍBV í Olís-deild kvenna á síðasta tímabili. Hún skoraði 130 mörk í 20 leikjum. Kristrún skoraði 17 mörk í 19 leikjum. Eyjakonur enduðu í 5. sæti deildarinnar og komust ekki í úrslitakeppnina.

Magnús skoraði 26 mörk í 25 leikjum í Olís-deild karla á síðasta tímabili og var sem fyrr í stóru hlutverki í varnarleik Eyjamanna. ÍBV endaði í 2. sæti deildarinnar en féll úr leik fyrir Val í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×