Tæknibilun á Menningarnótt: "Það er leiðinlegt að ætla að bjóða upp á gott partý þegar eitthvað misheppnast“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 20. ágúst 2017 21:00 Óli Palli segir að það sé ekki komið á hreint hvað olli tæknibiluninni. Vísir/Stefán Ólafur Páll Gunnarsson, eða Óli Palli eins og hann er kallaður, segir að verið sé að skoða hvað hafi gerst á tónleikum Rásar 2 í gær. Hann segir að vandamálið hafi verið tvennum toga; rafmagnið hafi slegið út og síðan hafi Friðrik Dór átt í erfiðleikum með tæknibúnaðinn sinn, svo kallað innra eyra, sem var á hans vegum. Erfitt sé að segja hvað nákvæmlega hafi orsakað vandamálið. „Ég er ekki enn þá með það á hreinu hvort að þetta rafmagnsleysi hafi haft áhrif á Friðrik. Það var verið að tala um að það hefði verið vont hljóð á Friðrik. Þetta var ekki merkilegra en það, að hann blessaður heyrði ekki nógu vel í hljómsveitinni sem varð þess valdandi að hann gat ekki sýnt sína bestu hlið,“ segir Óli Palli í samtali við Vísi.Þykir þetta leiðinlegt Óli segir þau hafi lengi verið að undirbúa tónleikana og því sé leiðinlegt þegar að svona nokkuð gerist. „Við á útvarpinu erum náttúrulega að hugsa um þessa tónleika. Þetta er á bak við eyrað allt árið um kring. Við erum að reyna að hugsa hverja væri sniðugt að fá til að koma og og Friðrik var einna efstur á þeim lista í ár,“ segir Óli Palli. Hann segir að tækniörðugleikarnir hafi ekki byrjað fyrr en rétt fyrir tónleikanna. „Reykjavíkurdætur þurftu að byrja og bíða svo í korter þangað til að þær gátu byrjað aftur en okkur þykir þetta náttúrulega bara voðalega leiðinlegt. Það er leiðinlegt að ætla að bjóða upp á gott partý þegar eitthvað misheppnast,“ segir Óli Palli og nefnir að þau hafi líka fengið góð viðbrögð við þessu hvað varðar prógramm en þetta hafi vissulega sett strik í reikninginn.Frosti Logason og Máni Pétursson, útvarpsmenn á X-inu 977VisirFriðrik róaði umboðsmanninn Útvarpsmaðurinn Máni Pétursson, umboðsmaður Friðrik Dórs , segir í færslu á Facebook að Friðrik hafa komið og róað sig eftir tónleika Rásar 2 í gærkvöldi. Máni segir Friðrik vera stórkostlegan tónlistarmann og algjör gæðablóð, það hafi sýnt sig í framkomu hans eftir erfiða tónleika. „Það er kannski lýsandi fyrir hann að vera að eyða tíma sínum í gær að róa umboðsmanninn sinn sem vildi í gærkveldi fara með hafnaboltakylfu að heimsækja eitthvað lið. Þá vildi hann bara taka þetta á kassann. Hann var eiginlega meira að finna til með tækniliðinu en sjálfum sér og í staðinn fyrir að kenna einhverjum um í viðtali í gær. Fór hann bara að verja fólkið sem vann við tónleikana. Það er svo lýsandi fyrir þennan dreng,“ segir í færslu Mána. Máni segir að Friðrik Dór láti ekkert á við þetta á sig fá þar sem hann sjá alltaf björtu hliðarnar á málunum. „Það er alltaf hægt að sjá ljósa hluti útúr öllu saman hversu skelfilegir þeir voru. Það góða sem ég sé útur þessu gærkveldi er að þetta kom fyrir Friðrik Dór en ekki einhvern annan. Hann er aldrei að fara láta svona kjaftæði brjóta sig og allir sem þekkja Frikka vita að hann er aldrei betri en þegar honum finnst hann þurfa eitthvað að sanna. Hann er jú maðurinn sem byrjaði að gera r&b tónlist vinsæla á Íslandi. Það þurfti ákveðið hugrekki í það.“ Menningarnótt Tengdar fréttir Tækniklúður á Menningarnótt: Almenningur fann til með Friðriki Dór á tónleikum Rásar 2 Mörgum finnst þetta ekki vera boðlegt og nefna að tónlistaratriðin skili sér herfilega í sjónvarpinu. 19. ágúst 2017 22:12 Eigum við að breyta umræðuhefðinni svo hæfileikaríkt ungt fólk þori að fara út í tónlistarbransann? Mörghundruðfjörtíu og fjórir Facebookvinir mínir hafa verið gagnrýnir á einn þekktasta tónlistarmann landsins í kvöld. 20. ágúst 2017 17:03 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Sjá meira
Ólafur Páll Gunnarsson, eða Óli Palli eins og hann er kallaður, segir að verið sé að skoða hvað hafi gerst á tónleikum Rásar 2 í gær. Hann segir að vandamálið hafi verið tvennum toga; rafmagnið hafi slegið út og síðan hafi Friðrik Dór átt í erfiðleikum með tæknibúnaðinn sinn, svo kallað innra eyra, sem var á hans vegum. Erfitt sé að segja hvað nákvæmlega hafi orsakað vandamálið. „Ég er ekki enn þá með það á hreinu hvort að þetta rafmagnsleysi hafi haft áhrif á Friðrik. Það var verið að tala um að það hefði verið vont hljóð á Friðrik. Þetta var ekki merkilegra en það, að hann blessaður heyrði ekki nógu vel í hljómsveitinni sem varð þess valdandi að hann gat ekki sýnt sína bestu hlið,“ segir Óli Palli í samtali við Vísi.Þykir þetta leiðinlegt Óli segir þau hafi lengi verið að undirbúa tónleikana og því sé leiðinlegt þegar að svona nokkuð gerist. „Við á útvarpinu erum náttúrulega að hugsa um þessa tónleika. Þetta er á bak við eyrað allt árið um kring. Við erum að reyna að hugsa hverja væri sniðugt að fá til að koma og og Friðrik var einna efstur á þeim lista í ár,“ segir Óli Palli. Hann segir að tækniörðugleikarnir hafi ekki byrjað fyrr en rétt fyrir tónleikanna. „Reykjavíkurdætur þurftu að byrja og bíða svo í korter þangað til að þær gátu byrjað aftur en okkur þykir þetta náttúrulega bara voðalega leiðinlegt. Það er leiðinlegt að ætla að bjóða upp á gott partý þegar eitthvað misheppnast,“ segir Óli Palli og nefnir að þau hafi líka fengið góð viðbrögð við þessu hvað varðar prógramm en þetta hafi vissulega sett strik í reikninginn.Frosti Logason og Máni Pétursson, útvarpsmenn á X-inu 977VisirFriðrik róaði umboðsmanninn Útvarpsmaðurinn Máni Pétursson, umboðsmaður Friðrik Dórs , segir í færslu á Facebook að Friðrik hafa komið og róað sig eftir tónleika Rásar 2 í gærkvöldi. Máni segir Friðrik vera stórkostlegan tónlistarmann og algjör gæðablóð, það hafi sýnt sig í framkomu hans eftir erfiða tónleika. „Það er kannski lýsandi fyrir hann að vera að eyða tíma sínum í gær að róa umboðsmanninn sinn sem vildi í gærkveldi fara með hafnaboltakylfu að heimsækja eitthvað lið. Þá vildi hann bara taka þetta á kassann. Hann var eiginlega meira að finna til með tækniliðinu en sjálfum sér og í staðinn fyrir að kenna einhverjum um í viðtali í gær. Fór hann bara að verja fólkið sem vann við tónleikana. Það er svo lýsandi fyrir þennan dreng,“ segir í færslu Mána. Máni segir að Friðrik Dór láti ekkert á við þetta á sig fá þar sem hann sjá alltaf björtu hliðarnar á málunum. „Það er alltaf hægt að sjá ljósa hluti útúr öllu saman hversu skelfilegir þeir voru. Það góða sem ég sé útur þessu gærkveldi er að þetta kom fyrir Friðrik Dór en ekki einhvern annan. Hann er aldrei að fara láta svona kjaftæði brjóta sig og allir sem þekkja Frikka vita að hann er aldrei betri en þegar honum finnst hann þurfa eitthvað að sanna. Hann er jú maðurinn sem byrjaði að gera r&b tónlist vinsæla á Íslandi. Það þurfti ákveðið hugrekki í það.“
Menningarnótt Tengdar fréttir Tækniklúður á Menningarnótt: Almenningur fann til með Friðriki Dór á tónleikum Rásar 2 Mörgum finnst þetta ekki vera boðlegt og nefna að tónlistaratriðin skili sér herfilega í sjónvarpinu. 19. ágúst 2017 22:12 Eigum við að breyta umræðuhefðinni svo hæfileikaríkt ungt fólk þori að fara út í tónlistarbransann? Mörghundruðfjörtíu og fjórir Facebookvinir mínir hafa verið gagnrýnir á einn þekktasta tónlistarmann landsins í kvöld. 20. ágúst 2017 17:03 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Sjá meira
Tækniklúður á Menningarnótt: Almenningur fann til með Friðriki Dór á tónleikum Rásar 2 Mörgum finnst þetta ekki vera boðlegt og nefna að tónlistaratriðin skili sér herfilega í sjónvarpinu. 19. ágúst 2017 22:12
Eigum við að breyta umræðuhefðinni svo hæfileikaríkt ungt fólk þori að fara út í tónlistarbransann? Mörghundruðfjörtíu og fjórir Facebookvinir mínir hafa verið gagnrýnir á einn þekktasta tónlistarmann landsins í kvöld. 20. ágúst 2017 17:03