Veggjalýs komnar til að vera á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. september 2017 16:30 Aukinn straumur fólks til og frá Íslandi hefur ýmislegt í för með sér, þar með talið svokallaðar "bed bugs" Myndin er samsett Veggjalýs (e. bed bugs) eru komnar til að vera á Íslandi að mati meindýraeyðis. Helst má rekja þessa þróun til aukins straums ferðamanna hingað til lands, sem og Íslendinga sem ferðast sem aldrei fyrr til útlanda. Meindýraeyðir hvetur þá sem leigja út íbúðir í gegnum Airbnb að láta athuga reglulega með veggjalýs. „Þetta er hlutur sem á auðvelt með að berast. Þetta er komið til að vera eins og margt annað sem hefur komið undanfarin ár til landsins,“ segir Steinar Marberg Egilsson meindýraeyðir, í samtali við Vísi. Aðspurður um ástæður segir hann ljóst að aukinn fjöldi ferðamanna hér á landi hafi sitt að segja. Fjöldinn hefur farið stigvaxandi ár frá ári en á síðasta ári er talið að um tæplega 1,8 milljónir ferðamanna hafi komið hingað til lands, samanborið við um 650 þúsund árið 2012.Steinar segir að ekki geti talist óeðlilegt að veggjalýs verði algengari miðað við þann mikla straum fólks sem fer til og frá Íslandi á degi hverjum.Vísir/GVA„Að sjálfsögðu er þetta af stórum hluta vegna þess að fólk er að koma til landsins,“ segir Steinar. „Þetta er allstaðar í kringum okkur, út um allan heim og það er náttúrulega ekkert óeðlilegt við að þetta komi upp af og til.“ Hann bætir þó við að einnig verði að hafa í huga að Íslendingar ferðist einnig meira en áður til útlanda og það spili inn í.„Svo er líka mikið um að fólk er að flytja heim frá Evrópu eftir hrunið með sínar búslóðir. Það er margt sem spilar inn í þessu. Það er ekki hægt að koma þessu öllu á útlendinga,“ segir Steinar.Útköll í Airbnb-íbúðir færst í aukana Steinar segir að algengustu útköllin séu á hótelum og gistiheimilum, sem og íbúðum sem leigðar hafa verið út í gegnum Airbnb, sem hefur verið mjög vinsælt undanfarin ár. Athygli vekur þó að oft kemur það fyrir að gestir kvari undan veggjalúsum án þess að nokkuð finnist. „Ég hef oft þurft að rekja hvar fólk hefur verið. Menn hafa borið þetta á milli staða. Ég veit af fólki sem var í gistingu, fer svo í aðra gistingu og deginum eftir er það allt útbitið.“ Síðan hafi komi í ljós að veggjalúsin hafi látið til skarar skríða annars staðar.Á Vísindavefnum kemur fram að veggjalýs haldi eingöngu til í upphituðu þurru húsnæði. Helst dvelur hún í námunda við svefnstaði og lætur til skarar skríða á nóttunni. Veggjalúsin nærist eingöngu á blóði. Fórnarlömbin verða þó ekki vör við stunguna enda fylgir henni deyfing. Bitunum fylgir oftar en ekki kláði sem kemur seinna fram. Steinar hvetur þá sem eru með húsnæði sín á leigu í gegnum Airbnb eða þá sem reka gistiheimili að vera vakandi fyrir veggjalúsum enda geti oft verið viðkvæmt mál þegar gestir kvara undan bitum. Hægt sé að verða sér úti um sérstaka límbakka sem festi veggjalýs, séu þeir til staðar. Reynist svo vera er mikilvægt að hafa samband við fagmann sem tekur á vandanum. Steinar segir þó að Íslendingar séu viðkvæmari fyrir veggjalúsum en aðrar þjóðar, af einhverjum ástæðum. „Þetta er oft verið að gera úlfalda úr mýflugu. Í allri Evrópu er þetta nánast í hverju einasta húsi. Kollegar mínir í Evrópu hrista hausinn þegar ég er að segja frá þeim okkur hér á landi,“ segir Steinar. Hann bætir við að þrátt fyrir að veggjalúsin sé komin til að vera sé ekki um faraldur að ræða en að Íslendingar þurfi að læra að lifa með þessu. „Ég hef alltaf sagt að allt sem að bítur og stingur, það eru Íslendingar hræddir við.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Veggjalýs (e. bed bugs) eru komnar til að vera á Íslandi að mati meindýraeyðis. Helst má rekja þessa þróun til aukins straums ferðamanna hingað til lands, sem og Íslendinga sem ferðast sem aldrei fyrr til útlanda. Meindýraeyðir hvetur þá sem leigja út íbúðir í gegnum Airbnb að láta athuga reglulega með veggjalýs. „Þetta er hlutur sem á auðvelt með að berast. Þetta er komið til að vera eins og margt annað sem hefur komið undanfarin ár til landsins,“ segir Steinar Marberg Egilsson meindýraeyðir, í samtali við Vísi. Aðspurður um ástæður segir hann ljóst að aukinn fjöldi ferðamanna hér á landi hafi sitt að segja. Fjöldinn hefur farið stigvaxandi ár frá ári en á síðasta ári er talið að um tæplega 1,8 milljónir ferðamanna hafi komið hingað til lands, samanborið við um 650 þúsund árið 2012.Steinar segir að ekki geti talist óeðlilegt að veggjalýs verði algengari miðað við þann mikla straum fólks sem fer til og frá Íslandi á degi hverjum.Vísir/GVA„Að sjálfsögðu er þetta af stórum hluta vegna þess að fólk er að koma til landsins,“ segir Steinar. „Þetta er allstaðar í kringum okkur, út um allan heim og það er náttúrulega ekkert óeðlilegt við að þetta komi upp af og til.“ Hann bætir þó við að einnig verði að hafa í huga að Íslendingar ferðist einnig meira en áður til útlanda og það spili inn í.„Svo er líka mikið um að fólk er að flytja heim frá Evrópu eftir hrunið með sínar búslóðir. Það er margt sem spilar inn í þessu. Það er ekki hægt að koma þessu öllu á útlendinga,“ segir Steinar.Útköll í Airbnb-íbúðir færst í aukana Steinar segir að algengustu útköllin séu á hótelum og gistiheimilum, sem og íbúðum sem leigðar hafa verið út í gegnum Airbnb, sem hefur verið mjög vinsælt undanfarin ár. Athygli vekur þó að oft kemur það fyrir að gestir kvari undan veggjalúsum án þess að nokkuð finnist. „Ég hef oft þurft að rekja hvar fólk hefur verið. Menn hafa borið þetta á milli staða. Ég veit af fólki sem var í gistingu, fer svo í aðra gistingu og deginum eftir er það allt útbitið.“ Síðan hafi komi í ljós að veggjalúsin hafi látið til skarar skríða annars staðar.Á Vísindavefnum kemur fram að veggjalýs haldi eingöngu til í upphituðu þurru húsnæði. Helst dvelur hún í námunda við svefnstaði og lætur til skarar skríða á nóttunni. Veggjalúsin nærist eingöngu á blóði. Fórnarlömbin verða þó ekki vör við stunguna enda fylgir henni deyfing. Bitunum fylgir oftar en ekki kláði sem kemur seinna fram. Steinar hvetur þá sem eru með húsnæði sín á leigu í gegnum Airbnb eða þá sem reka gistiheimili að vera vakandi fyrir veggjalúsum enda geti oft verið viðkvæmt mál þegar gestir kvara undan bitum. Hægt sé að verða sér úti um sérstaka límbakka sem festi veggjalýs, séu þeir til staðar. Reynist svo vera er mikilvægt að hafa samband við fagmann sem tekur á vandanum. Steinar segir þó að Íslendingar séu viðkvæmari fyrir veggjalúsum en aðrar þjóðar, af einhverjum ástæðum. „Þetta er oft verið að gera úlfalda úr mýflugu. Í allri Evrópu er þetta nánast í hverju einasta húsi. Kollegar mínir í Evrópu hrista hausinn þegar ég er að segja frá þeim okkur hér á landi,“ segir Steinar. Hann bætir við að þrátt fyrir að veggjalúsin sé komin til að vera sé ekki um faraldur að ræða en að Íslendingar þurfi að læra að lifa með þessu. „Ég hef alltaf sagt að allt sem að bítur og stingur, það eru Íslendingar hræddir við.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira