Tekið á móti hinsegin flóttafólki í annað sinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. ágúst 2017 10:45 Réttindi hinsegin fólks eru víða fótum troðin í Afríku og sæta einstaklingar ofsóknum og mæta miklum fordómum. Stjórnvöld taka nú á móti hópi hinsegin flóttafólks í annað sinn en þessi mynd er úr Gleðigöngunni í Reykjavík. vísir/vilhelm Ríkisstjórnin samþykkti í gær að taka á móti allt að 55 kvótaflóttamönnum á næsta ári. Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra, segir í samtali við Vísi að um sé að ræða 40 til 45 flóttamenn úr flóttamannabúðum í Jórdaníu og Líbanon og svo allt fimm til tíu hinsegin flóttamenn sem eru í flóttamannabúðum í Afríku. Fyrst var greint frá samþykkt ríkisstjórnarinnar í tíufréttum RÚV í gærkvöldi. Í fyrra var tekið á móti 56 kvótaflóttamönnum og á þessu ári hefur verið tekið á móti 40 manns. „Við erum að gera ráð fyrir 40 til 45 flóttamönnum sem koma þá úr flóttamannabúðum í Líbanon og Jórdaníu og koma aðallega frá Sýrlandi. Við erum þó að víkka þetta aðeins út en við höfum nær eingöngu einblínt á sýrlenska flóttamenn að undanförnu. Vandinn er auðvitað áfram langmestur þar þannig að við munum áfram horfa mjög ákveðið í þá átt, en Flóttamannastofnunin hefur bent á að áhersla nærri allra móttökuríkja hafi fyrst og fremst beinst að sýrlenskum flóttamönnum undanfarin ár. Því eru fjölmargir aðrir hópar sem hafa orðið út undan svo við ætlum að breikka sjónarhornið hjá okkur í takt við þeirra ráðleggingar,“ segir Þorsteinn.Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra.VÍSIR/VILHELMEkki liggur fyrir hvaðan flóttamennirnir eru sem koma hingað til lands en Þorsteinn segir að stærstu hóparnir í búðunum séu frá Sýrlandi, Afganistan, Írak og ríkjum á borð við Suður-Súdan.Hópur í gríðarlega erfiðri stöðu Íslensk stjórnvöld munu síðan í annað sinn taka á móti hinsegin flóttafólki en fyrst var tekið á móti einstaklingum úr þeim hópi árið 2015. „Þetta er hópur sem er í gríðarlega erfiðri stöðu. Þessir einstaklingar hafa flúið ofsóknir og mikla fordóma í heimalandi en eru ekkert endilega í betri stöðu í landinu sem þeir hafa flúið til þar sem þeir lenda í miklu áreiti og fordómum í flóttamannabúðunum. Þess vegna vildum við leggja sérstaka áherslu á að hluti þessa hóps kæmi þá úr röðum hinsegin flóttamanna,“ segir Þorsteinn. Þessir einstaklingar koma væntanlega úr flóttamannabúðum í Kenýa þó að það liggi ekki alveg fyrir. Þá liggur heldur ekki fyrir hvaðan þeir koma en Þorsteinn segir að þeir séu fyrst og fremst frá Afríkuríkjum. Aðspurður hvernig hann sjái síðan fyrir sér framhald flóttamannamála hér á landi segir Þorsteinn að stefnt sé að því að við lok gildistíma fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar verði búið að fjölga kvótaflóttamönnum úr 50 í 100. Verði það gert í jöfnum skrefum árlega en ríkisfjármálaáætlunin gildir til ársins 2022. „Því til viðbótar erum við líka að leggja áherslu á að efla móttöku þeirra hælisleitenda sem fá hér hæli, það er að segja að fá meira samræmi á milli þeirrar þjónustu sem þeim hópi er boðið upp á miðað við kóvtaflóttamenn.“ Flóttamenn Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti í gær að taka á móti allt að 55 kvótaflóttamönnum á næsta ári. Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra, segir í samtali við Vísi að um sé að ræða 40 til 45 flóttamenn úr flóttamannabúðum í Jórdaníu og Líbanon og svo allt fimm til tíu hinsegin flóttamenn sem eru í flóttamannabúðum í Afríku. Fyrst var greint frá samþykkt ríkisstjórnarinnar í tíufréttum RÚV í gærkvöldi. Í fyrra var tekið á móti 56 kvótaflóttamönnum og á þessu ári hefur verið tekið á móti 40 manns. „Við erum að gera ráð fyrir 40 til 45 flóttamönnum sem koma þá úr flóttamannabúðum í Líbanon og Jórdaníu og koma aðallega frá Sýrlandi. Við erum þó að víkka þetta aðeins út en við höfum nær eingöngu einblínt á sýrlenska flóttamenn að undanförnu. Vandinn er auðvitað áfram langmestur þar þannig að við munum áfram horfa mjög ákveðið í þá átt, en Flóttamannastofnunin hefur bent á að áhersla nærri allra móttökuríkja hafi fyrst og fremst beinst að sýrlenskum flóttamönnum undanfarin ár. Því eru fjölmargir aðrir hópar sem hafa orðið út undan svo við ætlum að breikka sjónarhornið hjá okkur í takt við þeirra ráðleggingar,“ segir Þorsteinn.Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra.VÍSIR/VILHELMEkki liggur fyrir hvaðan flóttamennirnir eru sem koma hingað til lands en Þorsteinn segir að stærstu hóparnir í búðunum séu frá Sýrlandi, Afganistan, Írak og ríkjum á borð við Suður-Súdan.Hópur í gríðarlega erfiðri stöðu Íslensk stjórnvöld munu síðan í annað sinn taka á móti hinsegin flóttafólki en fyrst var tekið á móti einstaklingum úr þeim hópi árið 2015. „Þetta er hópur sem er í gríðarlega erfiðri stöðu. Þessir einstaklingar hafa flúið ofsóknir og mikla fordóma í heimalandi en eru ekkert endilega í betri stöðu í landinu sem þeir hafa flúið til þar sem þeir lenda í miklu áreiti og fordómum í flóttamannabúðunum. Þess vegna vildum við leggja sérstaka áherslu á að hluti þessa hóps kæmi þá úr röðum hinsegin flóttamanna,“ segir Þorsteinn. Þessir einstaklingar koma væntanlega úr flóttamannabúðum í Kenýa þó að það liggi ekki alveg fyrir. Þá liggur heldur ekki fyrir hvaðan þeir koma en Þorsteinn segir að þeir séu fyrst og fremst frá Afríkuríkjum. Aðspurður hvernig hann sjái síðan fyrir sér framhald flóttamannamála hér á landi segir Þorsteinn að stefnt sé að því að við lok gildistíma fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar verði búið að fjölga kvótaflóttamönnum úr 50 í 100. Verði það gert í jöfnum skrefum árlega en ríkisfjármálaáætlunin gildir til ársins 2022. „Því til viðbótar erum við líka að leggja áherslu á að efla móttöku þeirra hælisleitenda sem fá hér hæli, það er að segja að fá meira samræmi á milli þeirrar þjónustu sem þeim hópi er boðið upp á miðað við kóvtaflóttamenn.“
Flóttamenn Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent