Ákæra gefin út á hendur Sveini Gesti í dag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. ágúst 2017 10:09 Sveinn Gestur Tryggvason leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur. vísir Héraðssaksóknari mun gefa út ákæru á hendur Sveini Gesti Tryggvasyni í dag. Sveinn Gestur hefur setið í gæsluvarðhaldi undanfarnar tólf vikur en hann er sakaður um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana á heimili Arnars í Mosfellsdal þann 7. júní síðastliðinn. Sveinn hefur endurtekið verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins frá því það kom upp. Lögum samkvæmt eru takmörk fyrir því hve lengi má halda grunuðum í gæsluvarðhaldi og er hámarkið tólf vikur á meðan ekki hefur verið gefin út ákæra. Embætti héraðssaksóknara staðfestir að ákæra verði gefin út síðdegis í dag. Sveinn Gestur hefur staðfastlega neitað sök um að hafa ætlað að ráða Arnari bana. Í greinargerðum lögreglu sem fylgt hafa kröfum um gæsluvarðhald hefur komið fram að andlát Arnars sé rakið til nokkurra samverkandi þátta. Niðurstaða krufningar var sú að þvinguð frambeygð staða, þrýstingur á brjósthol og hálstak hafi leitt til mikillar minnkunar öndunargetu sem hafi leitt til köfnunar. Auk Sveins Gests eru fimm aðrir grunaðir um aðild að því; fjórir þeirra sátu í gæsluvarðhaldi í viku og einn, Jón Trausti Lúthersson, sat í gæsluvarðhaldi í tæpar fjórar vikur. vísir/eyþórUpptökur af Snapchat og símtöl í neyðarlínuna á meðal gagna málsins Að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms lýsir Sveinn Gestur því að hann hafi komið að heimili Arnars til að sækja þangað garðverkfæri í sinni eigu. Hann segir Arnar hafa að ástæðulausu ráðist á sig og þá sem voru með í för. Á meðal gagna málsins eru nokkur símtöl í neyðalínuna þar sem tilkynnt er um átök og ástand brotaþola. Sveinn Gestur hringdi meðal annars í neyðarlínuna en eftir samtalið við starfsmann neyðarlínunnar má heyra hvar kærði leggi síðan símann frá sér og byrji að hreyta ókvæðisorðum í brotaþola. Þá liggja fyrir Snapchat upptökur úr síma Sveins Gests þar sem sjá má brotaþola liggja hreyfingarlausan, blóðugan og bláan í framan. Fram kemur í greinargerð lögreglu að heyra megi á upptökunum að Sveinn Gestur og Jón Trausti tali á niðrandi hátt til Arnars. Heyra megi Jón Trausta segja að svona fari fyrir þeim sem ráðist að sér. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Héraðssaksóknari mun gefa út ákæru á hendur Sveini Gesti Tryggvasyni í dag. Sveinn Gestur hefur setið í gæsluvarðhaldi undanfarnar tólf vikur en hann er sakaður um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana á heimili Arnars í Mosfellsdal þann 7. júní síðastliðinn. Sveinn hefur endurtekið verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins frá því það kom upp. Lögum samkvæmt eru takmörk fyrir því hve lengi má halda grunuðum í gæsluvarðhaldi og er hámarkið tólf vikur á meðan ekki hefur verið gefin út ákæra. Embætti héraðssaksóknara staðfestir að ákæra verði gefin út síðdegis í dag. Sveinn Gestur hefur staðfastlega neitað sök um að hafa ætlað að ráða Arnari bana. Í greinargerðum lögreglu sem fylgt hafa kröfum um gæsluvarðhald hefur komið fram að andlát Arnars sé rakið til nokkurra samverkandi þátta. Niðurstaða krufningar var sú að þvinguð frambeygð staða, þrýstingur á brjósthol og hálstak hafi leitt til mikillar minnkunar öndunargetu sem hafi leitt til köfnunar. Auk Sveins Gests eru fimm aðrir grunaðir um aðild að því; fjórir þeirra sátu í gæsluvarðhaldi í viku og einn, Jón Trausti Lúthersson, sat í gæsluvarðhaldi í tæpar fjórar vikur. vísir/eyþórUpptökur af Snapchat og símtöl í neyðarlínuna á meðal gagna málsins Að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms lýsir Sveinn Gestur því að hann hafi komið að heimili Arnars til að sækja þangað garðverkfæri í sinni eigu. Hann segir Arnar hafa að ástæðulausu ráðist á sig og þá sem voru með í för. Á meðal gagna málsins eru nokkur símtöl í neyðalínuna þar sem tilkynnt er um átök og ástand brotaþola. Sveinn Gestur hringdi meðal annars í neyðarlínuna en eftir samtalið við starfsmann neyðarlínunnar má heyra hvar kærði leggi síðan símann frá sér og byrji að hreyta ókvæðisorðum í brotaþola. Þá liggja fyrir Snapchat upptökur úr síma Sveins Gests þar sem sjá má brotaþola liggja hreyfingarlausan, blóðugan og bláan í framan. Fram kemur í greinargerð lögreglu að heyra megi á upptökunum að Sveinn Gestur og Jón Trausti tali á niðrandi hátt til Arnars. Heyra megi Jón Trausta segja að svona fari fyrir þeim sem ráðist að sér.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira