Segja skemmtiferðaskip menga 200 sinnum meira en eðlilegt megi teljast Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. ágúst 2017 11:07 Mælingin var gerð í Sundahöfn, en skemmtiferðaskip ferðast um landið hvert sumar og mörg hver stoppa á nokkrum stöðum á landinu. Vísir/Vilhelm Náttúruverndarsamtök Íslands hafa undanfarna daga mælt mengun frá skemmtiferðaskipum í Reykjavíkurhöfn. Mælingarnar sem unnar voru með aðstoð þýsku náttúruverndarsamtakanna Nature and Biodiversity union (NABU) sýna að magn örsmárra agna í útblæstri skipa var um 200 sinnum meira en eðlilegt megi teljast. „Þegar skemmtiferðaskipin eru ekki inni þá er nánast engin mengun. Mjög lítil. Mun minni en í evrópskum stórborgum af þessum efnum. Þannig að þetta er svona 200 sinnum meira en grunnástand væri,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, í samtali við Vísi. „Þetta eru agnir af sóti sem myndast við bruna á svartolíu sem þessi skemmtiferðaskip brenna. Þau mega ekki brenna þegar þau eru í landi en þau brenna svartolíu á leiðinni til dæmis í kringum landið. Þetta er gríðarleg mengun sem berst mjög víða og mjög langt. Sótagnir af þessu tagi þær leggjast á ís og jökla og hraða bráðnuninni,“ segir Árni. Þegar sótagnirnar leggjast á jökla minnkar endurkast sólarljóss frá ísnum, ísinn drekkur í sig meiri hita og bráðnar þarafleiðandi hraðar.Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.Banna eigi bruna svartolíu Í tilkynningu frá Náttúruverndarsamtökunum segir að brýnt sé að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir bruna svartolíu á norðurslóðum, bæði til að vernda heilsu almennings og hægja á hlýnun andrúmsloftið. Þar segir einnig að flutningar á svartolíu séu ógn við lífríki norðurslóða og að svartolíu til að knýja skip beri að banna. „Brýnt er að stjórnvöld banni losun brennisteins og bruna svartolíu innan efnahagslögsögu landsins (Emission Control Area (ECA)), en slík svæði hafa verið stofnuð í Eystrasalti, Norðursjó og með fram ströndum Norður Ameríku. Enn fremur, upphæð hafnargjalda ætti að hækka eftir því sem skipin menga meira. Skipafélögin verða að sýna meiri ábyrgð gagnvart náttúru landsins og heilsu almennings.“ Dr. Axel Friedrich var vísindalegur ráðgjafi við mælingarnar og lagði hann áherslu á þann skaða sem mengun frá skipum getur valdið á heilsu almennings. Hann benti á að samkvæmt mati framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins látist árlega um 50 þúsund einstaklingar af völdum loftmengunar frá skipum. „Vélar eins og eru um borð á skemmtiferðaskipunum myndu ekki fá starfsleyfi á landi og það er hneyksli að skipafyritæki komist upp með að menga jafn mikið og raun ber vitni,” sagði Friedrich, og bætti við, að „Fyrir hendi eru tæknilausnir sem duga vel til að leysa þennan vanda.” Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Börnin sett í mjög erfiðar aðstæður „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Sjá meira
Náttúruverndarsamtök Íslands hafa undanfarna daga mælt mengun frá skemmtiferðaskipum í Reykjavíkurhöfn. Mælingarnar sem unnar voru með aðstoð þýsku náttúruverndarsamtakanna Nature and Biodiversity union (NABU) sýna að magn örsmárra agna í útblæstri skipa var um 200 sinnum meira en eðlilegt megi teljast. „Þegar skemmtiferðaskipin eru ekki inni þá er nánast engin mengun. Mjög lítil. Mun minni en í evrópskum stórborgum af þessum efnum. Þannig að þetta er svona 200 sinnum meira en grunnástand væri,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, í samtali við Vísi. „Þetta eru agnir af sóti sem myndast við bruna á svartolíu sem þessi skemmtiferðaskip brenna. Þau mega ekki brenna þegar þau eru í landi en þau brenna svartolíu á leiðinni til dæmis í kringum landið. Þetta er gríðarleg mengun sem berst mjög víða og mjög langt. Sótagnir af þessu tagi þær leggjast á ís og jökla og hraða bráðnuninni,“ segir Árni. Þegar sótagnirnar leggjast á jökla minnkar endurkast sólarljóss frá ísnum, ísinn drekkur í sig meiri hita og bráðnar þarafleiðandi hraðar.Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.Banna eigi bruna svartolíu Í tilkynningu frá Náttúruverndarsamtökunum segir að brýnt sé að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir bruna svartolíu á norðurslóðum, bæði til að vernda heilsu almennings og hægja á hlýnun andrúmsloftið. Þar segir einnig að flutningar á svartolíu séu ógn við lífríki norðurslóða og að svartolíu til að knýja skip beri að banna. „Brýnt er að stjórnvöld banni losun brennisteins og bruna svartolíu innan efnahagslögsögu landsins (Emission Control Area (ECA)), en slík svæði hafa verið stofnuð í Eystrasalti, Norðursjó og með fram ströndum Norður Ameríku. Enn fremur, upphæð hafnargjalda ætti að hækka eftir því sem skipin menga meira. Skipafélögin verða að sýna meiri ábyrgð gagnvart náttúru landsins og heilsu almennings.“ Dr. Axel Friedrich var vísindalegur ráðgjafi við mælingarnar og lagði hann áherslu á þann skaða sem mengun frá skipum getur valdið á heilsu almennings. Hann benti á að samkvæmt mati framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins látist árlega um 50 þúsund einstaklingar af völdum loftmengunar frá skipum. „Vélar eins og eru um borð á skemmtiferðaskipunum myndu ekki fá starfsleyfi á landi og það er hneyksli að skipafyritæki komist upp með að menga jafn mikið og raun ber vitni,” sagði Friedrich, og bætti við, að „Fyrir hendi eru tæknilausnir sem duga vel til að leysa þennan vanda.”
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Börnin sett í mjög erfiðar aðstæður „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Sjá meira