Kia með einn gullfallegan í Frankfurt Finnur Thorlacius skrifar 30. ágúst 2017 10:20 Kia Concept bíllinn fríði. Kia ætlar að sýna þennan mjög svo laglega tilraunabíl á bílasýningunni í Frankfurt í næsta mánuði. Þessi bíll á að gefa tóninn fyrir útlit næsta Kia cee´d sem kynntur verður á næsta ári og því virðist í fyrstu ekki vera meiningin að þessi bíll verði framleiddur í þessu formi. Tilraunabíllinn er hannaður í hönnunarstúdíói Kia í Evrópu, en það er staðsett steinsnar frá sýningarsvæðinu í Frankfurt. Lagið á þessum bíl er svokallað „extended hot hatch“, eða lengdur smár kraftabíll og má gera ráð fyrir því að hann beri mestan svip af þriggja dyra útgáfu komandi nýrrar kynslóðar þriggja dyra Kia cee´d bílsins. Vonandi á það einnig við fjögurra dyra mun praktískari útgáfunnar líka. Rétt eins og Hyundai ætlar að gera með i30 bíl sinn með því að bæta við „fastback“ útgáfu bílsins virðist Kia ætla að gera slíkt hið sama með cee´d bílinn, en þessir bílar eru systurbílar sem eiga margt sameiginlegt. Ef til vill væri fremur hægt að tala um tilvonandi „shooting brake“ útfærslu næsta cee´d, en lagið á þessum bíl er mjög í ætt við „shooting brake“ bíla Mercedes Benz, sem dæmi. Þó að ekkert nafn sé komið á þennan tilraunabíl Kia ber hann þó stafina GT og er hann með lækkaða fjöðrun og það bendir til þess að Kia ætli að halla sér meira í áttina að sportlegum bílum. Á myndinni að dæma virðist enginn B-póstur vera á bílnum og er það enn betur til vitnis um sportlegt yfirbragð bílsins. Hurðahöldurnar á tilraunabílnum eru innfelldar og engir hliðarspeglar og eykur það ennfremur á töffaraskapinn í hönnun þessa bíls. Eins og á við aðra nýja bíla á bílasýningunni í Frankfurt má búast við að bíllinn verði frumsýndur 12. september. Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent
Kia ætlar að sýna þennan mjög svo laglega tilraunabíl á bílasýningunni í Frankfurt í næsta mánuði. Þessi bíll á að gefa tóninn fyrir útlit næsta Kia cee´d sem kynntur verður á næsta ári og því virðist í fyrstu ekki vera meiningin að þessi bíll verði framleiddur í þessu formi. Tilraunabíllinn er hannaður í hönnunarstúdíói Kia í Evrópu, en það er staðsett steinsnar frá sýningarsvæðinu í Frankfurt. Lagið á þessum bíl er svokallað „extended hot hatch“, eða lengdur smár kraftabíll og má gera ráð fyrir því að hann beri mestan svip af þriggja dyra útgáfu komandi nýrrar kynslóðar þriggja dyra Kia cee´d bílsins. Vonandi á það einnig við fjögurra dyra mun praktískari útgáfunnar líka. Rétt eins og Hyundai ætlar að gera með i30 bíl sinn með því að bæta við „fastback“ útgáfu bílsins virðist Kia ætla að gera slíkt hið sama með cee´d bílinn, en þessir bílar eru systurbílar sem eiga margt sameiginlegt. Ef til vill væri fremur hægt að tala um tilvonandi „shooting brake“ útfærslu næsta cee´d, en lagið á þessum bíl er mjög í ætt við „shooting brake“ bíla Mercedes Benz, sem dæmi. Þó að ekkert nafn sé komið á þennan tilraunabíl Kia ber hann þó stafina GT og er hann með lækkaða fjöðrun og það bendir til þess að Kia ætli að halla sér meira í áttina að sportlegum bílum. Á myndinni að dæma virðist enginn B-póstur vera á bílnum og er það enn betur til vitnis um sportlegt yfirbragð bílsins. Hurðahöldurnar á tilraunabílnum eru innfelldar og engir hliðarspeglar og eykur það ennfremur á töffaraskapinn í hönnun þessa bíls. Eins og á við aðra nýja bíla á bílasýningunni í Frankfurt má búast við að bíllinn verði frumsýndur 12. september.
Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent