Toyota innkallar 314 Toyota Hilux Finnur Thorlacius skrifar 30. ágúst 2017 09:49 Toyota Hilux. Neytendastofu hefur borist tilkynning um að Toyota muni innkalla 314 Toyota Hilux á Íslandi framleidda á tímabilinu apríl 2016 til febrúar 2017. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að í einstaka bílum geti festing sem heldur rafleiðslum aftan við stýrisöxul verið laus. Sé festingin laus er möguleiki að rafleiðslurnar nái að rekast utan í stýrisöxulinn og þegar stýri er snúið valdi það skemmdum á þeim, sem í versta mögulega tilfelli, getur orsakað að vélin drepi á sér. Bílarnir verða kallaðir inn og ísetning rafleiðslna kannað. Í bílum sem greinast með lausa festingu verður festing rafleiðslna tryggð og rafleiðslur lagfærðar eða endurnýjaðar eftir atvikum gerist þess þörf, eigendum að kostnaðarlausu. Toyota á Íslandi mun hafa samband við viðeigandi bifreiðaeigendur. Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við næsta viðurkennda þjónustuaðila Toyota ef þeir eru í vafa. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent
Neytendastofu hefur borist tilkynning um að Toyota muni innkalla 314 Toyota Hilux á Íslandi framleidda á tímabilinu apríl 2016 til febrúar 2017. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að í einstaka bílum geti festing sem heldur rafleiðslum aftan við stýrisöxul verið laus. Sé festingin laus er möguleiki að rafleiðslurnar nái að rekast utan í stýrisöxulinn og þegar stýri er snúið valdi það skemmdum á þeim, sem í versta mögulega tilfelli, getur orsakað að vélin drepi á sér. Bílarnir verða kallaðir inn og ísetning rafleiðslna kannað. Í bílum sem greinast með lausa festingu verður festing rafleiðslna tryggð og rafleiðslur lagfærðar eða endurnýjaðar eftir atvikum gerist þess þörf, eigendum að kostnaðarlausu. Toyota á Íslandi mun hafa samband við viðeigandi bifreiðaeigendur. Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við næsta viðurkennda þjónustuaðila Toyota ef þeir eru í vafa.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent