Rannsaka hvort örplastið sé einnig að finna hér á landi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. september 2017 17:57 Mest var mengunin í vatni í Bandaríkjunum þar sem 94 prósent sýnana voru menguð. Vísir/Getty Veitur ætla að skoða hvort örplast finnist í neysluvatni á höfuðborgarsvæðinu, eftir nýlega rannsókn sem leiddi í ljós að plastagnir eru að finna í kranavatni víðs vegar um heiminn. Sýnatökur munu hefjast á næstu mánuðum, segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna. „Við höfum þegar brugðist við. Okkar vísindamenn hafa sett sig í samband við þá sem gerðu rannsóknina úti og við höfum áhuga á að láta skoða vatnið okkar. Við viljum vita hvort það sé að finna plast í vatninu okkar. Þau tóku jákvætt í erindið okkar og við erum með málið í farvegi,“ segir Ólöf. Um er að ræða rannsókn sem greint var frá á vef Guardian í vikunni, en þar kom fram að plastagnir hafi fundist í 83 prósent þeirra sýna sem tekin voru. Mest var mengunin í vatni í Bandaríkjunum þar sem 94,4 prósent sýnanna voru menguð. Líbanon og Indland komu þar á eftir. Ástandið var skárra í Evrópu. Í Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi fannst plastið í um 72 prósent tilfella. Ólöf segist binda vonir við að fá niðurstöður rannsókna hér á landi hið fyrsta. „Við viljum vita hvað er í vatninu okkar sem við teljum svo hreint og fínt. Við munum líklega senda þeim sýni víða úr kerfinu; úr krönum hjá fólki í hinum og þessum hverfum eftir aldri vatnsveitunnar, kerfinu okkar sjálfu og úr vatnsbólunum,“ segir hún. Ekki sé tímabært að lýsa yfir áhyggjum vegna plastagnanna. „Auðvitað er það alltaf áhyggjuefni þegar svona finnst í neysluvatni, en við erum bara forvitin og viljum vita meira áður en við förum að vera mjög áhyggjufull.“ Tengdar fréttir Plastagnir að finna í kranavatni víða um heim Vísindamenn hafa hvatt til frekari rannsókna á því hvaða afleiðingar þetta kunni að hafa á heilsu manna. 6. september 2017 08:22 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Sjá meira
Veitur ætla að skoða hvort örplast finnist í neysluvatni á höfuðborgarsvæðinu, eftir nýlega rannsókn sem leiddi í ljós að plastagnir eru að finna í kranavatni víðs vegar um heiminn. Sýnatökur munu hefjast á næstu mánuðum, segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna. „Við höfum þegar brugðist við. Okkar vísindamenn hafa sett sig í samband við þá sem gerðu rannsóknina úti og við höfum áhuga á að láta skoða vatnið okkar. Við viljum vita hvort það sé að finna plast í vatninu okkar. Þau tóku jákvætt í erindið okkar og við erum með málið í farvegi,“ segir Ólöf. Um er að ræða rannsókn sem greint var frá á vef Guardian í vikunni, en þar kom fram að plastagnir hafi fundist í 83 prósent þeirra sýna sem tekin voru. Mest var mengunin í vatni í Bandaríkjunum þar sem 94,4 prósent sýnanna voru menguð. Líbanon og Indland komu þar á eftir. Ástandið var skárra í Evrópu. Í Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi fannst plastið í um 72 prósent tilfella. Ólöf segist binda vonir við að fá niðurstöður rannsókna hér á landi hið fyrsta. „Við viljum vita hvað er í vatninu okkar sem við teljum svo hreint og fínt. Við munum líklega senda þeim sýni víða úr kerfinu; úr krönum hjá fólki í hinum og þessum hverfum eftir aldri vatnsveitunnar, kerfinu okkar sjálfu og úr vatnsbólunum,“ segir hún. Ekki sé tímabært að lýsa yfir áhyggjum vegna plastagnanna. „Auðvitað er það alltaf áhyggjuefni þegar svona finnst í neysluvatni, en við erum bara forvitin og viljum vita meira áður en við förum að vera mjög áhyggjufull.“
Tengdar fréttir Plastagnir að finna í kranavatni víða um heim Vísindamenn hafa hvatt til frekari rannsókna á því hvaða afleiðingar þetta kunni að hafa á heilsu manna. 6. september 2017 08:22 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Sjá meira
Plastagnir að finna í kranavatni víða um heim Vísindamenn hafa hvatt til frekari rannsókna á því hvaða afleiðingar þetta kunni að hafa á heilsu manna. 6. september 2017 08:22