Kristján Guðmunds: Ekkert mál að verjast fyrirgjöfum með fimm varnarmenn inni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 9. september 2017 16:25 Kristján Guðmundsson var sáttur með sína menn í dag. VÍSIR/eyþór „Þetta var vel spilað hjá strákunum. Við vorum einbeittir á að framkvæma það sem við ætluðum að gera, spiluðum boltanum í þau svæði sem við vildum í uppspilinu. Náðum að nýta leikmennina mjög vel og þeirra eiginleika, og varnarleikurinn var mjög góður líka,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, eftir sigur sinna manna á KR í Pepsi deildinni í dag. ÍBV vann gríðarlega mikilvægan 3-0 sigur, sem kom þeim upp úr fallsæti á markatölu. „Það eru fjórir leikir eftir. Við skoðum að sjálfsögðu töfluna þegar þetta er búið, en þetta hjálpar verulega upp á sálartitrið, það er engin spurning með það.“ „Við erum meðvitaðir um það að við þurfum að vinna fleiri leiki en bara þennan,“ bætir Kristján við. Eyjamenn spiluðu vel í dag, en KR-ingar áttu einnig frekar slæman dag. Aðspurður hvað hafi staðið upp úr hjá sínu liðið sagði Kristján: „Fyrst og fremst, samheldni og einbeiting. Við duttum aldrei í það að hugsa um einhverja hluti sem við réðum ekki við, eitthvað sem við höfðum ekki áhrif á. Varnarleikurinn mjög þéttur og sóknarloturnar fínar.“ „Mjög gott að skora eftir fast leikatriði, það var einn af þeim punktum sem við fórum með inn í leikinn.“ Fyrri leikur liðanna, sem fram fór í Eyjum 15. júní síðast liðinn, endaði líka með sigri ÍBV. Hefur Kristján Guðmundsson fundið uppskriftina af því að sigra Vesturbæinga? „Í fyrri leiknum þá settum við höfuðáherslu á að skora úr föstum leikatriðum og það gerðum við að mig minnir tvisvar þar. Náðum að loka á sóknarleik þeirra. Við spiluðum aðeins öðruvísi núna varnarleikinn þá þó við höfum verið nánast í sömu uppstillingu. Reyndum að vinna þá inn í önnur svæði heldur en í fyrri leiknum og það tókst mjög vel og við unnum boltann á þeim stöðum sem við vildum vinna hann.“ „Að verjast fyrirgjöfum með fimm menn inni, það er ekkert vandamál fyrir okkur,“ sagði Kristján að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - ÍBV | ÍBV úr fallsætinu á markatölu Eyjamenn sóttu gríðarlega mikilvæg 3 stig í Vesturbæinn og eru komnir úr fallsætinu á markatölu. 9. september 2017 17:00 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
„Þetta var vel spilað hjá strákunum. Við vorum einbeittir á að framkvæma það sem við ætluðum að gera, spiluðum boltanum í þau svæði sem við vildum í uppspilinu. Náðum að nýta leikmennina mjög vel og þeirra eiginleika, og varnarleikurinn var mjög góður líka,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, eftir sigur sinna manna á KR í Pepsi deildinni í dag. ÍBV vann gríðarlega mikilvægan 3-0 sigur, sem kom þeim upp úr fallsæti á markatölu. „Það eru fjórir leikir eftir. Við skoðum að sjálfsögðu töfluna þegar þetta er búið, en þetta hjálpar verulega upp á sálartitrið, það er engin spurning með það.“ „Við erum meðvitaðir um það að við þurfum að vinna fleiri leiki en bara þennan,“ bætir Kristján við. Eyjamenn spiluðu vel í dag, en KR-ingar áttu einnig frekar slæman dag. Aðspurður hvað hafi staðið upp úr hjá sínu liðið sagði Kristján: „Fyrst og fremst, samheldni og einbeiting. Við duttum aldrei í það að hugsa um einhverja hluti sem við réðum ekki við, eitthvað sem við höfðum ekki áhrif á. Varnarleikurinn mjög þéttur og sóknarloturnar fínar.“ „Mjög gott að skora eftir fast leikatriði, það var einn af þeim punktum sem við fórum með inn í leikinn.“ Fyrri leikur liðanna, sem fram fór í Eyjum 15. júní síðast liðinn, endaði líka með sigri ÍBV. Hefur Kristján Guðmundsson fundið uppskriftina af því að sigra Vesturbæinga? „Í fyrri leiknum þá settum við höfuðáherslu á að skora úr föstum leikatriðum og það gerðum við að mig minnir tvisvar þar. Náðum að loka á sóknarleik þeirra. Við spiluðum aðeins öðruvísi núna varnarleikinn þá þó við höfum verið nánast í sömu uppstillingu. Reyndum að vinna þá inn í önnur svæði heldur en í fyrri leiknum og það tókst mjög vel og við unnum boltann á þeim stöðum sem við vildum vinna hann.“ „Að verjast fyrirgjöfum með fimm menn inni, það er ekkert vandamál fyrir okkur,“ sagði Kristján að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - ÍBV | ÍBV úr fallsætinu á markatölu Eyjamenn sóttu gríðarlega mikilvæg 3 stig í Vesturbæinn og eru komnir úr fallsætinu á markatölu. 9. september 2017 17:00 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
Leik lokið: KR - ÍBV | ÍBV úr fallsætinu á markatölu Eyjamenn sóttu gríðarlega mikilvæg 3 stig í Vesturbæinn og eru komnir úr fallsætinu á markatölu. 9. september 2017 17:00