Vara við gjöreyðileggingu í Flórídaríki Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. september 2017 07:00 Flóð hrjá íbúa norðurstrandar Haítí eftir að Irma gekk þar yfir. Nordicphotos/AFP Hálfri milljón hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín í Flórída vegna fellibylsins Irmu sem spáð er að gangi á land í suðurhluta ríkisins á morgun. Framkvæmdastjóri almannavarna Bandaríkjanna varaði í gær við yfirvofandi gjöreyðileggingu. Irma hefur undanfarna daga skilið eftir sig sviðna jörð á eyjum Karíbahafsins og hafa að minnsta kosti tuttugu látið lífið í hamförunum en alls er stormurinn sagður hafa haft mikil áhrif á líf 1,2 milljóna manna. Líklegt þykir að báðar tölur muni hækka verulega. Fellibylurinn var í gær lækkaður úr fimmta stigi niður í það fjórða, sem þó þýðir að stormurinn sé afar hættulegur. Bandaríska veðurstofan greindi frá því í gær að líklega yrði meðalvindhraði Irmu um 74 metrar á sekúndu þegar stormurinn skellur að öllum líkindum á Flórída. Greindi veðurstofan frá því í gær að vegna Irmu gæti suðurhluti Flórída orðið óbyggilegur í vikur, jafnvel mánuði.Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, á blaðamannafundi í gær. Á bak við hann má sjá Marco Rubio, öldungadeildarþingmann ríkisins.Nordicphotos/AFP„Fellibylurinn Irma heldur áfram að vera alvarleg ógn og mun Irma valda gjöreyðileggingu í Bandaríkjunum, annaðhvort í Flórída eða í öðrum ríkjum á suðausturströnd Bandaríkjanna,“ sagði Brock Long, framkvæmdastjóri almannavarna vestanhafs, í gær. Langlíklegast þykir að Flórída verði fyrir barðinu á storminum. Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, tók undir með Long í gær og varaði við fellibylnum. „Við höfum ekki miklu lengri tíma. Ef þú ert á svæði þar sem búið er að fyrirskipa rýmingu þá þarftu að flýta þér og yfirgefa svæðið samstundis,“ sagði Scott á blaðamannafundi í gær og bætti því við að hægt væri að endurreisa heimili, hins vegar væri ekki hægt að vekja fólk upp frá dauðum. „Ef þú skoðar stærð stormsins sérðu að hann er risavaxinn. Hann er breiðari en Flórídaríki og er bæði hættulegur fólki og innviðum,“ sagði Scott enn fremur. Irma gekk yfir Turks og Kaíkoseyjar í gær sem og Hispanjólu og olli þar nokkru tjóni, bæði vegna mikilla vinda og rigningar. BBC greindi frá því að á Turks og Kaíkos, þar sem 35.000 manns búa, hefðu eyjaskeggjar fundið allhressilega fyrir því þegar loftþrýstingur tók dýfu. Reif Irma þök af byggingum höfuðborgarinnar, olli miklum flóðum, sleit háspennulínur og olli rafmagnsleysi. Á Hispanjólu, þar sem eru ríkin Haítí og Dóminíska lýðveldið, olli Irma sams konar tjóni, þó einkum á norðurströndinni. Í samtali við BBC sagði John Freeman, ríkisstjóri Turks og Kaíkos, að vel hefði tekist til við rýmingu en því var beint til íbúa á láglendi Turks og Kaíkos að koma sér eins hátt upp og unnt var. Hæsti punktur eyjanna er þó einungis fimmtíu metra yfir sjávarmáli. Í dag er svo búist við því að mesti stormurinn gangi yfir austur- og miðhluta Kúbu á meðan auga stormsins á að ganga á milli norðurstrandar Kúbu og Bahamaeyja, að því er kemur fram í spá Fellibyljastofnunar Bandaríkjanna (NHC). Fréttavefur Reuters greindi frá því í gær að um fimmtíu þúsund ferðamenn hefðu flúið Kúbu til þess að verða ekki fyrir barðinu á ofsaveðrinu. Voru vinsælir ferðamannastaðir og hótel á norðurströnd eyjunnar til að mynda galtóm í gær. Fellibylurinn Irma Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Hálfri milljón hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín í Flórída vegna fellibylsins Irmu sem spáð er að gangi á land í suðurhluta ríkisins á morgun. Framkvæmdastjóri almannavarna Bandaríkjanna varaði í gær við yfirvofandi gjöreyðileggingu. Irma hefur undanfarna daga skilið eftir sig sviðna jörð á eyjum Karíbahafsins og hafa að minnsta kosti tuttugu látið lífið í hamförunum en alls er stormurinn sagður hafa haft mikil áhrif á líf 1,2 milljóna manna. Líklegt þykir að báðar tölur muni hækka verulega. Fellibylurinn var í gær lækkaður úr fimmta stigi niður í það fjórða, sem þó þýðir að stormurinn sé afar hættulegur. Bandaríska veðurstofan greindi frá því í gær að líklega yrði meðalvindhraði Irmu um 74 metrar á sekúndu þegar stormurinn skellur að öllum líkindum á Flórída. Greindi veðurstofan frá því í gær að vegna Irmu gæti suðurhluti Flórída orðið óbyggilegur í vikur, jafnvel mánuði.Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, á blaðamannafundi í gær. Á bak við hann má sjá Marco Rubio, öldungadeildarþingmann ríkisins.Nordicphotos/AFP„Fellibylurinn Irma heldur áfram að vera alvarleg ógn og mun Irma valda gjöreyðileggingu í Bandaríkjunum, annaðhvort í Flórída eða í öðrum ríkjum á suðausturströnd Bandaríkjanna,“ sagði Brock Long, framkvæmdastjóri almannavarna vestanhafs, í gær. Langlíklegast þykir að Flórída verði fyrir barðinu á storminum. Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, tók undir með Long í gær og varaði við fellibylnum. „Við höfum ekki miklu lengri tíma. Ef þú ert á svæði þar sem búið er að fyrirskipa rýmingu þá þarftu að flýta þér og yfirgefa svæðið samstundis,“ sagði Scott á blaðamannafundi í gær og bætti því við að hægt væri að endurreisa heimili, hins vegar væri ekki hægt að vekja fólk upp frá dauðum. „Ef þú skoðar stærð stormsins sérðu að hann er risavaxinn. Hann er breiðari en Flórídaríki og er bæði hættulegur fólki og innviðum,“ sagði Scott enn fremur. Irma gekk yfir Turks og Kaíkoseyjar í gær sem og Hispanjólu og olli þar nokkru tjóni, bæði vegna mikilla vinda og rigningar. BBC greindi frá því að á Turks og Kaíkos, þar sem 35.000 manns búa, hefðu eyjaskeggjar fundið allhressilega fyrir því þegar loftþrýstingur tók dýfu. Reif Irma þök af byggingum höfuðborgarinnar, olli miklum flóðum, sleit háspennulínur og olli rafmagnsleysi. Á Hispanjólu, þar sem eru ríkin Haítí og Dóminíska lýðveldið, olli Irma sams konar tjóni, þó einkum á norðurströndinni. Í samtali við BBC sagði John Freeman, ríkisstjóri Turks og Kaíkos, að vel hefði tekist til við rýmingu en því var beint til íbúa á láglendi Turks og Kaíkos að koma sér eins hátt upp og unnt var. Hæsti punktur eyjanna er þó einungis fimmtíu metra yfir sjávarmáli. Í dag er svo búist við því að mesti stormurinn gangi yfir austur- og miðhluta Kúbu á meðan auga stormsins á að ganga á milli norðurstrandar Kúbu og Bahamaeyja, að því er kemur fram í spá Fellibyljastofnunar Bandaríkjanna (NHC). Fréttavefur Reuters greindi frá því í gær að um fimmtíu þúsund ferðamenn hefðu flúið Kúbu til þess að verða ekki fyrir barðinu á ofsaveðrinu. Voru vinsælir ferðamannastaðir og hótel á norðurströnd eyjunnar til að mynda galtóm í gær.
Fellibylurinn Irma Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira