Sex mánaða nálgunarbann vegna ítrekaðra hótana gegn konu og barni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. september 2017 10:48 Konan og barnið voru talin stafa raunveruleg hætta af manninum. Vísir/GVA Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að karlmaður skuli sæta sex mánaða nálgunarbanni og brottvísun af heimili gagnvart konu og barni. Í greinargerð barnaverndarnefndar sem fylgir úrskurði héraðsdóms er upphaf málsins takið til ársins 2014. Þá sótti maðurinn barnið á leikskóla í leyfisleysi, ók með það út fyrir höfuðborgarsvæðið og samkvæmt nafnlausri tilkynningu til yfirvalda, hótaði hann að svipta sig og barnið lífi. Þar kemur einnig fram að maðurinn hafi ítrekað sótt barnið á leikskólann þar sem hann hafi haft uppi ógnandi hegðun og gróft málfar í garð starfsmanna. Þurfti starfsfólk leikskólans að setja sér sérstaka viðbragðsáætlun til þess að bregðast við þessu athæfi mannsins. Konunni var útvegaður neyðarhnappur en maðurinn sendi henni ógnandi sms-skilaboð í febrúar og ágúst á þessu ári. Skilaboðin og hótanirnar sem fólst í þeim voru kærðar til lögreglu.Skilaboðin sem kærð voru til lögreglu„„Styttist í að ég losna við gipsið og þá verður það bara ofbeldi gegn ofbeldi“ (sent 23. febrúar). „Laungu komin tími á að þú upplifir að tapa barninu þínu!!!!!“ (sent 8. ágúst). “..þú hefur ennþá 2 daga til að leyfa mér að hitta [...] annars áttu eftir að grenja eins og stúngin grís í marga mánuði og ár“ (sent 9. ágúst)“ .Þá kemur einnig fram í úrskurði héraðsdóms að maðurinn sæti nú þegar nálgunarbanni gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni vegna hótana og ofbeldis og að tvær ákærur hafi verið gefnar út á hendur honum vegna ofbeldisbrota í hennar garð. Er það mat barnaverndarnefndar að konunni og barninu stafi raunveruleg hætta af manninum og að hann muni halda áfram ofsóknum sínum í þeirra garð. Var manninum því gert að sæta nálgunarbanni í sex mánuði, þannig að lagt verði bann við því að hann komi á eða í námunda við heimili konunnar og barnsins, á svæði sem afmarkast við 50 metra radíus umhverfis heimilin, mælt frá miðju. Jafnframt var lagt bann við því að maðurinn veiti þeim eftirför, nálgist þau á almannafæri eða setji sig í samband við þau með öðrum hætti.Dóm Hæstaréttar má sjá hér. Dómsmál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að karlmaður skuli sæta sex mánaða nálgunarbanni og brottvísun af heimili gagnvart konu og barni. Í greinargerð barnaverndarnefndar sem fylgir úrskurði héraðsdóms er upphaf málsins takið til ársins 2014. Þá sótti maðurinn barnið á leikskóla í leyfisleysi, ók með það út fyrir höfuðborgarsvæðið og samkvæmt nafnlausri tilkynningu til yfirvalda, hótaði hann að svipta sig og barnið lífi. Þar kemur einnig fram að maðurinn hafi ítrekað sótt barnið á leikskólann þar sem hann hafi haft uppi ógnandi hegðun og gróft málfar í garð starfsmanna. Þurfti starfsfólk leikskólans að setja sér sérstaka viðbragðsáætlun til þess að bregðast við þessu athæfi mannsins. Konunni var útvegaður neyðarhnappur en maðurinn sendi henni ógnandi sms-skilaboð í febrúar og ágúst á þessu ári. Skilaboðin og hótanirnar sem fólst í þeim voru kærðar til lögreglu.Skilaboðin sem kærð voru til lögreglu„„Styttist í að ég losna við gipsið og þá verður það bara ofbeldi gegn ofbeldi“ (sent 23. febrúar). „Laungu komin tími á að þú upplifir að tapa barninu þínu!!!!!“ (sent 8. ágúst). “..þú hefur ennþá 2 daga til að leyfa mér að hitta [...] annars áttu eftir að grenja eins og stúngin grís í marga mánuði og ár“ (sent 9. ágúst)“ .Þá kemur einnig fram í úrskurði héraðsdóms að maðurinn sæti nú þegar nálgunarbanni gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni vegna hótana og ofbeldis og að tvær ákærur hafi verið gefnar út á hendur honum vegna ofbeldisbrota í hennar garð. Er það mat barnaverndarnefndar að konunni og barninu stafi raunveruleg hætta af manninum og að hann muni halda áfram ofsóknum sínum í þeirra garð. Var manninum því gert að sæta nálgunarbanni í sex mánuði, þannig að lagt verði bann við því að hann komi á eða í námunda við heimili konunnar og barnsins, á svæði sem afmarkast við 50 metra radíus umhverfis heimilin, mælt frá miðju. Jafnframt var lagt bann við því að maðurinn veiti þeim eftirför, nálgist þau á almannafæri eða setji sig í samband við þau með öðrum hætti.Dóm Hæstaréttar má sjá hér.
Dómsmál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Sjá meira