Chevrolet Volt ekið 650.000 km og óbreytt afl rafhlaðanna Finnur Thorlacius skrifar 8. september 2017 11:15 Chevrolet Volt. Einum Chevrolet Volt bíl hefur verið ekið 643.600 km í Bandaríkjunum og eigandi hans, sem er starfsmaður Chevrolet, hefur ekki orðið var við að rafhlöður bílsins hafi minnkað afl hans og geymslugetan því óbreytt. Chevrolet Volt bíll eru búnir rafmótorum og þegar rafhleðslan á rafhlöðum bílsins er búin er einkonar ljósavél sem tekur við og brennir bensíni og við það hleður bílinn rafhlöðurnar og tryggir að för má halda áfram. Hann ekur því ávallt undir afli rafhlaðanna þó svo þær fái samhliða afl úr rafmagnsinnstungum og með ljósavélinni. Þessi tiltekni Volt bíll er líklega sá bíll af þessari gerð sem ekið hefur verið lengst, en hann er af árgerð 2012. Ástæðan fyrir því af hverju þessum bíl er svo mikið ekið liggur í því að 110 mílur, eða 180 kílómetrar, eru frá heimili til vinnustaðar eigandans. Eigendur rafmagnsbíl eða tengiltvinnbíla hafa margir hverjir áhyggjur af endingu rafhlaða í bílum sínum og sumir jafnvel þora ekki að fjárfesta í slíkum bílum vegna þessa. Þessar upplýsingar um endingu rafhlaðanna í þessum Volt bíl ætti að slá á þær áhyggjur. Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent
Einum Chevrolet Volt bíl hefur verið ekið 643.600 km í Bandaríkjunum og eigandi hans, sem er starfsmaður Chevrolet, hefur ekki orðið var við að rafhlöður bílsins hafi minnkað afl hans og geymslugetan því óbreytt. Chevrolet Volt bíll eru búnir rafmótorum og þegar rafhleðslan á rafhlöðum bílsins er búin er einkonar ljósavél sem tekur við og brennir bensíni og við það hleður bílinn rafhlöðurnar og tryggir að för má halda áfram. Hann ekur því ávallt undir afli rafhlaðanna þó svo þær fái samhliða afl úr rafmagnsinnstungum og með ljósavélinni. Þessi tiltekni Volt bíll er líklega sá bíll af þessari gerð sem ekið hefur verið lengst, en hann er af árgerð 2012. Ástæðan fyrir því af hverju þessum bíl er svo mikið ekið liggur í því að 110 mílur, eða 180 kílómetrar, eru frá heimili til vinnustaðar eigandans. Eigendur rafmagnsbíl eða tengiltvinnbíla hafa margir hverjir áhyggjur af endingu rafhlaða í bílum sínum og sumir jafnvel þora ekki að fjárfesta í slíkum bílum vegna þessa. Þessar upplýsingar um endingu rafhlaðanna í þessum Volt bíl ætti að slá á þær áhyggjur.
Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent