311% söluaukning á Audi og 60% tengiltvinnbílar Finnur Thorlacius skrifar 8. september 2017 10:30 Audi A3 e-tron. Þýski bílarisinn Audi hefur slegið í gegn hérlendis á árinu en Audi er nú næst stærsta vörumerkið í sölu á tengiltvinnbílum fyrstu átta mánuði ársins 2017. Þannig er Audi A3 e-tron næst söluhæsti tengiltvinnbílinn og jókst salan um 128% frá sama tíma í fyrra. Ljóst er að Audi siglir í miklum meðbyr og þannig má sjá að þegar sölutölur fyrir ágúst 2016 eru bornar saman við ágúst 2017 að salan hefur aukist um 311%. Í heild hefur salan á Audi aukist um 66% milli ára og er þá aðeins litið á selda bíla til einstaklinga og fyrirtækja en bílaleigur undanskildar. Þá er vert að benda á að yfir 60% af nýskráðum Audi bílum á árinu 2017 eru tengiltvinnbílar af gerðinni A3 e-tron og Q7 e-tron. Sem fyrr er gríðarlega góð sala í bílum frá Mitsubishi, enda verðið á þeim afar hagstætt á 100 ára afmæli fyrirtækisins. Mitsubishi Outlander PHEV ber einnig höfuð og herðar yfir aðrar tegundir þegar kemur að tengiltvinnbílum. Reyndar er mikil söluaukning á tengiltvinnbílum en á síðasta ári seldust 303 slíkir á fyrstu átta mánuðum ársins en þeir eru orðnir 802 á sömu mánuðum þessa árs. „Íslendingar eru fljótir að átta sig á gæðum og kostum tengiltvinnbíla og á mikilvægi þess að hugsa um framtíðina. 100 ára afmælisverðið virðist hafa ýtt við fjölmörgum sem voru í kauphugleiðingum á vistvænum bílum og ekkert lát er á eftirspurninni,“ segir María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri sölusviðs Heklu. Næstum fjórir af hverjum 10 nýjum tengiltvinnbílum á árinu eru af gerðinni Mitsubishi Outlander PHEV og er rétt að benda áhugasömum á að ný sending af þessari vinsælu tegund er væntanleg í lok september.Audi Q7 e-tron.Mitsubishi Outlander PHEV. Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent
Þýski bílarisinn Audi hefur slegið í gegn hérlendis á árinu en Audi er nú næst stærsta vörumerkið í sölu á tengiltvinnbílum fyrstu átta mánuði ársins 2017. Þannig er Audi A3 e-tron næst söluhæsti tengiltvinnbílinn og jókst salan um 128% frá sama tíma í fyrra. Ljóst er að Audi siglir í miklum meðbyr og þannig má sjá að þegar sölutölur fyrir ágúst 2016 eru bornar saman við ágúst 2017 að salan hefur aukist um 311%. Í heild hefur salan á Audi aukist um 66% milli ára og er þá aðeins litið á selda bíla til einstaklinga og fyrirtækja en bílaleigur undanskildar. Þá er vert að benda á að yfir 60% af nýskráðum Audi bílum á árinu 2017 eru tengiltvinnbílar af gerðinni A3 e-tron og Q7 e-tron. Sem fyrr er gríðarlega góð sala í bílum frá Mitsubishi, enda verðið á þeim afar hagstætt á 100 ára afmæli fyrirtækisins. Mitsubishi Outlander PHEV ber einnig höfuð og herðar yfir aðrar tegundir þegar kemur að tengiltvinnbílum. Reyndar er mikil söluaukning á tengiltvinnbílum en á síðasta ári seldust 303 slíkir á fyrstu átta mánuðum ársins en þeir eru orðnir 802 á sömu mánuðum þessa árs. „Íslendingar eru fljótir að átta sig á gæðum og kostum tengiltvinnbíla og á mikilvægi þess að hugsa um framtíðina. 100 ára afmælisverðið virðist hafa ýtt við fjölmörgum sem voru í kauphugleiðingum á vistvænum bílum og ekkert lát er á eftirspurninni,“ segir María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri sölusviðs Heklu. Næstum fjórir af hverjum 10 nýjum tengiltvinnbílum á árinu eru af gerðinni Mitsubishi Outlander PHEV og er rétt að benda áhugasömum á að ný sending af þessari vinsælu tegund er væntanleg í lok september.Audi Q7 e-tron.Mitsubishi Outlander PHEV.
Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent