Viðbragðsaðilar í Texas stefna efnaframleiðanda Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2017 23:21 Varað hafði verið við sprengingu í efnaverksmiðju Arkema. Lögreglumenn veiktust af gufunum sem bárust frá eldi sem logaði í henni. Vísir/AFP Hópur lögreglu- og björgunarmanna sem gættu efnaverksmiðju sem talin var að gæti sprungið eftir fellibylinn Harvey í Texas hefur stefnt eiganda verksmiðjunnar. Mennirnir veiktust af eiturgufum en þeir telja að fyrirtækið hafi gert lítið úr hættunni af þeim. Eldur kom upp í efnaverksmiðju franska fjölþjóðlega fyrirtækisins Arkema í Crosby, utan við Houston, þegar vatn flæddi þar inn af völdum fellibyljarins í lok síðasta mánaðar. Viðbragðsaðilar sem komu fyrstir á staðinn og gættu þess að enginn kæmi nærri verksmiðjunni lýsa því að þeir hafi kastað upp og átt erfitt með andardrátt af völdum eiturgufa frá verksmiðjunni snemma morguns 29. ágúst. Sjúkraliðar sem reyndu að hjálpa veiktust einnig. Sumir lögregumannann óku sjálfum sér á sjúkrahús þar sem þeir gátu ekki skilið bíla sína eftir með vopnum í þeim. Í stefnunni saka þeir Arkema um að hafa gert lítið úr hættunni sem stafaði af eldinum og að fyrirtækið hafi brugðist þeirri skyldu sinni að vara viðbragðsaðila við. Krefjast þeir einnar milljónar dollara í skaðabætur.Forðuðust að lýsa gufunum sem „eitruðum“Arkema segist harma að viðbragðsaðilar hafi veikst en hafnar algerlega ásökununum. Þvert á móti hafi það varað almenning við að halda sig fjarri verksmiðjunni. Lögreglumennirnir segjast hins vegar hafa verið við mörkin sem fyrirtækið nefndi þegar eiturgufurnar lagði yfir þá. Verksmiðjan framleiddi lífrænt peroxíð. Þegar rafmagn fór af verksmiðjunni hætti kælikerfi að virka sem varð til þess að efnið ofhitnað og eldur braust út.Washington Post segir að forsvarsmenn Arkema hafi forðast að kalla gufurnar sem bárust frá eldinum „eitraðar“. Upphaflega lýstu þeir reyknum sem lögreglumenn önduðu að sér sem „óeitruðu ertiefni“. Síðar viðurkenndi forseti Norður-Ameríkudeildar Arkema að reykurinn væri sannarlega „skaðlegur“. Hélt hann því hins vegar fram að „eitraður“ væri afstætt hugtak. Lagði hann áherslu á að efnin sjálf hefðu ekki sluppið út. Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Óttast stórhættulegan reyk frá efnaverksmiðju við Houston Yfirmaður Almannavarna Bandaríkjanna óttast að reykur sem leggur frá efnaverksmiðju nærri Houston geti verið stórhættulegur. 31. ágúst 2017 16:11 Sprengingar í efnaverksmiðjunni í Houston Ertandi reykur berst frá sprengingum í efnaverksmiðju í útjaðri Houston. Lögreglumaður var fluttur á sjúkrahús eftir að hann andaði að sér eiturgufum. 31. ágúst 2017 10:01 Efnaverksmiðja spýr eitri eftir Harvey Regnvatn olli bilunum í efnaverksmiðju í Houston. Yfirmaður hamfaravarna segir útblástur frá verksmiðjunni afar hættulegan. Sprengingar heyrðust í nágrenni verksmiðjunnar í gær. Tala látinna heldur áfram að hækka í Texas. Stormurinn stefnir nú í norðausturátt. 1. september 2017 07:00 Ómögulegt að koma í veg fyrir að efnaverksmiðja í Houston springi Framkvæmdastjóri efnaverksmiðju í útjaðri Houston í Texas segir óumflýjanlegt að hún muni annað hvort springa eða brenna til grunna á næstu dögum. 31. ágúst 2017 07:47 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Hópur lögreglu- og björgunarmanna sem gættu efnaverksmiðju sem talin var að gæti sprungið eftir fellibylinn Harvey í Texas hefur stefnt eiganda verksmiðjunnar. Mennirnir veiktust af eiturgufum en þeir telja að fyrirtækið hafi gert lítið úr hættunni af þeim. Eldur kom upp í efnaverksmiðju franska fjölþjóðlega fyrirtækisins Arkema í Crosby, utan við Houston, þegar vatn flæddi þar inn af völdum fellibyljarins í lok síðasta mánaðar. Viðbragðsaðilar sem komu fyrstir á staðinn og gættu þess að enginn kæmi nærri verksmiðjunni lýsa því að þeir hafi kastað upp og átt erfitt með andardrátt af völdum eiturgufa frá verksmiðjunni snemma morguns 29. ágúst. Sjúkraliðar sem reyndu að hjálpa veiktust einnig. Sumir lögregumannann óku sjálfum sér á sjúkrahús þar sem þeir gátu ekki skilið bíla sína eftir með vopnum í þeim. Í stefnunni saka þeir Arkema um að hafa gert lítið úr hættunni sem stafaði af eldinum og að fyrirtækið hafi brugðist þeirri skyldu sinni að vara viðbragðsaðila við. Krefjast þeir einnar milljónar dollara í skaðabætur.Forðuðust að lýsa gufunum sem „eitruðum“Arkema segist harma að viðbragðsaðilar hafi veikst en hafnar algerlega ásökununum. Þvert á móti hafi það varað almenning við að halda sig fjarri verksmiðjunni. Lögreglumennirnir segjast hins vegar hafa verið við mörkin sem fyrirtækið nefndi þegar eiturgufurnar lagði yfir þá. Verksmiðjan framleiddi lífrænt peroxíð. Þegar rafmagn fór af verksmiðjunni hætti kælikerfi að virka sem varð til þess að efnið ofhitnað og eldur braust út.Washington Post segir að forsvarsmenn Arkema hafi forðast að kalla gufurnar sem bárust frá eldinum „eitraðar“. Upphaflega lýstu þeir reyknum sem lögreglumenn önduðu að sér sem „óeitruðu ertiefni“. Síðar viðurkenndi forseti Norður-Ameríkudeildar Arkema að reykurinn væri sannarlega „skaðlegur“. Hélt hann því hins vegar fram að „eitraður“ væri afstætt hugtak. Lagði hann áherslu á að efnin sjálf hefðu ekki sluppið út.
Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Óttast stórhættulegan reyk frá efnaverksmiðju við Houston Yfirmaður Almannavarna Bandaríkjanna óttast að reykur sem leggur frá efnaverksmiðju nærri Houston geti verið stórhættulegur. 31. ágúst 2017 16:11 Sprengingar í efnaverksmiðjunni í Houston Ertandi reykur berst frá sprengingum í efnaverksmiðju í útjaðri Houston. Lögreglumaður var fluttur á sjúkrahús eftir að hann andaði að sér eiturgufum. 31. ágúst 2017 10:01 Efnaverksmiðja spýr eitri eftir Harvey Regnvatn olli bilunum í efnaverksmiðju í Houston. Yfirmaður hamfaravarna segir útblástur frá verksmiðjunni afar hættulegan. Sprengingar heyrðust í nágrenni verksmiðjunnar í gær. Tala látinna heldur áfram að hækka í Texas. Stormurinn stefnir nú í norðausturátt. 1. september 2017 07:00 Ómögulegt að koma í veg fyrir að efnaverksmiðja í Houston springi Framkvæmdastjóri efnaverksmiðju í útjaðri Houston í Texas segir óumflýjanlegt að hún muni annað hvort springa eða brenna til grunna á næstu dögum. 31. ágúst 2017 07:47 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Óttast stórhættulegan reyk frá efnaverksmiðju við Houston Yfirmaður Almannavarna Bandaríkjanna óttast að reykur sem leggur frá efnaverksmiðju nærri Houston geti verið stórhættulegur. 31. ágúst 2017 16:11
Sprengingar í efnaverksmiðjunni í Houston Ertandi reykur berst frá sprengingum í efnaverksmiðju í útjaðri Houston. Lögreglumaður var fluttur á sjúkrahús eftir að hann andaði að sér eiturgufum. 31. ágúst 2017 10:01
Efnaverksmiðja spýr eitri eftir Harvey Regnvatn olli bilunum í efnaverksmiðju í Houston. Yfirmaður hamfaravarna segir útblástur frá verksmiðjunni afar hættulegan. Sprengingar heyrðust í nágrenni verksmiðjunnar í gær. Tala látinna heldur áfram að hækka í Texas. Stormurinn stefnir nú í norðausturátt. 1. september 2017 07:00
Ómögulegt að koma í veg fyrir að efnaverksmiðja í Houston springi Framkvæmdastjóri efnaverksmiðju í útjaðri Houston í Texas segir óumflýjanlegt að hún muni annað hvort springa eða brenna til grunna á næstu dögum. 31. ágúst 2017 07:47