85% skólabarnanna fóru ekki yfir á gangbraut Finnur Thorlacius skrifar 7. september 2017 16:50 Barn á leið yfir gervigangbraut. Nú í upphafi skólaárs er mikilvægt að öryggi barna á leið í skólann sé tryggt og liður í því er að gangbrautir yfir vegi séu rétt staðsettar og notaðar af börnunum. Í frétt frá Reykjavíkurborg segir Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar: „Gönguleiðir skólabarna, frá heimili í skóla, í flestum skólum borgarinnar voru kortlagðar með ítarlegum hætti fyrir nokkrum árum. Börnin teiknuðu sjálf inn á kort þær leiðir sem þau ganga og hvar þau þvera götur og voru niðurstöðurnar voru settar inn í gagnagrunn.“ Af gefnu tilefni gerði FÍB könnun á gönguleiðum við Austurbæjarskóla fimmtudagsmorguninn 7. september milli kl. 8.00 - 8.20. Það sem vakti athygli FÍB er að 85% gangandi vegfarenda gengu yfir gervigangbrautir með engar zebramerkingar né gangbrautarskilti við tvenn gatnamót við Austurbæjarskóla þennan umrædda morgun. Aðeins 27 af 174 sem fóru um gatnamót Bergþórugötu/Barónsstígs fóru yfir gangbrautina þar sem borgin valdi að hafa zebragangbrautir og gangbrautarskilti. Því fóru aðeins 15% barnanna yfir götuna á gangbraut en 85% yfir gervigangbrautir með engar zebramerkingar. Mælingar FÍB sýndar með grafískum hætti. Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent
Nú í upphafi skólaárs er mikilvægt að öryggi barna á leið í skólann sé tryggt og liður í því er að gangbrautir yfir vegi séu rétt staðsettar og notaðar af börnunum. Í frétt frá Reykjavíkurborg segir Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar: „Gönguleiðir skólabarna, frá heimili í skóla, í flestum skólum borgarinnar voru kortlagðar með ítarlegum hætti fyrir nokkrum árum. Börnin teiknuðu sjálf inn á kort þær leiðir sem þau ganga og hvar þau þvera götur og voru niðurstöðurnar voru settar inn í gagnagrunn.“ Af gefnu tilefni gerði FÍB könnun á gönguleiðum við Austurbæjarskóla fimmtudagsmorguninn 7. september milli kl. 8.00 - 8.20. Það sem vakti athygli FÍB er að 85% gangandi vegfarenda gengu yfir gervigangbrautir með engar zebramerkingar né gangbrautarskilti við tvenn gatnamót við Austurbæjarskóla þennan umrædda morgun. Aðeins 27 af 174 sem fóru um gatnamót Bergþórugötu/Barónsstígs fóru yfir gangbrautina þar sem borgin valdi að hafa zebragangbrautir og gangbrautarskilti. Því fóru aðeins 15% barnanna yfir götuna á gangbraut en 85% yfir gervigangbrautir með engar zebramerkingar. Mælingar FÍB sýndar með grafískum hætti.
Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent