Handbolti

Karen líklega frá í tvo mánuði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Karen Knútsdóttir.
Karen Knútsdóttir. Vísir/Stefán
Það verður bið á endurkomu Karenar Knútsdóttur í Olísdeild kvenna en hún meiddist í leik Fram og Stjörnunnar í Meistarakeppni HSÍ í gær.

Karen haltraði af velli undir lok fyrri hálfleiks en í hádeginu kom í ljós að hásin er slitin að hluta.

„Ég veit enn ekki hversu mikið hún er slitin og ég á eftir að hitta fleiri lækna,“ sagði hún í samtali við Vísi í dag. „En ég slepp við gips.“

Hún segir líklegt að hún verði frá í minnst tvo mánuði en að það eigi eftir að koma betur í ljós. Tímabilið í Olísdeild kvenna hefst um helgina en Fram, sem er ríkjandi Íslandsmeistari, er spáð titlinum.

„Ég er mjög ánægð með að vera komin heim. Þetta er flottur hópur eins og sást í leiknum í gær. Það er gaman að vera komin aftur heim í Fram,“ sagði hún.


Tengdar fréttir

ÍBV og Fram spáð titlinum

Fram verður Íslandsmeistari kvenna annað árið í röð en Eyjamenn hreppa hnossið í ár, samkvæmt spá fyrirliða og forráðamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×