Georg litli byrjaður í skóla Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. september 2017 11:25 Georg stendur hér á milli föður síns og yfirkennarans í Thomas Battersea. vísir/getty Georg prins, elsta barn Vilhjálms, hertoga af Cambridge, og eiginkonu hans, Katrínar, hertogaynju af Cambridge, byrjaði í skóla í dag. Skólinn heitir Thomas Battersea og er í suðvesturhluta London. Hann er fyrir nemendur á aldrinum fjögurra til þrettán ára en Georg varð einmitt fjögurra ára í júlí. Skólagjöldin eru 18 þúsund pund á ári eða sem nemur 2,5 milljónum íslenskra króna á gengi dagsins í dag. Vilhjálmur og Katrín ætluðu bæði að fylgja syninum í skólann fyrsta daginn en Katrín átti ekki heimangengt þar sem hún er nú með mikla morgunógleði og uppköst en hún er ólétt af þriðja barni þeirra hjóna. Vilhjálmur fylgdi því syninum í morgun og mættu þeir feðgar í skólanum rétt fyrir klukkan níu. Fjöldi manns hafði safnast saman við hlið skólans til að fylgjast með komu prinsins en honum var ekið inn um hliðarinngang þar sem öryggishlið lokaðist svo. Georg labbaði svo ásamt föður sínum í átt til Helen Haslem, yfirkennara yngra stigs skólans, sem tók á móti feðgunum og heilsaði þeim báðum með handabandi. Miðað við fyrsta skóladag Vilhjálms var lítið fjölmiðlafár í kringum Georg í morgun. Foreldrar hans leyfðu aðeins einum ljósmyndara og einum kvikmyndatökumanni að vera á staðnum til að ná myndum af fyrsta skóladeginum.Litli prinsinn klórar sér aðeins í nefinu áður en hann hittir kennarann.vísir/gettyPrinsinn var nokkuð alvarlegur á svip við upphaf fyrsta skóladagsins enda alvöru mál að byrja í skóla.vísir/getty Kóngafólk Tengdar fréttir Katrín og Vilhjálmur eiga von á barni Katrín, hertogaynja af Cambridge, og Vilhjálmur, Bretaprins, eiga von á sínu þriðja barni. 4. september 2017 09:31 Erfið meðganga í vændum: „Mikil uppköst geta haft alvarlega fylgikvilla“ Konungsfjölskyldan í Bretlandi tilkynnti í gær að Katrín, hertogaynja af Cambridge, ætti von á sínu þriðja barni. Ekki var gefin upp sett dagsetning en ljóst er að meðgangan verður enginn dans á rósum fyrir Katrínu, því hún þjáist af hg sem útleggst á íslensku sem mikil uppköst. 5. september 2017 14:15 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Georg prins, elsta barn Vilhjálms, hertoga af Cambridge, og eiginkonu hans, Katrínar, hertogaynju af Cambridge, byrjaði í skóla í dag. Skólinn heitir Thomas Battersea og er í suðvesturhluta London. Hann er fyrir nemendur á aldrinum fjögurra til þrettán ára en Georg varð einmitt fjögurra ára í júlí. Skólagjöldin eru 18 þúsund pund á ári eða sem nemur 2,5 milljónum íslenskra króna á gengi dagsins í dag. Vilhjálmur og Katrín ætluðu bæði að fylgja syninum í skólann fyrsta daginn en Katrín átti ekki heimangengt þar sem hún er nú með mikla morgunógleði og uppköst en hún er ólétt af þriðja barni þeirra hjóna. Vilhjálmur fylgdi því syninum í morgun og mættu þeir feðgar í skólanum rétt fyrir klukkan níu. Fjöldi manns hafði safnast saman við hlið skólans til að fylgjast með komu prinsins en honum var ekið inn um hliðarinngang þar sem öryggishlið lokaðist svo. Georg labbaði svo ásamt föður sínum í átt til Helen Haslem, yfirkennara yngra stigs skólans, sem tók á móti feðgunum og heilsaði þeim báðum með handabandi. Miðað við fyrsta skóladag Vilhjálms var lítið fjölmiðlafár í kringum Georg í morgun. Foreldrar hans leyfðu aðeins einum ljósmyndara og einum kvikmyndatökumanni að vera á staðnum til að ná myndum af fyrsta skóladeginum.Litli prinsinn klórar sér aðeins í nefinu áður en hann hittir kennarann.vísir/gettyPrinsinn var nokkuð alvarlegur á svip við upphaf fyrsta skóladagsins enda alvöru mál að byrja í skóla.vísir/getty
Kóngafólk Tengdar fréttir Katrín og Vilhjálmur eiga von á barni Katrín, hertogaynja af Cambridge, og Vilhjálmur, Bretaprins, eiga von á sínu þriðja barni. 4. september 2017 09:31 Erfið meðganga í vændum: „Mikil uppköst geta haft alvarlega fylgikvilla“ Konungsfjölskyldan í Bretlandi tilkynnti í gær að Katrín, hertogaynja af Cambridge, ætti von á sínu þriðja barni. Ekki var gefin upp sett dagsetning en ljóst er að meðgangan verður enginn dans á rósum fyrir Katrínu, því hún þjáist af hg sem útleggst á íslensku sem mikil uppköst. 5. september 2017 14:15 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Katrín og Vilhjálmur eiga von á barni Katrín, hertogaynja af Cambridge, og Vilhjálmur, Bretaprins, eiga von á sínu þriðja barni. 4. september 2017 09:31
Erfið meðganga í vændum: „Mikil uppköst geta haft alvarlega fylgikvilla“ Konungsfjölskyldan í Bretlandi tilkynnti í gær að Katrín, hertogaynja af Cambridge, ætti von á sínu þriðja barni. Ekki var gefin upp sett dagsetning en ljóst er að meðgangan verður enginn dans á rósum fyrir Katrínu, því hún þjáist af hg sem útleggst á íslensku sem mikil uppköst. 5. september 2017 14:15