Ól upp marga af bestu listamönnum Íslands Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. september 2017 06:00 Þorgerður Ingólfsdóttir hefur stýrt kórastarfi í Menntaskólanum í Hamrahlíð í 50 ár. Hún hefur haft mikil áhrif á marga af fremstu listamönnum Íslands. vísir/stefán „Mér þætti gaman að vita hversu margir Íslendingar hafa unnið sama starfið í hálfa öld, sleitulaust, og skilað jafn góðu verki,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, fyrrverandi nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Þorgerður Ingólfsdóttir ætlar að láta af starfi kórstjóra í Menntaskólanum við Hamrahlið í lok október og hefur skólinn auglýst starfið laust. Þorgerður hefur gegnt starfinu allt frá því árið 1967, þegar hún var 23 ára gömul. Árið 1982 stofnaði hún Hamrahlíðarkórinn, fyrir fyrrverandi nemendur skólans. Páll Óskar var í kórnum hjá Þorgerði í tvö ár og segir það hafa verið bæði hollt og gott. „Þarna fékk maður tækifæri til að kynnast íslenskum þjóðlögum og íslenskum tónlistararfi á þann hátt sem ég hefði annars aldrei fengið að kynnast honum,“ segir hann. Páll Óskar segir að fyrir utan hvað verkefnavalið hafi verið flott og krefjandi þá hafi hann lært alls kyns lífsreglur sem hann hafi notið allar götur síðan. „Til dæmis að mæta á réttum tíma á æfingar, að bera virðingu fyrir tíma annars fólks, að takast á við hluti með þolinmæði.“ Einræður Þorgerðar um lífsviðhorf hennar eru Páli Óskari líka hugleiknar. „Ég held að bestu kennararnir séu þannig að þeir fara út fyrir námsefnið og kenna þér einhverjar lífsreglur sem jafnvel foreldrar þínir gleyma að kenna þér,“ segir hann. Söngkonan Sigríður Thorlacius hefur svipaða sögu að segja og Páll Óskar. Hún var samtals í 10 ár hjá Þorgerði, bæði í MH kórnum og Hamrahlíðarkórnum. „Ég held að þetta sé einhver besti skóli sem ég hef farið í,“ segir Sigríður. Sigríður segir merkilegt að hugsa til þess hvernig Þorgerði hafi tekist að halda ákveðnum hljómi og tilteknu yfirbragði á kórnum í alla þessa áratugi, þótt hún sé sífellt með nýtt fólk í kórnum. „Hún er líka frumkvöðull í því að kórinn er alltaf að flytja nýja íslenska músík, músík eftir nútímatónskáld,“ segir Sigríður. Stuðmaðurinn Egill Ólafsson segist eiga Þorgerði feril sinn að þakka. „Þetta var aldeilis makalaust uppeldisstarf fyrir mína parta og leiddi mig inn á þá braut sem ég síðan fylgdi, músíkina,“ segir Egill. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira
„Mér þætti gaman að vita hversu margir Íslendingar hafa unnið sama starfið í hálfa öld, sleitulaust, og skilað jafn góðu verki,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, fyrrverandi nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Þorgerður Ingólfsdóttir ætlar að láta af starfi kórstjóra í Menntaskólanum við Hamrahlið í lok október og hefur skólinn auglýst starfið laust. Þorgerður hefur gegnt starfinu allt frá því árið 1967, þegar hún var 23 ára gömul. Árið 1982 stofnaði hún Hamrahlíðarkórinn, fyrir fyrrverandi nemendur skólans. Páll Óskar var í kórnum hjá Þorgerði í tvö ár og segir það hafa verið bæði hollt og gott. „Þarna fékk maður tækifæri til að kynnast íslenskum þjóðlögum og íslenskum tónlistararfi á þann hátt sem ég hefði annars aldrei fengið að kynnast honum,“ segir hann. Páll Óskar segir að fyrir utan hvað verkefnavalið hafi verið flott og krefjandi þá hafi hann lært alls kyns lífsreglur sem hann hafi notið allar götur síðan. „Til dæmis að mæta á réttum tíma á æfingar, að bera virðingu fyrir tíma annars fólks, að takast á við hluti með þolinmæði.“ Einræður Þorgerðar um lífsviðhorf hennar eru Páli Óskari líka hugleiknar. „Ég held að bestu kennararnir séu þannig að þeir fara út fyrir námsefnið og kenna þér einhverjar lífsreglur sem jafnvel foreldrar þínir gleyma að kenna þér,“ segir hann. Söngkonan Sigríður Thorlacius hefur svipaða sögu að segja og Páll Óskar. Hún var samtals í 10 ár hjá Þorgerði, bæði í MH kórnum og Hamrahlíðarkórnum. „Ég held að þetta sé einhver besti skóli sem ég hef farið í,“ segir Sigríður. Sigríður segir merkilegt að hugsa til þess hvernig Þorgerði hafi tekist að halda ákveðnum hljómi og tilteknu yfirbragði á kórnum í alla þessa áratugi, þótt hún sé sífellt með nýtt fólk í kórnum. „Hún er líka frumkvöðull í því að kórinn er alltaf að flytja nýja íslenska músík, músík eftir nútímatónskáld,“ segir Sigríður. Stuðmaðurinn Egill Ólafsson segist eiga Þorgerði feril sinn að þakka. „Þetta var aldeilis makalaust uppeldisstarf fyrir mína parta og leiddi mig inn á þá braut sem ég síðan fylgdi, músíkina,“ segir Egill.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira