Rio Tinto hyggst selja álverið í Straumsvík Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 6. september 2017 18:30 Rannveig Rist, forstjóri álversins, hélt starfsmannafund í morgun þar sem hún tilkynnti að Rio Tinto Alcan, sem er einn stærsti álframleiðandi í heimi, ætli að endurskoða eignarhald sitt á álverinu í Straumsvík. „Við erum að fara í það ferli að athuga hvort einhverjir kaupendur vilji kaupa ISAL og tvær verksmiðjur aðrar að auki, sem eru í eigu Rio. Eða að Rio heldur áfram að eiga fyrirtækið ef ferlið leiðir ekki til sölu," segir Rannveig. Afkoma álversins hefur verið slök síðustu fimm ár en fer þó batnandi með hækkandi álverði. Rannveig segir það þó ekki helstu ástæðu sölu. Framleiðsla álversins í Straumsvík sé sértæk og ólík annarri framleiðslu Rio Tinto auk þess sem fjarlægð frá öðrum fyrirtækjum álrisans sé mikil. „Þannig að við pössum ekki alveg inn í þeirra stefnu. Það er verið að endurskoða þetta og það er eitthvað sem fyrirtæki gera reglulega. Þau skoða hvaða fyrirtæki passa saman og bregðast við. Þessi yfirferð er farin öðru hvoru og nú hefur verið tekin ákvörðun að gera þetta í ISAL," segir Rannveig og segist engar áhyggur hafa af eftirspurn. Sérstaða álversins sé mikil, það noti raforku úr vatnsaflsvirkjunum, það sé umhverfisvænt og framleiði virðisaukandi sérvöru. „Þannig að það er mjög eftirsóknarvert og ekki margir sem geta framleitt þær vörur sem við erum að framleiða þannig að það eru margir um hituna, hugsa ég.“ Undirbúningur fyrir sölu getur tekið allt að tvö ár og Rannveig getur ekkert sagt um verðmiðann á álverinu. Hún segir starfsmenn rólega enda sé ekki verið að stefna að lokun og því engin hætta á uppsögnum. „Við tökum þessu af miklu æðruleysi hér. Þetta er hluti af því að vera í viðskiputm. Ég held að sá stjórnandi sem getur ekki sætt sig við og unnið úr því að það verði breytingar, ætti að fást við eitthvað annað,“ segir Rannveig Rist. Tengdar fréttir Rio Tinto tapaði 3,3 milljörðum í Straumsvík Álver Rio Tinto í Straumsvík var rekið með 28,8 milljóna dala tapi í fyrra eða sem nemur 3,3 milljörðum króna miðað við gengið í árslok 2016. 21. júní 2017 07:30 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Rannveig Rist, forstjóri álversins, hélt starfsmannafund í morgun þar sem hún tilkynnti að Rio Tinto Alcan, sem er einn stærsti álframleiðandi í heimi, ætli að endurskoða eignarhald sitt á álverinu í Straumsvík. „Við erum að fara í það ferli að athuga hvort einhverjir kaupendur vilji kaupa ISAL og tvær verksmiðjur aðrar að auki, sem eru í eigu Rio. Eða að Rio heldur áfram að eiga fyrirtækið ef ferlið leiðir ekki til sölu," segir Rannveig. Afkoma álversins hefur verið slök síðustu fimm ár en fer þó batnandi með hækkandi álverði. Rannveig segir það þó ekki helstu ástæðu sölu. Framleiðsla álversins í Straumsvík sé sértæk og ólík annarri framleiðslu Rio Tinto auk þess sem fjarlægð frá öðrum fyrirtækjum álrisans sé mikil. „Þannig að við pössum ekki alveg inn í þeirra stefnu. Það er verið að endurskoða þetta og það er eitthvað sem fyrirtæki gera reglulega. Þau skoða hvaða fyrirtæki passa saman og bregðast við. Þessi yfirferð er farin öðru hvoru og nú hefur verið tekin ákvörðun að gera þetta í ISAL," segir Rannveig og segist engar áhyggur hafa af eftirspurn. Sérstaða álversins sé mikil, það noti raforku úr vatnsaflsvirkjunum, það sé umhverfisvænt og framleiði virðisaukandi sérvöru. „Þannig að það er mjög eftirsóknarvert og ekki margir sem geta framleitt þær vörur sem við erum að framleiða þannig að það eru margir um hituna, hugsa ég.“ Undirbúningur fyrir sölu getur tekið allt að tvö ár og Rannveig getur ekkert sagt um verðmiðann á álverinu. Hún segir starfsmenn rólega enda sé ekki verið að stefna að lokun og því engin hætta á uppsögnum. „Við tökum þessu af miklu æðruleysi hér. Þetta er hluti af því að vera í viðskiputm. Ég held að sá stjórnandi sem getur ekki sætt sig við og unnið úr því að það verði breytingar, ætti að fást við eitthvað annað,“ segir Rannveig Rist.
Tengdar fréttir Rio Tinto tapaði 3,3 milljörðum í Straumsvík Álver Rio Tinto í Straumsvík var rekið með 28,8 milljóna dala tapi í fyrra eða sem nemur 3,3 milljörðum króna miðað við gengið í árslok 2016. 21. júní 2017 07:30 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Rio Tinto tapaði 3,3 milljörðum í Straumsvík Álver Rio Tinto í Straumsvík var rekið með 28,8 milljóna dala tapi í fyrra eða sem nemur 3,3 milljörðum króna miðað við gengið í árslok 2016. 21. júní 2017 07:30