Körfubolti

Grjótharðir Grindvíkingar á leið á leikinn

Arnar Björnsson skrifar
Eyjólfur Þór Guðlaugsson gjaldkeri KKÍ og gömul körfuboltahetja var með stórfjölskyldunni á leið á Finnaleikinn. 

„Leikurinn fer vel ég er viss um það,“ sagði Eyjólfur.

Þau voru sammála um að dvölin í Helsinki væri búin að vera skemmtileg. Einhverjir úr hópnum komust ekki til Berlínar fyrir tveimur árum og því kom ekki annað til greina en að skella sér til Finnlands.

„Maður fór til Berlínar fyrir tveimur árum og ég ætla að fara aftur eftir tvö ár ef það verður í boði.“


Tengdar fréttir

Leikurinn í kvöld verður sá langskemmtilegasti

Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 27 stigum á móti Slóveníu í Helsinki í gær og á nú bara eftir einn leik á EM. Fyrirliðinn Hlynur Bæringsson lofar fjöri og stemningu í lokaleiknum á móti heimamönnum í kvöld.

Tryggvi: Á eftir búa til mitt nafn inn í þessum hópi

Tryggvi Snær Hlinason, miðherjinn efnilegi í íslenska körfuboltalandsliðinu er mjög spenntur fyrir lokaleik liðsins í kvöld en þá má búast við troðfullri höll þegar íslenska liðið mætir heimamönnum í finnska landsliðinu.

Logi fékk afmælisköku eftir leikinn í gær

Landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson hélt upp á 36 ára afmælið sitt í gær og náði því í annað skiptið á sínum ferli að spila Eurobasket leik á afmælisdaginn sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×