Kjöraðstæður fyrir fellibylji Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2017 17:15 Irma stefnir nú hraðbyr á Puerto Rico. Vísir/EPA Mikið hefur farið fyrir fellibyljum og óveðrum í Atlants- og Karíbahafinu nú í haust. Það sem hefur einkennt þessi óveður mest er mikill styrkleiki. Kringumstæður í lofthjúpnum yfir Atlantshafinu eru mjög góðar fyrir myndun fellibylja og sjórinn er heitur, sem hefur gert fellibyljunum Harvey og Irmu kleift að safna miklum krafti. Báðir fellibyljirnir teljast sögulegir. Harvey vegna þeirrar úrkomu sem hann gaf frá sér en hann staðnæmdist og úrkoman fór nánast öll á sama svæðið. Irma vegna kraftsins sem fellibylurinn hefur safnað.Extremely dangerous core of Hurricane #Irma closing in on the Virgin Islands. https://t.co/JX426wReY7 pic.twitter.com/Rsa0cF5oxq— NHC Atlantic Ops (@NHC_Atlantic) September 6, 2017 Atlantshafið hefur verið að hitna á undanförnum árum og Karíbahafið er sérstaklega heitt en fellibyljir soga í raun hitann úr sjónum og loftinu og auka kraft sinn þannig. Þá eru vindaðstæður á svæðinu einnig kjörnar fyrir fellibylji þar sem þeir geta haldið krafti sínum vel. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur, segir það ekki að ástæðulausu að fylgst sé náið með veðri og vindum á þessu svæði og á þessum tíma. Enda sé svokallað fellibyljatimabil að ganga yfir.Hlýr sjór nauðsynlegur „Það sem að þarf til er annars vegar inngeislun sólar og það þarf hlýjan sjó, sem er hlýrri en 26,5 gráður. Svo þarf snúningskraft jarðar, sem má hvorki vera of mikill eða of lítill. Þeir myndast ekki á eða við miðbaug og þeir myndast heldur ekki of norðarlega,“ segir Elín í samtali við Vísi. Hún segir fellibylji í raun vera gufuvélar sem þurfi uppgufun frá vatni til að viðhalda sér. Þannig missi þeir kraft þegar þeir fara yfir land þar sem varmaorkan er mun minni en yfir hafinu. Ekki sé nóg að þeir fái bara orku frá sólinni. Óveðrin Katya og Jose fylgja nú Harvey og Irmu eftir en Elín segir það eðlilegt.Ekki fleiri en kröftugri „Ef það eru aðstæður til að mynda einn rosalega sterkan fellibyl eru líkur á því að það séu einnig aðstæður til að mynda fleiri í einu.“ Hún segir einnig að líkön geri ráð fyrir því að öflugum fellibyljum muni fjölga með hlýnandi sjó. Það er ekki að fellibyljum muni fjölga heldur muni þeir verða kröftugri. „Sem sagt það blási meira og rigni meira úr þeim. Það er þó ekki að sjá að fjöldi fellibylja muni aukast. Að þeir sem myndast verða sterkari.“Hér að neðan má sjá tvö myndbönd frá því þegar Irma gekk á land á eyjunni Saint Martins í Karíbahafinu í nótt. Fellibylurinn Irma Veður Tengdar fréttir Fimmta stigs fellibylur ógnar Ameríku Fjölmargar eyjar í Kyrrahafi hafa lýst yfir neyðarástandi vegna fellibylsins Irmu. Stormurinn stefnir á Flórída en þar sem stutt er liðið frá því að Harvey hrelldi Bandaríkin gætu neyðarsjóðir klárast. 6. september 2017 06:00 Fylgstu með Irmu á gagnvirku korti Fellibylurinn Irma fer nú yfir eyjarnar á Karíbahafi en hún er öflugasti fellibylur sem mælst hefur á Atlantshafi. 6. september 2017 09:04 Irma hefur þegar valdið miklum skaða Gérard Collomb, innanríkisráðherra Frakklands, segir fjögur sterkbyggðustu byggingar eyjunnar Saint Martin vera eyðilagðar. 6. september 2017 13:02 Irma öflugasti fellibylurinn sem mælst hefur á Atlantshafi Varað við því að Irma geti valdið gríðarlega mikilli eyðileggingu en um 5. stigs fellibyl er að ræða. Ekki er til 6. stig af fellibyl. 6. september 2017 08:49 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Mikið hefur farið fyrir fellibyljum og óveðrum í Atlants- og Karíbahafinu nú í haust. Það sem hefur einkennt þessi óveður mest er mikill styrkleiki. Kringumstæður í lofthjúpnum yfir Atlantshafinu eru mjög góðar fyrir myndun fellibylja og sjórinn er heitur, sem hefur gert fellibyljunum Harvey og Irmu kleift að safna miklum krafti. Báðir fellibyljirnir teljast sögulegir. Harvey vegna þeirrar úrkomu sem hann gaf frá sér en hann staðnæmdist og úrkoman fór nánast öll á sama svæðið. Irma vegna kraftsins sem fellibylurinn hefur safnað.Extremely dangerous core of Hurricane #Irma closing in on the Virgin Islands. https://t.co/JX426wReY7 pic.twitter.com/Rsa0cF5oxq— NHC Atlantic Ops (@NHC_Atlantic) September 6, 2017 Atlantshafið hefur verið að hitna á undanförnum árum og Karíbahafið er sérstaklega heitt en fellibyljir soga í raun hitann úr sjónum og loftinu og auka kraft sinn þannig. Þá eru vindaðstæður á svæðinu einnig kjörnar fyrir fellibylji þar sem þeir geta haldið krafti sínum vel. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur, segir það ekki að ástæðulausu að fylgst sé náið með veðri og vindum á þessu svæði og á þessum tíma. Enda sé svokallað fellibyljatimabil að ganga yfir.Hlýr sjór nauðsynlegur „Það sem að þarf til er annars vegar inngeislun sólar og það þarf hlýjan sjó, sem er hlýrri en 26,5 gráður. Svo þarf snúningskraft jarðar, sem má hvorki vera of mikill eða of lítill. Þeir myndast ekki á eða við miðbaug og þeir myndast heldur ekki of norðarlega,“ segir Elín í samtali við Vísi. Hún segir fellibylji í raun vera gufuvélar sem þurfi uppgufun frá vatni til að viðhalda sér. Þannig missi þeir kraft þegar þeir fara yfir land þar sem varmaorkan er mun minni en yfir hafinu. Ekki sé nóg að þeir fái bara orku frá sólinni. Óveðrin Katya og Jose fylgja nú Harvey og Irmu eftir en Elín segir það eðlilegt.Ekki fleiri en kröftugri „Ef það eru aðstæður til að mynda einn rosalega sterkan fellibyl eru líkur á því að það séu einnig aðstæður til að mynda fleiri í einu.“ Hún segir einnig að líkön geri ráð fyrir því að öflugum fellibyljum muni fjölga með hlýnandi sjó. Það er ekki að fellibyljum muni fjölga heldur muni þeir verða kröftugri. „Sem sagt það blási meira og rigni meira úr þeim. Það er þó ekki að sjá að fjöldi fellibylja muni aukast. Að þeir sem myndast verða sterkari.“Hér að neðan má sjá tvö myndbönd frá því þegar Irma gekk á land á eyjunni Saint Martins í Karíbahafinu í nótt.
Fellibylurinn Irma Veður Tengdar fréttir Fimmta stigs fellibylur ógnar Ameríku Fjölmargar eyjar í Kyrrahafi hafa lýst yfir neyðarástandi vegna fellibylsins Irmu. Stormurinn stefnir á Flórída en þar sem stutt er liðið frá því að Harvey hrelldi Bandaríkin gætu neyðarsjóðir klárast. 6. september 2017 06:00 Fylgstu með Irmu á gagnvirku korti Fellibylurinn Irma fer nú yfir eyjarnar á Karíbahafi en hún er öflugasti fellibylur sem mælst hefur á Atlantshafi. 6. september 2017 09:04 Irma hefur þegar valdið miklum skaða Gérard Collomb, innanríkisráðherra Frakklands, segir fjögur sterkbyggðustu byggingar eyjunnar Saint Martin vera eyðilagðar. 6. september 2017 13:02 Irma öflugasti fellibylurinn sem mælst hefur á Atlantshafi Varað við því að Irma geti valdið gríðarlega mikilli eyðileggingu en um 5. stigs fellibyl er að ræða. Ekki er til 6. stig af fellibyl. 6. september 2017 08:49 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Fimmta stigs fellibylur ógnar Ameríku Fjölmargar eyjar í Kyrrahafi hafa lýst yfir neyðarástandi vegna fellibylsins Irmu. Stormurinn stefnir á Flórída en þar sem stutt er liðið frá því að Harvey hrelldi Bandaríkin gætu neyðarsjóðir klárast. 6. september 2017 06:00
Fylgstu með Irmu á gagnvirku korti Fellibylurinn Irma fer nú yfir eyjarnar á Karíbahafi en hún er öflugasti fellibylur sem mælst hefur á Atlantshafi. 6. september 2017 09:04
Irma hefur þegar valdið miklum skaða Gérard Collomb, innanríkisráðherra Frakklands, segir fjögur sterkbyggðustu byggingar eyjunnar Saint Martin vera eyðilagðar. 6. september 2017 13:02
Irma öflugasti fellibylurinn sem mælst hefur á Atlantshafi Varað við því að Irma geti valdið gríðarlega mikilli eyðileggingu en um 5. stigs fellibyl er að ræða. Ekki er til 6. stig af fellibyl. 6. september 2017 08:49