Stóru lögmannsstofurnar leita að næstu gullgæs í breyttu umhverfi Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 6. september 2017 07:30 Mikið mæddi á Hæstarétti Íslands í kjölfar falls bankakerfisins haustið 2008. Afkoma flestra lögmannastofa landsins batnaði stórlega í kjölfar hrunsins en ákveðnar vísbendingar eru um að farið sé að draga úr þeim miklu umsvifum sem hafa einkennt starfsemi stofanna síðustu ár. Sem dæmi hefur svonefndum hrunmálum, sem rekin hafa verið fyrir dómstólum, fækkað verulega. Vísir/GVA Eftir mikinn uppgang og gríðarlegan hagnað á árunum eftir fall bankanna haustið 2008 virðist sem gjörbreytt mynd blasi nú við stærstu lögmannastofum landsins. Samanlagður hagnaður stærstu stofanna dróst saman um þriðjung á síðasta ári og minnkuðu tekjurnar um hátt í fimmtán prósent. Afkoma flestra lögmannastofa hér á landi batnaði stórlega í kjölfar hrunsins vegna aukinna umsvifa í tengslum við gjaldþrot og endurskipulagningu margra stærstu fyrirtækja landsins. Því verki er hins vegar að langmestu leyti lokið. Að sama skapi sér nú fyrir endann á meðferð þeirra mála sem tengjast hruninu með einum eða öðrum hætti fyrir dómstólum landsins. „Stofurnar leita nú að næstu gullgæs,“ segir einn viðmælandi Markaðarins. Samkvæmt heimildum Markaðarins greiddu stærstu erlendu viðskiptavinir tveggja af stærstu lögmannastofum landsins, Logos og BBA Legal, þar á meðal erlendir kröfuhafar gömlu bankanna, helstu eigendum stofanna um 500 til 600 evrur í tímakaup fyrir störf sín á árunum í kjölfar hrunsins. Það er um þrisvar sinnum hærra kaup en innlendir viðskiptavinir greiða. Erlendu kröfuhafarnir eru nú farnir af landi brott og þá hefur gengisstyrking krónunnar á umliðnum árum gert það að verkum að lögmenn sem starfa fyrir erlend fyrirtæki og fjárfesta fá minna í sinn hlut í krónum talið en áður.Helga Melkorka Óttarsdóttir, faglegur framkvæmdastjóri Logos, en eigendur stofunnar fá að meðaltali mest í sinn hlut í formi arðgreiðslna.Forsvarsmenn nokkurra lögmannastofa hafa reynt að leita leiða til þess að hagræða í rekstri, svo sem með því að fækka eigendum, draga úr yfirbyggingu og horfa til sameininga við aðrar stofur, og bregðast þannig við breyttu umhverfi. Heimildir Markaðarins herma að einhverjar þreifingar hafi verið um sameiningar og segir einn viðmælandi blaðsins, sem þekkir vel til mála, ekki ólíklegt að tilkynnt verði um slíka samruna á næstu misserum. Samanlagður hagnaður sjö af stærstu lögmannastofum landsins nam 1.233 milljónum króna á síðasta ári og dróst saman um 580 milljónir króna eða 32 prósent frá fyrra ári. Mestu munar um 254 milljóna króna samdrátt hjá Logos, stærstu lögmannastofu landsins, og 236 milljóna króna samdrátt hjá BBA Legal, en báðar stofurnar hafa á undanförnum árum starfað fyrir erlenda fjárfesta og kröfuhafa sem hafa átt umtalsverðra hagsmuna að gæta hér á landi.Logos enn í sérflokki Samkvæmt nýbirtum ársreikningum sjö af stærstu lögmannastofum landsins – Logos, Lex, Landslaga, BBA Legal, Juris, Markarinnar og Advel – þá batnaði afkoman í fyrra aðeins í tilfelli Lex. Hjá hinum sex stofunum dróst hagnaðurinn saman á milli ára. Tekjur allra stofanna drógust auk þess saman nema í tilfelli Landslaga. Samanlagðar tekjur stofanna námu 5.918 milljónum króna í fyrra borið saman við 6.825 milljónir króna árið 2015. Nam samdrátturinn liðlega þrettán prósentum. Eins og undanfarin ár er Logos í algjörum sérflokki, en í fyrra skilaði stofan hagnaði upp á 570 milljónir króna. Athygli vekur hins vegar að hagnaðurinn dróst saman um ríflega 30 prósent á milli ára og var afkoman raunar sú versta hjá stofunni frá hruni. Samtals námu tekjur lögmannastofunnar 2.232 milljónum króna og minnkuðu um rúmlega 430 milljónir frá fyrra ári. Þar munaði mestu um meira en 300 milljóna króna samdrátt í tekjum vegna starfseminnar í Lundúnum, þar sem Logos hefur starfrækt skrifstofu frá árinu 2006, sem skýrist einkum af nærri 30 prósenta gengisveikingu pundsins gagnvart krónunni á árinu 2016. Helga Melkorka Óttarsdóttir, faglegur framkvæmdastjóri Logos, segir að utanaðkomandi þættir, til dæmis gengisstyrking krónunnar, hafi sett mark sitt á afkomu lögmannastofunnar í fyrra. „Við vinnum mikið fyrir erlenda aðila, bæði í gegnum dótturfélag okkar í Lundúnum og eins hér á landi, þannig að stór hluti tekna stofunnar er að jafnaði í erlendri mynt. Sveiflur á gengi krónunnar eru því stór breyta í okkar rekstri.“ Hún segir reksturinn hafa gengið vel í fyrra. Verkefnastaðan sé góð en eðlilegt sé að eðli verkefnanna breytist frá einum tíma til annars. „Við búum við tiltölulega breiðan þekkingargrunn og erum með sérfræðinga á mjög mörgum réttarsviðum, þannig að þó svo að eitthvert eitt svið í viðskiptalífinu gefi eftir er eins og annað lifni við á sama tíma. Eðli verkefnanna breytist nú hægt og bítandi, en ekki í einni svipan eins og í hruninu, og í takti við gang viðskiptalífsins á hverjum tíma.“Mikill hagnaður Logos á umliðnum árum – en samanlagður hagnaður stofunnar á árunum 2009 til 2016 hefur numið um 5,9 milljörðum króna – skýrist ekki síst af þeim umfangsmiklu verkefnum sem lögmannastofan hefur unnið fyrir erlend fyrirtæki og fjárfesta sem hafa átt mikilla hagsmuna að gæta hér á landi frá bankahruni. Þar vega þyngst verkefni sem tengjast uppgjörum gömlu bankanna sem luku allir nauðasamningum í lok árs 2015. Í þeirri vinnu starfaði Logos náið með alþjóðlegu lögmannastofunni Akin Gump, áður Bingham, sem ráðgjafar stærstu erlendu kröfuhafa Glitnis, Kaupþings og gamla Landsbankans. Ljóst er að þeirri vinnu er nú lokið. Óttar Pálsson, stjórnarformaður og einn eigenda Logos, var einn mikilvægasti ráðgjafi kröfuhafanna í gegnum allt slitaferli bankanna. Átti hann stóran þátt í því að fá helstu kröfuhafa Glitnis til þess að fallast á stöðugleikaskilyrði íslenskra stjórnvalda í byrjun júní 2015 þar sem þeir samþykktu meðal annars að inna af hendi svonefnt stöðugleikaframlag upp á ríflega 230 milljarða króna. Óttar var enn fremur kjörinn í stjórn eignarhaldsfélags Kaupþings á síðasta ári. Þess má auk þess geta að Logos veitti Kaupþingi lögfræðilega ráðgjöf við sölu á nærri þrjátíu prósenta hlut í Arion banka fyrr á árinu.90 prósenta samdráttur Hagnaður BBA Legal nam tæplega 27 milljónum króna í fyrra og dróst saman um liðlega 90 prósent frá fyrra ári þegar hagnaðurinn var 263 milljónir. Þá minnkuðu tekjur stofunnar um næstum helming á milli ára en þær voru um 400 milljónir í fyrra. Rekstrarkostnaður minnkaði hins vegar aðeins um ríflega 40 milljónir og var um 360 milljónir á síðasta ári. Tekjurnar voru 725 milljónir árið 2015. Afkoma stofunnar frá hruni hefur verið afar góð, raunar allt fram til síðasta árs, en uppsafnaður hagnaður BBA Legal á árunum 2009 til 2016 nam samtals um 1.630 milljónum króna.Örn Gunnarsson, faglegur framkvæmdastjóri Lex, segir lögmannsstofuna hafa fundið minna fyrir hruninu á síðustu árum en sumar aðrar stofur.Hagnaður Lex lögmannastofu, næst stærstu stofu landsins, nam 166 milljónum króna í fyrra og jókst um tæplega 14 prósent frá árinu 2015, þegar hann nam 146 milljónum. Tekjurnar voru 1.051 milljón króna í fyrra og minnkuðu um liðlega 5 prósent á milli ára. „Við erum mjög sátt,“ segir Örn Gunnarsson, faglegur framkvæmdastjóri LEX lögmannastofu, um afkomu stofunnar í fyrra. Hann segist gera ráð fyrir að afkoman í ár verði enn betri en í fyrra. Aðspurður segir hann að mál sem tengjast hruninu árið 2008 og afleiðingum þess hafi vissulega litað starfsemina að einhverju leyti síðustu ár. „En LEX er lögmannastofa með það breiðar stoðir að við höfum kannski fundið minna fyrir hruninu á síðustu árum en sumar aðrar stofur og finnum því minna fyrir því þegar vægi hrunmálanna minnkar.“ Hann segir aðspurður engar sameiningar við aðrar stofur vera í farvatninu. „Menn hafa alveg rætt saman, eins og eðlilegt er, en það hefur engin vinna farið af stað af einhverri alvöru, enda hefur afkoma okkar verið mjög viðunandi. Hins vegar hefur það gerst víðast hvar í heiminum að þegar samfélögin og viðskiptalífið þróast, þá hafa minni stofurnar átt erfiðara með að keppa við þær stærri og orðið hafa til öflugar stofur sem jafnvel hafa sameinast milli landa. Við erum ekki komin þangað enn þá en fagmennskan hjá stofunum og kröfur viðskiptavinanna hafa vissulega verið að aukast, sem er jákvæð þróun að mínu mati,“ segir hann.Samdráttur hjá Mörkinni Hagnaður Landslaga nam 207 milljónum króna í fyrra og stóð nánast í stað á milli ára. Hins vegar jukust tekjurnar lítillega og námu 744 milljónum króna árið 2016 samanborið við 724 milljónir árið áður. Lögmannastofan Juris skilaði hagnaði upp á 102 milljónir króna í fyrra borið saman við 116 milljónir árið 2015. Nam samdrátturinn því rúmlega 12 prósentum. Velta stofunnar nam 583 milljónum króna og minnkaði um sex milljónir frá fyrra ári. Hagnaður Markarinnar lögmannastofu dróst saman um 37 prósent í fyrra og nam 128 milljónum króna. Tekjurnar námu 465 milljónum króna árið 2016 og minnkuðu þær um 14,5 prósent á milli ára. Eigendur stofunnar hafa verið áberandi í málum sem tengjast rannsóknum á meintum efnahagsbrotum fyrir hrun, en sem dæmi voru tveir þeirra, hæstaréttarlögmennirnir Gestur Jónsson og Hörður Felix Harðarson, verjendur Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, og Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, í nokkrum málum tengdum hruninu sem sérstakur saksóknari fór fyrir. Nú sér hins vegar fyrir endann á þeim málum. Hagnaður Advel lögmanna dróst saman um tæplega 37 prósent eða 19 milljónir í fyrra og nam alls 33,2 milljónum króna. Velta lögmannastofunnar var 433 milljónir króna borið saman við 468 milljónir árið áður. Var samdrátturinn þannig um 8 prósent. Einhverjar hreyfingar hafa orðið á eigendahópnum undanfarið, en sem dæmi gengu hæstaréttarlögmennirnir Anton Björn Markússon og Jón Ögmundsson úr hópnum fyrr á árinu og stofnuðu sína eigin stofu, Altus lögmenn.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Markaðir Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Eftir mikinn uppgang og gríðarlegan hagnað á árunum eftir fall bankanna haustið 2008 virðist sem gjörbreytt mynd blasi nú við stærstu lögmannastofum landsins. Samanlagður hagnaður stærstu stofanna dróst saman um þriðjung á síðasta ári og minnkuðu tekjurnar um hátt í fimmtán prósent. Afkoma flestra lögmannastofa hér á landi batnaði stórlega í kjölfar hrunsins vegna aukinna umsvifa í tengslum við gjaldþrot og endurskipulagningu margra stærstu fyrirtækja landsins. Því verki er hins vegar að langmestu leyti lokið. Að sama skapi sér nú fyrir endann á meðferð þeirra mála sem tengjast hruninu með einum eða öðrum hætti fyrir dómstólum landsins. „Stofurnar leita nú að næstu gullgæs,“ segir einn viðmælandi Markaðarins. Samkvæmt heimildum Markaðarins greiddu stærstu erlendu viðskiptavinir tveggja af stærstu lögmannastofum landsins, Logos og BBA Legal, þar á meðal erlendir kröfuhafar gömlu bankanna, helstu eigendum stofanna um 500 til 600 evrur í tímakaup fyrir störf sín á árunum í kjölfar hrunsins. Það er um þrisvar sinnum hærra kaup en innlendir viðskiptavinir greiða. Erlendu kröfuhafarnir eru nú farnir af landi brott og þá hefur gengisstyrking krónunnar á umliðnum árum gert það að verkum að lögmenn sem starfa fyrir erlend fyrirtæki og fjárfesta fá minna í sinn hlut í krónum talið en áður.Helga Melkorka Óttarsdóttir, faglegur framkvæmdastjóri Logos, en eigendur stofunnar fá að meðaltali mest í sinn hlut í formi arðgreiðslna.Forsvarsmenn nokkurra lögmannastofa hafa reynt að leita leiða til þess að hagræða í rekstri, svo sem með því að fækka eigendum, draga úr yfirbyggingu og horfa til sameininga við aðrar stofur, og bregðast þannig við breyttu umhverfi. Heimildir Markaðarins herma að einhverjar þreifingar hafi verið um sameiningar og segir einn viðmælandi blaðsins, sem þekkir vel til mála, ekki ólíklegt að tilkynnt verði um slíka samruna á næstu misserum. Samanlagður hagnaður sjö af stærstu lögmannastofum landsins nam 1.233 milljónum króna á síðasta ári og dróst saman um 580 milljónir króna eða 32 prósent frá fyrra ári. Mestu munar um 254 milljóna króna samdrátt hjá Logos, stærstu lögmannastofu landsins, og 236 milljóna króna samdrátt hjá BBA Legal, en báðar stofurnar hafa á undanförnum árum starfað fyrir erlenda fjárfesta og kröfuhafa sem hafa átt umtalsverðra hagsmuna að gæta hér á landi.Logos enn í sérflokki Samkvæmt nýbirtum ársreikningum sjö af stærstu lögmannastofum landsins – Logos, Lex, Landslaga, BBA Legal, Juris, Markarinnar og Advel – þá batnaði afkoman í fyrra aðeins í tilfelli Lex. Hjá hinum sex stofunum dróst hagnaðurinn saman á milli ára. Tekjur allra stofanna drógust auk þess saman nema í tilfelli Landslaga. Samanlagðar tekjur stofanna námu 5.918 milljónum króna í fyrra borið saman við 6.825 milljónir króna árið 2015. Nam samdrátturinn liðlega þrettán prósentum. Eins og undanfarin ár er Logos í algjörum sérflokki, en í fyrra skilaði stofan hagnaði upp á 570 milljónir króna. Athygli vekur hins vegar að hagnaðurinn dróst saman um ríflega 30 prósent á milli ára og var afkoman raunar sú versta hjá stofunni frá hruni. Samtals námu tekjur lögmannastofunnar 2.232 milljónum króna og minnkuðu um rúmlega 430 milljónir frá fyrra ári. Þar munaði mestu um meira en 300 milljóna króna samdrátt í tekjum vegna starfseminnar í Lundúnum, þar sem Logos hefur starfrækt skrifstofu frá árinu 2006, sem skýrist einkum af nærri 30 prósenta gengisveikingu pundsins gagnvart krónunni á árinu 2016. Helga Melkorka Óttarsdóttir, faglegur framkvæmdastjóri Logos, segir að utanaðkomandi þættir, til dæmis gengisstyrking krónunnar, hafi sett mark sitt á afkomu lögmannastofunnar í fyrra. „Við vinnum mikið fyrir erlenda aðila, bæði í gegnum dótturfélag okkar í Lundúnum og eins hér á landi, þannig að stór hluti tekna stofunnar er að jafnaði í erlendri mynt. Sveiflur á gengi krónunnar eru því stór breyta í okkar rekstri.“ Hún segir reksturinn hafa gengið vel í fyrra. Verkefnastaðan sé góð en eðlilegt sé að eðli verkefnanna breytist frá einum tíma til annars. „Við búum við tiltölulega breiðan þekkingargrunn og erum með sérfræðinga á mjög mörgum réttarsviðum, þannig að þó svo að eitthvert eitt svið í viðskiptalífinu gefi eftir er eins og annað lifni við á sama tíma. Eðli verkefnanna breytist nú hægt og bítandi, en ekki í einni svipan eins og í hruninu, og í takti við gang viðskiptalífsins á hverjum tíma.“Mikill hagnaður Logos á umliðnum árum – en samanlagður hagnaður stofunnar á árunum 2009 til 2016 hefur numið um 5,9 milljörðum króna – skýrist ekki síst af þeim umfangsmiklu verkefnum sem lögmannastofan hefur unnið fyrir erlend fyrirtæki og fjárfesta sem hafa átt mikilla hagsmuna að gæta hér á landi frá bankahruni. Þar vega þyngst verkefni sem tengjast uppgjörum gömlu bankanna sem luku allir nauðasamningum í lok árs 2015. Í þeirri vinnu starfaði Logos náið með alþjóðlegu lögmannastofunni Akin Gump, áður Bingham, sem ráðgjafar stærstu erlendu kröfuhafa Glitnis, Kaupþings og gamla Landsbankans. Ljóst er að þeirri vinnu er nú lokið. Óttar Pálsson, stjórnarformaður og einn eigenda Logos, var einn mikilvægasti ráðgjafi kröfuhafanna í gegnum allt slitaferli bankanna. Átti hann stóran þátt í því að fá helstu kröfuhafa Glitnis til þess að fallast á stöðugleikaskilyrði íslenskra stjórnvalda í byrjun júní 2015 þar sem þeir samþykktu meðal annars að inna af hendi svonefnt stöðugleikaframlag upp á ríflega 230 milljarða króna. Óttar var enn fremur kjörinn í stjórn eignarhaldsfélags Kaupþings á síðasta ári. Þess má auk þess geta að Logos veitti Kaupþingi lögfræðilega ráðgjöf við sölu á nærri þrjátíu prósenta hlut í Arion banka fyrr á árinu.90 prósenta samdráttur Hagnaður BBA Legal nam tæplega 27 milljónum króna í fyrra og dróst saman um liðlega 90 prósent frá fyrra ári þegar hagnaðurinn var 263 milljónir. Þá minnkuðu tekjur stofunnar um næstum helming á milli ára en þær voru um 400 milljónir í fyrra. Rekstrarkostnaður minnkaði hins vegar aðeins um ríflega 40 milljónir og var um 360 milljónir á síðasta ári. Tekjurnar voru 725 milljónir árið 2015. Afkoma stofunnar frá hruni hefur verið afar góð, raunar allt fram til síðasta árs, en uppsafnaður hagnaður BBA Legal á árunum 2009 til 2016 nam samtals um 1.630 milljónum króna.Örn Gunnarsson, faglegur framkvæmdastjóri Lex, segir lögmannsstofuna hafa fundið minna fyrir hruninu á síðustu árum en sumar aðrar stofur.Hagnaður Lex lögmannastofu, næst stærstu stofu landsins, nam 166 milljónum króna í fyrra og jókst um tæplega 14 prósent frá árinu 2015, þegar hann nam 146 milljónum. Tekjurnar voru 1.051 milljón króna í fyrra og minnkuðu um liðlega 5 prósent á milli ára. „Við erum mjög sátt,“ segir Örn Gunnarsson, faglegur framkvæmdastjóri LEX lögmannastofu, um afkomu stofunnar í fyrra. Hann segist gera ráð fyrir að afkoman í ár verði enn betri en í fyrra. Aðspurður segir hann að mál sem tengjast hruninu árið 2008 og afleiðingum þess hafi vissulega litað starfsemina að einhverju leyti síðustu ár. „En LEX er lögmannastofa með það breiðar stoðir að við höfum kannski fundið minna fyrir hruninu á síðustu árum en sumar aðrar stofur og finnum því minna fyrir því þegar vægi hrunmálanna minnkar.“ Hann segir aðspurður engar sameiningar við aðrar stofur vera í farvatninu. „Menn hafa alveg rætt saman, eins og eðlilegt er, en það hefur engin vinna farið af stað af einhverri alvöru, enda hefur afkoma okkar verið mjög viðunandi. Hins vegar hefur það gerst víðast hvar í heiminum að þegar samfélögin og viðskiptalífið þróast, þá hafa minni stofurnar átt erfiðara með að keppa við þær stærri og orðið hafa til öflugar stofur sem jafnvel hafa sameinast milli landa. Við erum ekki komin þangað enn þá en fagmennskan hjá stofunum og kröfur viðskiptavinanna hafa vissulega verið að aukast, sem er jákvæð þróun að mínu mati,“ segir hann.Samdráttur hjá Mörkinni Hagnaður Landslaga nam 207 milljónum króna í fyrra og stóð nánast í stað á milli ára. Hins vegar jukust tekjurnar lítillega og námu 744 milljónum króna árið 2016 samanborið við 724 milljónir árið áður. Lögmannastofan Juris skilaði hagnaði upp á 102 milljónir króna í fyrra borið saman við 116 milljónir árið 2015. Nam samdrátturinn því rúmlega 12 prósentum. Velta stofunnar nam 583 milljónum króna og minnkaði um sex milljónir frá fyrra ári. Hagnaður Markarinnar lögmannastofu dróst saman um 37 prósent í fyrra og nam 128 milljónum króna. Tekjurnar námu 465 milljónum króna árið 2016 og minnkuðu þær um 14,5 prósent á milli ára. Eigendur stofunnar hafa verið áberandi í málum sem tengjast rannsóknum á meintum efnahagsbrotum fyrir hrun, en sem dæmi voru tveir þeirra, hæstaréttarlögmennirnir Gestur Jónsson og Hörður Felix Harðarson, verjendur Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, og Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, í nokkrum málum tengdum hruninu sem sérstakur saksóknari fór fyrir. Nú sér hins vegar fyrir endann á þeim málum. Hagnaður Advel lögmanna dróst saman um tæplega 37 prósent eða 19 milljónir í fyrra og nam alls 33,2 milljónum króna. Velta lögmannastofunnar var 433 milljónir króna borið saman við 468 milljónir árið áður. Var samdrátturinn þannig um 8 prósent. Einhverjar hreyfingar hafa orðið á eigendahópnum undanfarið, en sem dæmi gengu hæstaréttarlögmennirnir Anton Björn Markússon og Jón Ögmundsson úr hópnum fyrr á árinu og stofnuðu sína eigin stofu, Altus lögmenn.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Markaðir Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira