Fyrsta lagið af nýrri plötu Bjarkar gefið út í takmörkuðu upplagi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. september 2017 15:45 Björk á tónleikum í Eldborg í nóvember síðastliðnum. vísir/getty Íslenska tónlistarkonan Björk gefur út nýtt lag síðar í þessum mánuði í afar takmörkuðu upplagi. Lagið, sem heitir The Gate, kemur út þann 22. september og verður aðeins gefið út á 12 tommu vínylplötu en söngkonan greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í dag. The Gate er fyrsta lagið af næstu plötu Bjarkar sem væntanleg er á næstunni. Í frétt á vefsíðu Bjarkar segir hún að The Gate sé ástarlag en það fjalli meira um ástina á einhvers konar yfirskilvitlegan hátt. „Vulnicura var um mjög persónulegan missi og ég held að nýja platan sé um ást sem er jafnvel ennþó stærri. Hún fjallar um að enduruppgötva ástina en á andlegan hátt, ef svo má að orði komast,“ segir Björk og vísar í seinustu plötu sína, Vulnicura, sem fjallaði um skilnað hennar og listamannsins Matthew Barney. Í ítarlegu viðtali sem birtist á vef tímaritsins Dazed and Confused í dag kemur fram að tónlistarmaðurinn Arca framleiði plötuna ásamt Björk. Blaðamaður Dazed and Confused, sem hefur fengið að heyra eitthvað af lögunum af nýju plötunni þó að hún sé ekki tilbúin, lýsir henni sem svo að hún sé léttari en loft miðað við Vulnicuru. „Það kemur mjög náttúrulega fyrir mig, kannski meira ómeðvitað heldur en meðvitað, að gera á næstu plötu þveröfugt við það sem ég gerði á þeirri síðustu. Ég gerði Homogenic og hún var stór. Stór og mikil hljóð, tónleikaferðir, fullt af tónleikum úti um allan heim, örugglega mesta rokk og ról sem ég hef verið, en síðan fór ég heim og gerði Vespertine sem var mjög lítil og „míkró.“ Ég held að það sama hafi gerst hér. Vulnicura var mjög persónuleg að öllu leyti. Ég held að ég hafi þurft að „súmma“ út og finna mér nýtt „manífestó,“ segir Björk í viðtalinu sem lesa má hér. Tengdar fréttir Björk kom aðdáendum sínum á óvart á Instagram "Ég er mjög spennt fyrir því að geta tilkynnt ykkur að nýja platan mín er á leiðinni mjög fljótlega,“ segir söngkonan Björk Guðmundsdóttir, í tilkynningu á Instagram. 2. ágúst 2017 15:15 Björk Guðmundsdóttir um sorgarferlið sem fylgdi skilnaðinum Björk lýsir missinum og sorginni sem fylgdi sambandsslitunum við Matthew Barney sem ferðalagi skipt upp í kafla. Hún finnur fyrir samkennd eftir að hafa miðlað reynslu sinni í gegnum listina á plötu sinni Vulnicura. 10. desember 2016 07:00 Brothætt Björk sýndi allar sínar bestu hliðar Björk Guðmundsdóttir kom fram á tónleikum í Eldborg í Hörpu í gær á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. 6. nóvember 2016 20:00 Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Íslenska tónlistarkonan Björk gefur út nýtt lag síðar í þessum mánuði í afar takmörkuðu upplagi. Lagið, sem heitir The Gate, kemur út þann 22. september og verður aðeins gefið út á 12 tommu vínylplötu en söngkonan greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í dag. The Gate er fyrsta lagið af næstu plötu Bjarkar sem væntanleg er á næstunni. Í frétt á vefsíðu Bjarkar segir hún að The Gate sé ástarlag en það fjalli meira um ástina á einhvers konar yfirskilvitlegan hátt. „Vulnicura var um mjög persónulegan missi og ég held að nýja platan sé um ást sem er jafnvel ennþó stærri. Hún fjallar um að enduruppgötva ástina en á andlegan hátt, ef svo má að orði komast,“ segir Björk og vísar í seinustu plötu sína, Vulnicura, sem fjallaði um skilnað hennar og listamannsins Matthew Barney. Í ítarlegu viðtali sem birtist á vef tímaritsins Dazed and Confused í dag kemur fram að tónlistarmaðurinn Arca framleiði plötuna ásamt Björk. Blaðamaður Dazed and Confused, sem hefur fengið að heyra eitthvað af lögunum af nýju plötunni þó að hún sé ekki tilbúin, lýsir henni sem svo að hún sé léttari en loft miðað við Vulnicuru. „Það kemur mjög náttúrulega fyrir mig, kannski meira ómeðvitað heldur en meðvitað, að gera á næstu plötu þveröfugt við það sem ég gerði á þeirri síðustu. Ég gerði Homogenic og hún var stór. Stór og mikil hljóð, tónleikaferðir, fullt af tónleikum úti um allan heim, örugglega mesta rokk og ról sem ég hef verið, en síðan fór ég heim og gerði Vespertine sem var mjög lítil og „míkró.“ Ég held að það sama hafi gerst hér. Vulnicura var mjög persónuleg að öllu leyti. Ég held að ég hafi þurft að „súmma“ út og finna mér nýtt „manífestó,“ segir Björk í viðtalinu sem lesa má hér.
Tengdar fréttir Björk kom aðdáendum sínum á óvart á Instagram "Ég er mjög spennt fyrir því að geta tilkynnt ykkur að nýja platan mín er á leiðinni mjög fljótlega,“ segir söngkonan Björk Guðmundsdóttir, í tilkynningu á Instagram. 2. ágúst 2017 15:15 Björk Guðmundsdóttir um sorgarferlið sem fylgdi skilnaðinum Björk lýsir missinum og sorginni sem fylgdi sambandsslitunum við Matthew Barney sem ferðalagi skipt upp í kafla. Hún finnur fyrir samkennd eftir að hafa miðlað reynslu sinni í gegnum listina á plötu sinni Vulnicura. 10. desember 2016 07:00 Brothætt Björk sýndi allar sínar bestu hliðar Björk Guðmundsdóttir kom fram á tónleikum í Eldborg í Hörpu í gær á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. 6. nóvember 2016 20:00 Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Björk kom aðdáendum sínum á óvart á Instagram "Ég er mjög spennt fyrir því að geta tilkynnt ykkur að nýja platan mín er á leiðinni mjög fljótlega,“ segir söngkonan Björk Guðmundsdóttir, í tilkynningu á Instagram. 2. ágúst 2017 15:15
Björk Guðmundsdóttir um sorgarferlið sem fylgdi skilnaðinum Björk lýsir missinum og sorginni sem fylgdi sambandsslitunum við Matthew Barney sem ferðalagi skipt upp í kafla. Hún finnur fyrir samkennd eftir að hafa miðlað reynslu sinni í gegnum listina á plötu sinni Vulnicura. 10. desember 2016 07:00
Brothætt Björk sýndi allar sínar bestu hliðar Björk Guðmundsdóttir kom fram á tónleikum í Eldborg í Hörpu í gær á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. 6. nóvember 2016 20:00
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög