Elísabet G. Björnsdóttir, fjármálaverkfræðingur, hefur hafið störf hjá Fjárstýringu Landsbankans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.
Elísabet hefur frá árinu 2008 unnið hjá J.P. Morgan í New York og London. Hún lauk B.Sc.-prófi í byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2006 og hlaut Fulbright-styrk og Thor Thors-styrk til framhaldsnáms í Bandaríkjunum. Lauk hún meistaraprófi í fjármálaverkfræði frá Cornell-háskóla árið 2008.
„Elísabet vann hjá verkfræðistofunni Línuhönnun veturinn 2006-2007 og hjá Kaupþingi sumarið 2007. Hún hóf störf hjá J.P. Morgan í New York árið 2008 í deild sem sér um að lágmarka mótaðilaáhættu bankans. Rúmu ári síðar flutti hún sig yfir til J.P. Morgan í London þar sem hún hefur að undanförnu stýrt veltubók með skuldatryggingar og sambankalán,“ segir í tilkynningu Landsbankans.
Elísabet G. Björnsdóttir ráðin til Landsbankans
