Pútín segir hernaðarlegar aðgerðir gegn Norður-Kóreu ekki lausn vandans Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. september 2017 09:02 Ýmsir telja að stutt sé í næstu kjarnorkuvopnatilraun Kim Jong-un. vísir/getty Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, varar við því að spennan vegna kjarnorkuvopnatilrauna Norður-Kóreu manna geti endað með stórslysi. Hernaðarlegar aðgerðir gegn Norður-Kóreu séu ekki lausn á vandanum heldur þurfi að fara diplómatísku leiðina og ræða málin. Þvert á móti þjóni það ekki tilgangi að hóta hernaðarlegum íhlutunum vegna ástandsins á Kóreuskaga þar sem slíkt gæti kostað mörg mannslíf. „Þetta gæti endað með stórslysi á alþjóðavísu og fjöldi fólks gæti látið lífið. Það er engin önnur leið til að takast á við þessa krísu en með diplómatískum samskiptum,“ sagði Pútín þar sem hann var staddur í Kína. Hann sagði að hernaðarlegar íhlutanir erlendra ríkja í Írak og Líbýu hefðu sannfært Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, um að hann þyrfti að koma sér kjarnavopnum til að komast af. Pútín bætti við að Kim Jong-un myndi ekki hætta við kjarnorkuvopnaáætlun á meðan hann teldi sig ekki öruggan, en síðastliðinn laugardag sprengdu Norður-Kóreumenn stærstu vetnissprengju sína til þessa.Næsta tilraun á laugardag? Orð Pútíns koma í kjölfarið á því að suður-kóresk stjórnvöld íhuga nú þann möguleika að geyma bandarísk kjarnaorkuvopn í landinu. Bandarísk kjarnorkuvopn hafa ekki verið til taks í Suður-Kóreu síðan á 10. áratug síðustu aldar þar sem það er opinber stefna yfirvalda í landinu að Kóreuskaginn verði alfarið án kjarnavopna. Engin breyting hefur í raun orðið á þeirri stefnu nú heldur segir talsmaður yfirvalda að einungis sé verið að skoða alla möguleika á hernaðarlegri íhlutun og hvað sé raunhæft í þeim efnum. Fjölmiðlar í Suður-Kóreu segjast hafa heimildir fyrir því að Norður-Kóreumenn hafi í gærnótt byrjað að flytja stóra eldflaug í átt að vesturströnd landsins en svo virðist sem um nýja langdræga eldflaug gæti verið að ræða. Yfirvöld í landinu hafa þó ekki viljað staðfesta fréttina en vöruðu við því í gær að norðanmenn hyggðu á enn eitt eldflaugaskorið. Norður-Kóreumenn hafa í gegnum tíðina notað afmæli lands og þjóðar til að sýna mátt sinn og megin þegar kemur að kjarnorkuvopnum og eldflaugum. Næstkomandi laugardag, þann 9. september, verða 69 ár liðin frá því að norður-kóreska ríkið var stofnað og telja því ýmsir að næsta kjarnorkuvopnatilraun Kim Jong-un verði gerð þá. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur sagt að til greina komi að hætta öllum viðskiptum við ríki sem eiga í viðskiptum við Norður-Kóreumenn. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, ítrekaði þau skilaboð forsetans á fundi Öryggisráðsins í gær. Norður-Kórea Tengdar fréttir Langöflugasta sprengja Norður-Kóreu til þessa Stjórnvöld í Pyongyang sprengdu í gær vetnissprengju. Vopnið er þróaðra og öflugra en talið var að ríkið byggi yfir. Leiðtogar stærstu ríkja heims fordæma árásina. Flestir kalla eftir hertum þvingunaraðgerðum vegna tilraunarinnar. 4. september 2017 06:00 Segir Kim Jong-Un falast eftir stríði „Norður-Kórea hefur storkað öryggisráðinu í tuttugu ár,“ sagði Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. 4. september 2017 15:20 Margfalt fleiri tilraunir en pabbi og afi gerðu Einræðisherra Norður-Kóreu hefur látið gera margfalt fleiri kjarnorkuvopna- og eldflaugatilraunir en fyrirrennarar hans. 5. september 2017 06:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, varar við því að spennan vegna kjarnorkuvopnatilrauna Norður-Kóreu manna geti endað með stórslysi. Hernaðarlegar aðgerðir gegn Norður-Kóreu séu ekki lausn á vandanum heldur þurfi að fara diplómatísku leiðina og ræða málin. Þvert á móti þjóni það ekki tilgangi að hóta hernaðarlegum íhlutunum vegna ástandsins á Kóreuskaga þar sem slíkt gæti kostað mörg mannslíf. „Þetta gæti endað með stórslysi á alþjóðavísu og fjöldi fólks gæti látið lífið. Það er engin önnur leið til að takast á við þessa krísu en með diplómatískum samskiptum,“ sagði Pútín þar sem hann var staddur í Kína. Hann sagði að hernaðarlegar íhlutanir erlendra ríkja í Írak og Líbýu hefðu sannfært Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, um að hann þyrfti að koma sér kjarnavopnum til að komast af. Pútín bætti við að Kim Jong-un myndi ekki hætta við kjarnorkuvopnaáætlun á meðan hann teldi sig ekki öruggan, en síðastliðinn laugardag sprengdu Norður-Kóreumenn stærstu vetnissprengju sína til þessa.Næsta tilraun á laugardag? Orð Pútíns koma í kjölfarið á því að suður-kóresk stjórnvöld íhuga nú þann möguleika að geyma bandarísk kjarnaorkuvopn í landinu. Bandarísk kjarnorkuvopn hafa ekki verið til taks í Suður-Kóreu síðan á 10. áratug síðustu aldar þar sem það er opinber stefna yfirvalda í landinu að Kóreuskaginn verði alfarið án kjarnavopna. Engin breyting hefur í raun orðið á þeirri stefnu nú heldur segir talsmaður yfirvalda að einungis sé verið að skoða alla möguleika á hernaðarlegri íhlutun og hvað sé raunhæft í þeim efnum. Fjölmiðlar í Suður-Kóreu segjast hafa heimildir fyrir því að Norður-Kóreumenn hafi í gærnótt byrjað að flytja stóra eldflaug í átt að vesturströnd landsins en svo virðist sem um nýja langdræga eldflaug gæti verið að ræða. Yfirvöld í landinu hafa þó ekki viljað staðfesta fréttina en vöruðu við því í gær að norðanmenn hyggðu á enn eitt eldflaugaskorið. Norður-Kóreumenn hafa í gegnum tíðina notað afmæli lands og þjóðar til að sýna mátt sinn og megin þegar kemur að kjarnorkuvopnum og eldflaugum. Næstkomandi laugardag, þann 9. september, verða 69 ár liðin frá því að norður-kóreska ríkið var stofnað og telja því ýmsir að næsta kjarnorkuvopnatilraun Kim Jong-un verði gerð þá. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur sagt að til greina komi að hætta öllum viðskiptum við ríki sem eiga í viðskiptum við Norður-Kóreumenn. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, ítrekaði þau skilaboð forsetans á fundi Öryggisráðsins í gær.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Langöflugasta sprengja Norður-Kóreu til þessa Stjórnvöld í Pyongyang sprengdu í gær vetnissprengju. Vopnið er þróaðra og öflugra en talið var að ríkið byggi yfir. Leiðtogar stærstu ríkja heims fordæma árásina. Flestir kalla eftir hertum þvingunaraðgerðum vegna tilraunarinnar. 4. september 2017 06:00 Segir Kim Jong-Un falast eftir stríði „Norður-Kórea hefur storkað öryggisráðinu í tuttugu ár,“ sagði Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. 4. september 2017 15:20 Margfalt fleiri tilraunir en pabbi og afi gerðu Einræðisherra Norður-Kóreu hefur látið gera margfalt fleiri kjarnorkuvopna- og eldflaugatilraunir en fyrirrennarar hans. 5. september 2017 06:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Langöflugasta sprengja Norður-Kóreu til þessa Stjórnvöld í Pyongyang sprengdu í gær vetnissprengju. Vopnið er þróaðra og öflugra en talið var að ríkið byggi yfir. Leiðtogar stærstu ríkja heims fordæma árásina. Flestir kalla eftir hertum þvingunaraðgerðum vegna tilraunarinnar. 4. september 2017 06:00
Segir Kim Jong-Un falast eftir stríði „Norður-Kórea hefur storkað öryggisráðinu í tuttugu ár,“ sagði Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. 4. september 2017 15:20
Margfalt fleiri tilraunir en pabbi og afi gerðu Einræðisherra Norður-Kóreu hefur látið gera margfalt fleiri kjarnorkuvopna- og eldflaugatilraunir en fyrirrennarar hans. 5. september 2017 06:00